Kóngur á spítala Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. janúar 2014 06:00 Þrátt fyrir að vera nýskriðinn á fertugsaldurinn lagðist ég á skurðarborðið á þriðjudaginn. Brjósklos í mjóbakinu hefur angrað mig undanfarið hálft ár. Á biðstofuna mætti ég og hafði staðið með bók í hendi í líklega fimm mínútur þegar hjúkrunarfræðingur spurði hvort ég kynni ekki betur við að leggjast? Ég sagðist þiggja það með þökkum. Tveggja tíma bið reyndist öllu notalegri uppi í rúmi, með tilheyrandi dotti, en hún hefði verið á biðstofunni. Þótt tvær tilraunir tæki að setja upp æðalegg skipti það engu máli enda hjúkkan sérlega hress og skemmtileg. Á svæfingardeildina var mér rúllað með góðum kveðjum þar sem þrjár grímuklæddar konur tóku á móti mér. Voru þær í góðu stuði og vissu nákvæmlega hvernig fara ætti að sjúklingi sem væri vafalítið ögn kvíðinn fyrir svæfinguna. Þær kynntu sig allar með nafni og sögðust myndu hlýða mér yfir að aðgerð lokinni. Sem betur fer gerðu þær það ekki því ég man aðeins tvö af nöfnunum þremur. Skurðlæknirinn mætti hinn hressasti á svæðið að aðgerðinni lokinni. „Allt gekk ljómandi vel,“ sagði reynsluboltinn með hnífana eldhress og óskaði mér góðs gengis. Í höndum fagfólks var mér aftur rúllað inn á herbergið mitt þar sem jógúrt, ristað brauð með osti og djúsglas var sem vin í eyðimörk fastandi mannsins. Sjúkraþjálfarinn mætti í banastuði, gaf sér góðan tíma með mér með nóg af góðum ráðum í pokahorninu fyrir næstu vikur. Áður en yfir lauk ætlaði svo nýr hjúkrunarfræðingur á vakt ekki að leyfa mér að rölta einsamall út, þar sem farið beið mín, fyrr en ég hafði lofað því að taka því rólega næstu vikurnar. Og skola niður tveimur vatnsglösum í viðbót. Ég var bara maur í þeirri mergð sjúklinga af einum eða öðrum toga sem ganga inn og út af spítölum landsins á hverjum degi. Miðað við þjónustuna mætti ætla að ég væri af kóngafólki kominn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kolbeinn Tumi Daðason Tengdar fréttir Tekið sem sjálfsögðum hlut Lífið tekur stöðugum breytingum. Sumum fagnar maður en aðrar koma manni í opna skjöldu. Það er oft ekki fyrr en við breytingar sem fólk áttar sig á öllu því góða sem það hefur í langan tíma tekið sem sjálfsögðum hlut. 4. október 2013 06:00 Strákarnir okkar hvernig sem fer Ég man eftir fyrsta landsleiknum sem ég mætti á í Laugardalnum. Pabbi skutlaði mér og það reyndist lítið mál að fá miða. Samt voru Spánverjar mættir í heimsókn með stórstjörnur í flestum stöðum. 15. nóvember 2013 06:00 Nokkrar hoppandi fótboltagórillur Ég hef aldrei kynnst öðru eins spennufalli og á þriðjudagskvöldið þegar karlalandslið Íslands í knattspyrnu tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins. Afrek hafði unnist sem erfitt er að setja í samhengi. Það er hins vegar mikið og einstakt. 18. október 2013 00:01 Hvað finnst þér um byssur? Ferðalög til útlanda eru sjaldan jafnvel heppnuð og þegar maður sækir góða vini heim. Á framandi stöðum er gott að eiga góða að. 26. júlí 2013 08:00 Frá helvíti til himna Mínar verstu minningar úr grunnskóla eru úr skólasundi. Aldrei hlakkaði ég til að fara út í Vesturbæjarlaug og hlusta á sundkennarana þylja "beygja, kreppa, sundur, saman“. Í fjórar vikur, ár eftir ár, varð maður að láta sig hafa það. Ástæðan fyrir því hve leiðinlegt mér þótti í lauginni var einföld. Mér var fyrirmunað að læra sundtökin. 20. september 2013 07:00 Bliki í þrjár klukkustundir Það er erfitt að útskýra það og ég hef á tilfinningunni að maður megi ekki segja það. Maður gæti verið stimplaður þjóðernissinni, orð sem fólk hefur ólíkan skilning á en yfirleitt neikvæðan, eða þá væminn. 10. ágúst 2013 11:00 Heilög Francisca "Góðan daginn, Tumi minn,“ segir brosmildasta og skemmtilegasta afgreiðslukona heimsins þegar ég legg leið mína í Bónus úti á Granda. 1. nóvember 2013 06:00 Við sigruðum þá…næstum því Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir kollegum sínum frá Sviss í undankeppni heimsmeistaramótsins í Bern í kvöld. Sem fyrr mun stór hluti þjóðarinnar setjast við skjáinn með litlar opinberar væntingar en hjartað fullt af draumum. 6. september 2013 06:00 Hvers virði eru launin? Eru launin ekki miklu lægri?“ er spurning sem ég fæ reglulega frá fólki þegar það heyrir að ég hafi sagt upp starfi mínu sem byggingaverkfræðingur og sinni nú íþróttafréttamennsku. 12. júlí 2013 06:00 Árin í Landakotsskóla Ástæðan fyrir því að foreldrar mínir ákváðu að mér væri best borgið hjá kaþólikkunum í Landakotsskóla var einfaldlega sú að skólinn var handan götunnar. 29. nóvember 2013 06:00 Viltu kaffi? Tiltölulega nýlega fór þeim skiptum sem starfsmenn ÁTVR spurðu mig um skilríki að fækka. Allan þrítugsaldurinn, blessuð sé minning hans, var stundin jafnvandræðaleg þegar ég mætti á kassann. Verð ég spurður eða ekki? Vissara að rétta bara kortið til þess að koma í veg fyrir að þurfa að leita að ökuskírteininu til að sanna 28 ára aldur minn. 23. ágúst 2013 07:24 Misskilinn Á Þorláksmessu stóð ég í röð á kaffihúsi í miðborginni þegar ég hitti fyrrverandi kærustu vinar míns. 27. desember 2013 00:01 Og íþróttamaður ársins 2013 er… Í fyrsta skipti fæ ég að taka þátt í kjöri á íþróttamanni ársins. 13. desember 2013 09:08 Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Þrátt fyrir að vera nýskriðinn á fertugsaldurinn lagðist ég á skurðarborðið á þriðjudaginn. Brjósklos í mjóbakinu hefur angrað mig undanfarið hálft ár. Á biðstofuna mætti ég og hafði staðið með bók í hendi í líklega fimm mínútur þegar hjúkrunarfræðingur spurði hvort ég kynni ekki betur við að leggjast? Ég sagðist þiggja það með þökkum. Tveggja tíma bið reyndist öllu notalegri uppi í rúmi, með tilheyrandi dotti, en hún hefði verið á biðstofunni. Þótt tvær tilraunir tæki að setja upp æðalegg skipti það engu máli enda hjúkkan sérlega hress og skemmtileg. Á svæfingardeildina var mér rúllað með góðum kveðjum þar sem þrjár grímuklæddar konur tóku á móti mér. Voru þær í góðu stuði og vissu nákvæmlega hvernig fara ætti að sjúklingi sem væri vafalítið ögn kvíðinn fyrir svæfinguna. Þær kynntu sig allar með nafni og sögðust myndu hlýða mér yfir að aðgerð lokinni. Sem betur fer gerðu þær það ekki því ég man aðeins tvö af nöfnunum þremur. Skurðlæknirinn mætti hinn hressasti á svæðið að aðgerðinni lokinni. „Allt gekk ljómandi vel,“ sagði reynsluboltinn með hnífana eldhress og óskaði mér góðs gengis. Í höndum fagfólks var mér aftur rúllað inn á herbergið mitt þar sem jógúrt, ristað brauð með osti og djúsglas var sem vin í eyðimörk fastandi mannsins. Sjúkraþjálfarinn mætti í banastuði, gaf sér góðan tíma með mér með nóg af góðum ráðum í pokahorninu fyrir næstu vikur. Áður en yfir lauk ætlaði svo nýr hjúkrunarfræðingur á vakt ekki að leyfa mér að rölta einsamall út, þar sem farið beið mín, fyrr en ég hafði lofað því að taka því rólega næstu vikurnar. Og skola niður tveimur vatnsglösum í viðbót. Ég var bara maur í þeirri mergð sjúklinga af einum eða öðrum toga sem ganga inn og út af spítölum landsins á hverjum degi. Miðað við þjónustuna mætti ætla að ég væri af kóngafólki kominn.
Tekið sem sjálfsögðum hlut Lífið tekur stöðugum breytingum. Sumum fagnar maður en aðrar koma manni í opna skjöldu. Það er oft ekki fyrr en við breytingar sem fólk áttar sig á öllu því góða sem það hefur í langan tíma tekið sem sjálfsögðum hlut. 4. október 2013 06:00
Strákarnir okkar hvernig sem fer Ég man eftir fyrsta landsleiknum sem ég mætti á í Laugardalnum. Pabbi skutlaði mér og það reyndist lítið mál að fá miða. Samt voru Spánverjar mættir í heimsókn með stórstjörnur í flestum stöðum. 15. nóvember 2013 06:00
Nokkrar hoppandi fótboltagórillur Ég hef aldrei kynnst öðru eins spennufalli og á þriðjudagskvöldið þegar karlalandslið Íslands í knattspyrnu tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins. Afrek hafði unnist sem erfitt er að setja í samhengi. Það er hins vegar mikið og einstakt. 18. október 2013 00:01
Hvað finnst þér um byssur? Ferðalög til útlanda eru sjaldan jafnvel heppnuð og þegar maður sækir góða vini heim. Á framandi stöðum er gott að eiga góða að. 26. júlí 2013 08:00
Frá helvíti til himna Mínar verstu minningar úr grunnskóla eru úr skólasundi. Aldrei hlakkaði ég til að fara út í Vesturbæjarlaug og hlusta á sundkennarana þylja "beygja, kreppa, sundur, saman“. Í fjórar vikur, ár eftir ár, varð maður að láta sig hafa það. Ástæðan fyrir því hve leiðinlegt mér þótti í lauginni var einföld. Mér var fyrirmunað að læra sundtökin. 20. september 2013 07:00
Bliki í þrjár klukkustundir Það er erfitt að útskýra það og ég hef á tilfinningunni að maður megi ekki segja það. Maður gæti verið stimplaður þjóðernissinni, orð sem fólk hefur ólíkan skilning á en yfirleitt neikvæðan, eða þá væminn. 10. ágúst 2013 11:00
Heilög Francisca "Góðan daginn, Tumi minn,“ segir brosmildasta og skemmtilegasta afgreiðslukona heimsins þegar ég legg leið mína í Bónus úti á Granda. 1. nóvember 2013 06:00
Við sigruðum þá…næstum því Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir kollegum sínum frá Sviss í undankeppni heimsmeistaramótsins í Bern í kvöld. Sem fyrr mun stór hluti þjóðarinnar setjast við skjáinn með litlar opinberar væntingar en hjartað fullt af draumum. 6. september 2013 06:00
Hvers virði eru launin? Eru launin ekki miklu lægri?“ er spurning sem ég fæ reglulega frá fólki þegar það heyrir að ég hafi sagt upp starfi mínu sem byggingaverkfræðingur og sinni nú íþróttafréttamennsku. 12. júlí 2013 06:00
Árin í Landakotsskóla Ástæðan fyrir því að foreldrar mínir ákváðu að mér væri best borgið hjá kaþólikkunum í Landakotsskóla var einfaldlega sú að skólinn var handan götunnar. 29. nóvember 2013 06:00
Viltu kaffi? Tiltölulega nýlega fór þeim skiptum sem starfsmenn ÁTVR spurðu mig um skilríki að fækka. Allan þrítugsaldurinn, blessuð sé minning hans, var stundin jafnvandræðaleg þegar ég mætti á kassann. Verð ég spurður eða ekki? Vissara að rétta bara kortið til þess að koma í veg fyrir að þurfa að leita að ökuskírteininu til að sanna 28 ára aldur minn. 23. ágúst 2013 07:24
Misskilinn Á Þorláksmessu stóð ég í röð á kaffihúsi í miðborginni þegar ég hitti fyrrverandi kærustu vinar míns. 27. desember 2013 00:01
Og íþróttamaður ársins 2013 er… Í fyrsta skipti fæ ég að taka þátt í kjöri á íþróttamanni ársins. 13. desember 2013 09:08