Bjóða bílalán án vaxta og kostnaðar Finnur Thorlacius og Óli Kristján Ármannsson skrifar 7. janúar 2014 07:00 Ef keyptur er sjálfskiptur dísilbíll á 3.890.000 krónur og 40 prósent fengin að láni til 36 mánaða, nema vextir og kostnaður um 280.000 krónum. Í nýju lánafyrirkomulagi BL er kostnaðurinn hins vegar núll krónur. Mynd/BL Vonir bílaumboðsins BL standa til þess að nýr valkostur í fjármögnun bílakaupa hvetji fólk í bílahugleiðingum til kaupa á nýjum bíl. BL, sem er með umboð fyrir Land Rover, BMW, Hyundai, Renault, Nissan, Subaru, Isuzu og Dacia, hefur hafið að bjóða ný vaxta- og kostnaðarlaus lán til kaupa á nýjum bílum. Lánin geta að hámarki numið 40 prósentum af andvirði nýs bíls. Kosti bíll 3,9 milljónir króna, má gefa sér að á þremur árum sparist 280 þúsund krónur sem annars hefðu farið í vexti og kostnað.Loftur Ágústsson„Við teljum að þessi nýi hagstæði lánamöguleiki sé mjög stórt og mikilvægt skref í þá átt að auðvelda okkar viðskiptavinum að kaupa nýjan bíl,“ segir Loftur Ágústsson, markaðsstjóri BL. „Við vitum að stór hluti viðskiptavina sem leita til okkar á orðið verulega upphæð í gamla bílnum sínum en veigrar sér samt við að skoða möguleikann á að kaupa nýjan bíl vegna kostnaðar við þau lán sem hafa verið í boði.“ Hann segir að með nýjum vaxta- og kostnaðarlausum lánum sé óvissuþátturinn fjarlægð úr dæminu og viðskiptavinurinn þurfi bara að átta sig á hvaða upphæð hann geti greitt á mánuði. Hún haldist síðan föst og óbreytt út allan lánstímann. „Bílafloti landsmanna er að eldast hraðar en æskilegt er og margir viðskiptavinir orðnir þreyttir á viðhaldskostnaði við eldri bíla sem komnir eru úr ábyrgð. Við teljum að með þessum nýja lánamöguleika opnist tækifæri fyrir marga að skoða sín bílamál að nýju og jafnvel endurnýja yfir í nýjan sparneytnari bíl í ábyrgð,“ segir Loftur. Sala á nýjum bílum hefur ekki verið upp á marga fiska frá hruni en forsvarsmenn BL telja að fyrr eða síðar þurfi að liðka til svo venjulegt fólk geti nýtt sé þá kosti sem nýir bílar hafa umfram gamla bíla. „Það hafa orðið ótrúlegar framfarir í nýtingu eldsneytis í nýjum bílum á síðustu árum auk þess sem flestir nýir bílar eru núna búnir nýjasta öryggisbúnaði sem völ er á svo sem stöðugleikastýringu og fjölda öryggisloftpúða sem verja farþega ef til óhapps kemur,“ segir Loftur, en eldsneytisnotkun algengs bíls af árgerð 2005 getur verið allt að tvöföld samanborið við eyðslu nýs bíls í sama flokki í dag. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Vonir bílaumboðsins BL standa til þess að nýr valkostur í fjármögnun bílakaupa hvetji fólk í bílahugleiðingum til kaupa á nýjum bíl. BL, sem er með umboð fyrir Land Rover, BMW, Hyundai, Renault, Nissan, Subaru, Isuzu og Dacia, hefur hafið að bjóða ný vaxta- og kostnaðarlaus lán til kaupa á nýjum bílum. Lánin geta að hámarki numið 40 prósentum af andvirði nýs bíls. Kosti bíll 3,9 milljónir króna, má gefa sér að á þremur árum sparist 280 þúsund krónur sem annars hefðu farið í vexti og kostnað.Loftur Ágústsson„Við teljum að þessi nýi hagstæði lánamöguleiki sé mjög stórt og mikilvægt skref í þá átt að auðvelda okkar viðskiptavinum að kaupa nýjan bíl,“ segir Loftur Ágústsson, markaðsstjóri BL. „Við vitum að stór hluti viðskiptavina sem leita til okkar á orðið verulega upphæð í gamla bílnum sínum en veigrar sér samt við að skoða möguleikann á að kaupa nýjan bíl vegna kostnaðar við þau lán sem hafa verið í boði.“ Hann segir að með nýjum vaxta- og kostnaðarlausum lánum sé óvissuþátturinn fjarlægð úr dæminu og viðskiptavinurinn þurfi bara að átta sig á hvaða upphæð hann geti greitt á mánuði. Hún haldist síðan föst og óbreytt út allan lánstímann. „Bílafloti landsmanna er að eldast hraðar en æskilegt er og margir viðskiptavinir orðnir þreyttir á viðhaldskostnaði við eldri bíla sem komnir eru úr ábyrgð. Við teljum að með þessum nýja lánamöguleika opnist tækifæri fyrir marga að skoða sín bílamál að nýju og jafnvel endurnýja yfir í nýjan sparneytnari bíl í ábyrgð,“ segir Loftur. Sala á nýjum bílum hefur ekki verið upp á marga fiska frá hruni en forsvarsmenn BL telja að fyrr eða síðar þurfi að liðka til svo venjulegt fólk geti nýtt sé þá kosti sem nýir bílar hafa umfram gamla bíla. „Það hafa orðið ótrúlegar framfarir í nýtingu eldsneytis í nýjum bílum á síðustu árum auk þess sem flestir nýir bílar eru núna búnir nýjasta öryggisbúnaði sem völ er á svo sem stöðugleikastýringu og fjölda öryggisloftpúða sem verja farþega ef til óhapps kemur,“ segir Loftur, en eldsneytisnotkun algengs bíls af árgerð 2005 getur verið allt að tvöföld samanborið við eyðslu nýs bíls í sama flokki í dag.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira