Chicago Bulls er á góðu skriði í NBA-deildinni en liðið hafði í nótt betur gegn Indiana, 92-90, og vann þar með sinn sjöunda sigur í röð í deildinni.
Jimmy Butler var með 27 stig og níu fráköst fyrir Chicago og Pau Gasol bætti við 20 stigum. Chris Copeland skoraði sautján stig fyrir Indiana, þar af þrettán í fjórða leikhluta.
Chicago náði mest 21 stiga forystu í seinni hálfleik en Indiana náði að minnka muninn í eitt stig eftir 23-21 sprett í fjórða leikhluta. Butler setti svo niður þrist þegar rúm mínúta var eftir sem dugði til að tryggja sigurinn.
Milwaukee vann New Orleans, 104-94, í framlengdum leik. Brandon Knight, sem skoraði átján stig, tryggði Milwaukee framlengingu í lok venjulegs leiktíma en liðið hafði svo talsverða yfirburði í framlengingunni.
Orlando vann Miami, 102-101, í grannslag á Flórída. Nikola Vucevic skoraði 26 stig og Victor Oladipo 22 stig, þar af sjö á lokamínútum leiksins. Dwayne Wade skoraði 25 stig fyrir Miami sem hefur tapað tólf af átján leikjum sínum á heimavelli.
LA Clippers vann Utah, 101-97, og þar með sinn tólfta sigur í röð gegn Utah. Blake Griffin skoraði 24 stig í leiknum og Chris Paul var með 20 stig og átta stoðsendingar.
Úrslit næturinnar:
Charlotte - Milwaukee 94-104
Indianapolis - Chicago 90-92
Brooklyn - Sacramento 107-99
Miami - Orlando 101-102
Houston - Washington 103-104
LA Clippers - Utah 101-97
Körfubolti