Helgarmaturinn - Kínóa með steiktum sveppum og grænmeti Marín Manda skrifar 3. janúar 2014 13:15 Auður Eva Auðunsdóttir Auður Eva Auðunsdóttir snyrtifræðingur og jógakennaranemi ætlar að vera duglegri í hollu og góðu mataræði á nýju ári. Hún segir móður sína hafa bent henni á áhugaverða síðu Margrétar Leifsdóttur heilsumarkþjálfa en þar sé að finna spennandi uppskriftir að ýmsum réttum en þessi uppskrift er einmitt frá henni. Kínóarétturinn er bragðgóður og stútfullur af næringarefnum sem við þörfnumst og ekki skemmir fyrir hve mettandi hann er. Uppskrift 1 bolli kínóa (þess má geta að kínóa er mjög góður próteingjafi) 1 lífrænn grænmetisteningur 1 laukur 2 handfyllir niðurskornir sveppir 1 brokkólíhaus ½ poki gulrætur ½ hvítkálshaus olía til steikingar Aðferð Laukur skorinn smátt og steiktur úr góðri olíu í potti. Þegar hann er orðinn glær er kínóa, vatni og grænmetiskrafti bætt út í pottinn. Tekið af hellunni þegar kínóa er soðið og látið bíða. Sveppir Sveppir (helst íslenskir) sneiddir í þunnar sneiðar og snöggsteiktir. Kryddað með miklum pipar og smá maldonsalti. Hvítkálsgrænmeti Brokkólí og gulrætur steikt í nokkrar mínútur, síðan er niðursneiddu hvítkáli bætt í. Látið malla þar til hvítkálið er orðið mjúkt. Kryddað með óskakryddunum. Öllu blandað saman í eina skál og ristuðum furuhnetum stráð yfir. Það er mjög gott að krydda réttinn með smávegis af tamari-sósu. Grænmetisréttir Uppskriftir Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Auður Eva Auðunsdóttir snyrtifræðingur og jógakennaranemi ætlar að vera duglegri í hollu og góðu mataræði á nýju ári. Hún segir móður sína hafa bent henni á áhugaverða síðu Margrétar Leifsdóttur heilsumarkþjálfa en þar sé að finna spennandi uppskriftir að ýmsum réttum en þessi uppskrift er einmitt frá henni. Kínóarétturinn er bragðgóður og stútfullur af næringarefnum sem við þörfnumst og ekki skemmir fyrir hve mettandi hann er. Uppskrift 1 bolli kínóa (þess má geta að kínóa er mjög góður próteingjafi) 1 lífrænn grænmetisteningur 1 laukur 2 handfyllir niðurskornir sveppir 1 brokkólíhaus ½ poki gulrætur ½ hvítkálshaus olía til steikingar Aðferð Laukur skorinn smátt og steiktur úr góðri olíu í potti. Þegar hann er orðinn glær er kínóa, vatni og grænmetiskrafti bætt út í pottinn. Tekið af hellunni þegar kínóa er soðið og látið bíða. Sveppir Sveppir (helst íslenskir) sneiddir í þunnar sneiðar og snöggsteiktir. Kryddað með miklum pipar og smá maldonsalti. Hvítkálsgrænmeti Brokkólí og gulrætur steikt í nokkrar mínútur, síðan er niðursneiddu hvítkáli bætt í. Látið malla þar til hvítkálið er orðið mjúkt. Kryddað með óskakryddunum. Öllu blandað saman í eina skál og ristuðum furuhnetum stráð yfir. Það er mjög gott að krydda réttinn með smávegis af tamari-sósu.
Grænmetisréttir Uppskriftir Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Tónlist Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Fleiri fréttir Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira