Meðlimur Kiss spilar á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 9. janúar 2014 12:00 Bruce Kulick með þeim Paul Stanley og Gene Simmons á tónleikum Kiss. nordicphotos/getty „Við báðum hann bara um að koma og hann sagði bara já,“ segir Eiður Arnarson, bassaleikari hljómsveitarinnar Meik, léttur í lundu.Bruce Kulick, fyrrverandi gítarleikari Kiss, kemur fram með Meik á tónleikum undir lok mánaðarins en Meik er einmitt hljómsveit sem leikur lög til heiðurs Kiss. „Við erum í skýjunum að fá Bruce en hann kom með Kiss hingað til lands þegar þeir komu fram í Reiðhöllinni árið 1988,“ segir Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari sveitarinnar. Hann hefur verið í sambandi við Bruce síðan árið 2000 þar sem þeir hafa rætt gítarmál og almennt um tónlistarsöguna. Bruce lék í tólf ár með Kiss en auk þess hefur hann spilað með Michael Bolton, Meat Loaf og finnsku sveitinni Lordi svo dæmi séu tekin. Undanfarin ár hefur leikið með hljómsveitinni Grand Funk Railroad. Meðlimir hljómsveitarinnar Meiks eiga það allir sameiginlegt að vera eða hafa verið miklir Kiss-aðdáendur. „Ég var mikill aðdáandi fram undir fermingu en tók svo 25 ára pásu,“ bætir Eiður við. Í Meik eru fyrir þrír gítarleikarar, þeir Þráinn Árni, Einar Þór Jóhannsson og Jón Elvar Hafsteinsson og því ljóst að heyrast mun vel í gíturum á tónleikunum. Auk þeirra leikur Jóhann Hjörleifsson á trommur og Magni Ásgeirsson syngur.Tónleikarnir fara fram 31. janúar á Spot í Kópavogi en miðasala hefst á midi.is á morgun. Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Við báðum hann bara um að koma og hann sagði bara já,“ segir Eiður Arnarson, bassaleikari hljómsveitarinnar Meik, léttur í lundu.Bruce Kulick, fyrrverandi gítarleikari Kiss, kemur fram með Meik á tónleikum undir lok mánaðarins en Meik er einmitt hljómsveit sem leikur lög til heiðurs Kiss. „Við erum í skýjunum að fá Bruce en hann kom með Kiss hingað til lands þegar þeir komu fram í Reiðhöllinni árið 1988,“ segir Þráinn Árni Baldvinsson, gítarleikari sveitarinnar. Hann hefur verið í sambandi við Bruce síðan árið 2000 þar sem þeir hafa rætt gítarmál og almennt um tónlistarsöguna. Bruce lék í tólf ár með Kiss en auk þess hefur hann spilað með Michael Bolton, Meat Loaf og finnsku sveitinni Lordi svo dæmi séu tekin. Undanfarin ár hefur leikið með hljómsveitinni Grand Funk Railroad. Meðlimir hljómsveitarinnar Meiks eiga það allir sameiginlegt að vera eða hafa verið miklir Kiss-aðdáendur. „Ég var mikill aðdáandi fram undir fermingu en tók svo 25 ára pásu,“ bætir Eiður við. Í Meik eru fyrir þrír gítarleikarar, þeir Þráinn Árni, Einar Þór Jóhannsson og Jón Elvar Hafsteinsson og því ljóst að heyrast mun vel í gíturum á tónleikunum. Auk þeirra leikur Jóhann Hjörleifsson á trommur og Magni Ásgeirsson syngur.Tónleikarnir fara fram 31. janúar á Spot í Kópavogi en miðasala hefst á midi.is á morgun.
Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira