Ein heimsstyrjöld og tvær ástarsögur Illugi Jökulsson skrifar 12. janúar 2014 14:00 Rúdolf. Á því ári sem nú er nýhafið verður þess minnst með margvíslegum hætti að í sumar verða hundrað ár frá því að fyrri heimsstyrjöldin braust út. Hún var einhver hrikalegasti hildarleikur sem mannkynið hafði háð fram að því, samkvæmt varlegum útreikningum létu um 15 milljónir manna lífið. Þótt þessi ógnarlegu átök hafi verið kölluð „heimsstyrjöld“ var í raun fyrst og fremst um Evrópustríð að ræða og orsök þess liggur í hinni flóknu stórveldapólitík sem álfan hafði lengi verið læst í. Vonandi fæ ég tækifæri til að fjalla nánar um það seinna á þessum vettvangi en í bili ætla ég að leiða hugann að þeirri persónulegu sögu sem varð kveikjan að ósköpunum. Flestir vita að sú kveikja var morðið á austurríska erkihertoganum Franz Ferdinand í lok júní 1914. Í örstuttu máli má rekja þá sögu svo: Hið forna stórveldi Tyrkja hafði síðustu 100 árin hrökklast nær alveg burt af Balkanskaga og þar voru sprottin upp ýmis ríki í staðinn. Öflugast þeirra var Serbía sem vildi eignast bæði Króatíu og Bosníu, en þau svæði hafði stórveldið Austurríki hrifsað af Tyrkjum þegar þeir hörfuðu. Herskáir Serbar gerðu út flokk ungra Bosníumanna sem réðust úr launsátri að ríkisarfa Austurríkis, fyrrnefndum Franz Ferdinand, þegar hann heimsótti höfuðborg Bosníu, Sarajevo. Tilgangurinn var sá einn að koma illu af stað í von um að Serbar fengju færi á að kasta eign sinni á Bosníu. Og illu komu þeir vissulega af stað. Austurríkismenn lýstu yfir stríði gegn Serbum sem leituðu hjálpar hjá vinum sínum Rússum, og Austurríkismenn leituðu þá til vina sinna Þjóðverja, og Rússar fengu þá stuðning vina sinna Frakka, og þannig fór öll hersing stórveldanna af stað í stríð.Hnignandi stórveldi Flestir sagnfræðingar telja að hagsmunabandalög stórveldanna hafi verið orðin svo niðurnjörvuð og tilbúin til átaka að útilokað sé annað en að til allsherjarstríðs í Evrópu hefði fyrr eða síðar komið – jafnvel þótt Franz Ferdinand hefði ekki verið myrtur af hryðjuverkamönnum Serba. Það er næstum áreiðanlega rétt, en þó er alls ekki líklegt að það stríð hefði brotist út strax 1914, hugsanlega ekki fyrr en tveimur til þremur árum seinna. Og þá vitum við ekkert hvernig það hefði endað. Hefði því til dæmis endilega lokið með svo algjöru hruni Þýskalands að uppgangur Adolfs Hitlers hefði verið óhjákvæmilegur? Eða með svo algjöru hruni Rússlands að valdarán Leníns og nóta hans hefði verið óhjákvæmilegt? Um það verður aldrei sagt, en það er altént mjög ofmælt – sem sumir örlagahyggjumenn í hópi sagnfræðinga halda fram – að morðið á Franz Ferdinand hafi engu máli skipt, allt hefði endað nánast nákvæmlega eins þótt hann hefði ekki verið drepinn. Það hefði nefnilega getað breytt ýmsu ef hann hefði ekki verið að þvælast suðrí Sarajevo, þar sem hann mátti reyndar vita að hryðjuverkamenn myndu sitja um líf hans. Austurríki var vissulega hnignandi stórveldi, en leyniþjónusta ríkisins var þó ekki verri en svo að þar á bæ vissu menn vel af áhuga Serba á að koma öllu í bál og brand. Og að innan um mannfjöldann sem kom forvitinn að heilsa upp á ríkisarfann þegar hann ók um götur Sarajevo gætu leynst launmorðingjar. Og hvað var Franz Ferdinand þá að þvælast þarna? Jú, það voru tvær ástarsögur sem leiddu til þess að 19 ára Serbi að nafni Gavrilo Princip fékk færi á að skjóta hann – með þessum líka hræðilegu afleiðingum. Árið 1848 eignuðust Austurríkismenn nýjan keisara, Franz Jósef að nafni. Hann gekk að eiga Elísabetu hertogadóttur af Bæjaralandi og þau eignuðust þrjár dætur og einn son, Rúdolf hét hann og fæddist 1858. Hann var sem sé krónprins og ríkisarfi föður síns. Rúmlega tvítugur var hann látinn giftast Stefaníu dóttur Belgíukóngs og þau eignuðust fljótlega eina dóttur, en síðan fór mjög að trosna úr því hjónabandi. Stefanía þótti hlédræg, íhaldsöm og satt að segja ekki mikið fjör í henni, en Rúdolf var afar frjálslyndur, bæði í skoðunum og einkalífi, og sláttur á honum hvar sem hann fór. Hann var sagður hafa smitað konu sína af kynsjúkdómi sem kom í veg fyrir frekari barneignir hennar. Brátt lifðu hjónin hvort sínu lífi og Rúdolf átti ýmsar ástkonur.Dauði í veiðihöll Seint á árinu 1888 kynntist hann 17 ára stúlku að nafni Marie Vetsera, faðir hennar var barón og diplómat við austurrísku hirðina, stúlkan mun hafa verið snotur, ástríðufull og brátt afar ástfangin af Rúdolf. Hann var þá þrítugur og þótt hann tæki nú upp ástarsamband við stúlkuna hélt hann áfram við að minnsta kosti eina af fyrri ástkonum sínum. Snemma að morgni 30. janúar 1889 fundust svo lík Rúdolfs og Marie í veiðihöll austurrísku hirðarinnar þar sem heitir Mayerling skammt frá Vínarborg. Þau höfðu bæði verið skotin og hin opinbera niðurstaða var sú að Rúdolf hefði skotið ástkonu sína og síðan fyrirfarið sér. Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og aldrei hefur fengist fullnægjandi skýring á þessum atburði. Sumir telja að Rúdolf hafi verið með dauðann á heilanum og halda því fram að hann hafi áður stungið upp á sameiginlegu sjálfsmorði við aðra ástkonu sína. Aðrir álíta að stúlkan Marie hafi fyllst örvæntingu þegar rann upp fyrir henni að hún myndi aldrei geta orðið Rúdolf annað en ástkona í felum en ekki opinber eiginkona, hún hafi þá jafnvel svipt sig lífi fyrst og hann þá ekki séð sér annan kost en fylgja henni. Enn aðrir að Rúdolf hafi myrt stúlkuna í einhverju ástaræði og svo ekki séð aðra leið út úr þeim vandræðum en að ganga fyrir ætternisstapa. Svo eru náttúrlega til ótal ótrúlegar samsæriskenningar um að Rúdolf hafi verið myrtur.Óspennandi ríkisarfi En hverju sem það sætir, þá má þó alveg bóka eitt. Ef Rúdolf hefði verið ríkisarfi Austurríkis sumarið 1914 þá hefði hann alveg áreiðanlega ekki verið að þvælast suðrí Sarajevo að skoða hersveitir og þannig nánast lagt sig á höggstokk hryðjuverkamanna Serba. Þeir eru reyndar til sem ímynda sér að hinar mjög svo frjálslyndu skoðanir Rúdolfs (miðað við það afturhaldshyski sem hann tilheyrði) hefðu með einhverjum hætti dregið úr spennu á Balkanskaga milli Serba og Austurríkismanna, það er ekki mjög líklegt en Rúdolf hefði þó altént aldrei verið drepinn af Gavrilo Princip. Og hin óhjákvæmilega (sic!) styrjöld hefði vel getað frestast um einhver ár, þangað til Rúdolf sjálfur hefði verið orðinn keisari. En hver átti nú að verða ríkisarfi? Einkadóttir Rúdolfs kom ekki til álita og því varð bróðursonur Franz Jósefs keisara fyrir valinu, fyrrnefndur Franz Ferdinand. Hann var nokkrum árum yngri en Rúdolf, afturhaldssamur og stífur í flestum skoðunum, leit á sig sem hermann og var heldur óspennandi fýr í alla staði. Aðeins einu sinni kviknaði líf undir vandlega vaxbornu yfirskegginu – þegar hann varð ástfanginn. Og sú ást var aldeilis endurgoldin – konan hét Soffía og var af bæheimskum aðalsættum, en engan veginn nógu fínum fyrir hirð Franz Jósefs. Keisarinn tjáði ríkisarfa sínum að Soffía þessi gæti aldrei orðið keisaraynja í Austurríki en Franz Ferdinand giftist henni samt, svo heltekinn var hann af ást til Soffíu sinnar. Andúð Franz Jósefs þýddi hins vegar að synir þeirra gætu aldrei orðið keisarar, og Soffía fékk aldrei að vera við hlið manns síns við opinberar athafnir í Vínarborg. Þetta var niðurlæging sem þau hjón tóku eins og hverju öðru hundsbiti en sumarið 1914 fengu þau sjaldgæft tækifæri til að koma fram opinberlega sem hjón, án þess að hún þyrfti að lúpast einhvers staðar langt á eftir eiginmanni sínum. Franz Ferdinand var nefnilega sem fyrr segir hermaður og nú var honum boðið í krafti hershöfðingjatignar sinnar að koma og skoða austurrísku herdeildirnar í Sarajevo. Og það var ástæðan fyrir því að Franz Ferdinand lagði í þá hættuför sem hvorki hann né Soffía sneru aftur úr. Ástin og löngunin til að vera með sinni heittelskuðu ollu því að fyrri heimsstyrjöldin braust út einmitt sumarið 1914. Annars hefði margt farið öðruvísi… Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Á því ári sem nú er nýhafið verður þess minnst með margvíslegum hætti að í sumar verða hundrað ár frá því að fyrri heimsstyrjöldin braust út. Hún var einhver hrikalegasti hildarleikur sem mannkynið hafði háð fram að því, samkvæmt varlegum útreikningum létu um 15 milljónir manna lífið. Þótt þessi ógnarlegu átök hafi verið kölluð „heimsstyrjöld“ var í raun fyrst og fremst um Evrópustríð að ræða og orsök þess liggur í hinni flóknu stórveldapólitík sem álfan hafði lengi verið læst í. Vonandi fæ ég tækifæri til að fjalla nánar um það seinna á þessum vettvangi en í bili ætla ég að leiða hugann að þeirri persónulegu sögu sem varð kveikjan að ósköpunum. Flestir vita að sú kveikja var morðið á austurríska erkihertoganum Franz Ferdinand í lok júní 1914. Í örstuttu máli má rekja þá sögu svo: Hið forna stórveldi Tyrkja hafði síðustu 100 árin hrökklast nær alveg burt af Balkanskaga og þar voru sprottin upp ýmis ríki í staðinn. Öflugast þeirra var Serbía sem vildi eignast bæði Króatíu og Bosníu, en þau svæði hafði stórveldið Austurríki hrifsað af Tyrkjum þegar þeir hörfuðu. Herskáir Serbar gerðu út flokk ungra Bosníumanna sem réðust úr launsátri að ríkisarfa Austurríkis, fyrrnefndum Franz Ferdinand, þegar hann heimsótti höfuðborg Bosníu, Sarajevo. Tilgangurinn var sá einn að koma illu af stað í von um að Serbar fengju færi á að kasta eign sinni á Bosníu. Og illu komu þeir vissulega af stað. Austurríkismenn lýstu yfir stríði gegn Serbum sem leituðu hjálpar hjá vinum sínum Rússum, og Austurríkismenn leituðu þá til vina sinna Þjóðverja, og Rússar fengu þá stuðning vina sinna Frakka, og þannig fór öll hersing stórveldanna af stað í stríð.Hnignandi stórveldi Flestir sagnfræðingar telja að hagsmunabandalög stórveldanna hafi verið orðin svo niðurnjörvuð og tilbúin til átaka að útilokað sé annað en að til allsherjarstríðs í Evrópu hefði fyrr eða síðar komið – jafnvel þótt Franz Ferdinand hefði ekki verið myrtur af hryðjuverkamönnum Serba. Það er næstum áreiðanlega rétt, en þó er alls ekki líklegt að það stríð hefði brotist út strax 1914, hugsanlega ekki fyrr en tveimur til þremur árum seinna. Og þá vitum við ekkert hvernig það hefði endað. Hefði því til dæmis endilega lokið með svo algjöru hruni Þýskalands að uppgangur Adolfs Hitlers hefði verið óhjákvæmilegur? Eða með svo algjöru hruni Rússlands að valdarán Leníns og nóta hans hefði verið óhjákvæmilegt? Um það verður aldrei sagt, en það er altént mjög ofmælt – sem sumir örlagahyggjumenn í hópi sagnfræðinga halda fram – að morðið á Franz Ferdinand hafi engu máli skipt, allt hefði endað nánast nákvæmlega eins þótt hann hefði ekki verið drepinn. Það hefði nefnilega getað breytt ýmsu ef hann hefði ekki verið að þvælast suðrí Sarajevo, þar sem hann mátti reyndar vita að hryðjuverkamenn myndu sitja um líf hans. Austurríki var vissulega hnignandi stórveldi, en leyniþjónusta ríkisins var þó ekki verri en svo að þar á bæ vissu menn vel af áhuga Serba á að koma öllu í bál og brand. Og að innan um mannfjöldann sem kom forvitinn að heilsa upp á ríkisarfann þegar hann ók um götur Sarajevo gætu leynst launmorðingjar. Og hvað var Franz Ferdinand þá að þvælast þarna? Jú, það voru tvær ástarsögur sem leiddu til þess að 19 ára Serbi að nafni Gavrilo Princip fékk færi á að skjóta hann – með þessum líka hræðilegu afleiðingum. Árið 1848 eignuðust Austurríkismenn nýjan keisara, Franz Jósef að nafni. Hann gekk að eiga Elísabetu hertogadóttur af Bæjaralandi og þau eignuðust þrjár dætur og einn son, Rúdolf hét hann og fæddist 1858. Hann var sem sé krónprins og ríkisarfi föður síns. Rúmlega tvítugur var hann látinn giftast Stefaníu dóttur Belgíukóngs og þau eignuðust fljótlega eina dóttur, en síðan fór mjög að trosna úr því hjónabandi. Stefanía þótti hlédræg, íhaldsöm og satt að segja ekki mikið fjör í henni, en Rúdolf var afar frjálslyndur, bæði í skoðunum og einkalífi, og sláttur á honum hvar sem hann fór. Hann var sagður hafa smitað konu sína af kynsjúkdómi sem kom í veg fyrir frekari barneignir hennar. Brátt lifðu hjónin hvort sínu lífi og Rúdolf átti ýmsar ástkonur.Dauði í veiðihöll Seint á árinu 1888 kynntist hann 17 ára stúlku að nafni Marie Vetsera, faðir hennar var barón og diplómat við austurrísku hirðina, stúlkan mun hafa verið snotur, ástríðufull og brátt afar ástfangin af Rúdolf. Hann var þá þrítugur og þótt hann tæki nú upp ástarsamband við stúlkuna hélt hann áfram við að minnsta kosti eina af fyrri ástkonum sínum. Snemma að morgni 30. janúar 1889 fundust svo lík Rúdolfs og Marie í veiðihöll austurrísku hirðarinnar þar sem heitir Mayerling skammt frá Vínarborg. Þau höfðu bæði verið skotin og hin opinbera niðurstaða var sú að Rúdolf hefði skotið ástkonu sína og síðan fyrirfarið sér. Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og aldrei hefur fengist fullnægjandi skýring á þessum atburði. Sumir telja að Rúdolf hafi verið með dauðann á heilanum og halda því fram að hann hafi áður stungið upp á sameiginlegu sjálfsmorði við aðra ástkonu sína. Aðrir álíta að stúlkan Marie hafi fyllst örvæntingu þegar rann upp fyrir henni að hún myndi aldrei geta orðið Rúdolf annað en ástkona í felum en ekki opinber eiginkona, hún hafi þá jafnvel svipt sig lífi fyrst og hann þá ekki séð sér annan kost en fylgja henni. Enn aðrir að Rúdolf hafi myrt stúlkuna í einhverju ástaræði og svo ekki séð aðra leið út úr þeim vandræðum en að ganga fyrir ætternisstapa. Svo eru náttúrlega til ótal ótrúlegar samsæriskenningar um að Rúdolf hafi verið myrtur.Óspennandi ríkisarfi En hverju sem það sætir, þá má þó alveg bóka eitt. Ef Rúdolf hefði verið ríkisarfi Austurríkis sumarið 1914 þá hefði hann alveg áreiðanlega ekki verið að þvælast suðrí Sarajevo að skoða hersveitir og þannig nánast lagt sig á höggstokk hryðjuverkamanna Serba. Þeir eru reyndar til sem ímynda sér að hinar mjög svo frjálslyndu skoðanir Rúdolfs (miðað við það afturhaldshyski sem hann tilheyrði) hefðu með einhverjum hætti dregið úr spennu á Balkanskaga milli Serba og Austurríkismanna, það er ekki mjög líklegt en Rúdolf hefði þó altént aldrei verið drepinn af Gavrilo Princip. Og hin óhjákvæmilega (sic!) styrjöld hefði vel getað frestast um einhver ár, þangað til Rúdolf sjálfur hefði verið orðinn keisari. En hver átti nú að verða ríkisarfi? Einkadóttir Rúdolfs kom ekki til álita og því varð bróðursonur Franz Jósefs keisara fyrir valinu, fyrrnefndur Franz Ferdinand. Hann var nokkrum árum yngri en Rúdolf, afturhaldssamur og stífur í flestum skoðunum, leit á sig sem hermann og var heldur óspennandi fýr í alla staði. Aðeins einu sinni kviknaði líf undir vandlega vaxbornu yfirskegginu – þegar hann varð ástfanginn. Og sú ást var aldeilis endurgoldin – konan hét Soffía og var af bæheimskum aðalsættum, en engan veginn nógu fínum fyrir hirð Franz Jósefs. Keisarinn tjáði ríkisarfa sínum að Soffía þessi gæti aldrei orðið keisaraynja í Austurríki en Franz Ferdinand giftist henni samt, svo heltekinn var hann af ást til Soffíu sinnar. Andúð Franz Jósefs þýddi hins vegar að synir þeirra gætu aldrei orðið keisarar, og Soffía fékk aldrei að vera við hlið manns síns við opinberar athafnir í Vínarborg. Þetta var niðurlæging sem þau hjón tóku eins og hverju öðru hundsbiti en sumarið 1914 fengu þau sjaldgæft tækifæri til að koma fram opinberlega sem hjón, án þess að hún þyrfti að lúpast einhvers staðar langt á eftir eiginmanni sínum. Franz Ferdinand var nefnilega sem fyrr segir hermaður og nú var honum boðið í krafti hershöfðingjatignar sinnar að koma og skoða austurrísku herdeildirnar í Sarajevo. Og það var ástæðan fyrir því að Franz Ferdinand lagði í þá hættuför sem hvorki hann né Soffía sneru aftur úr. Ástin og löngunin til að vera með sinni heittelskuðu ollu því að fyrri heimsstyrjöldin braust út einmitt sumarið 1914. Annars hefði margt farið öðruvísi…
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira