Draga úr mun milli virðisaukaþrepanna Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2014 08:00 Stýrihópur mun endurskoða neysluskatta og vörugjöld. Mynd/Eva Björk „Markmiðið er að draga úr muninum milli virðisaukaskattþrepanna og lækka efra þrepið sem þýðir auðvitað að neðra þrepið mun taka einhverjum breytingum til hækkunar,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið um áætlanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum sem hann kynnti á Skattadegi Deloitte í gær. Bjarni sagði að vinna væri hafin við endurskoðun neysluskatta og vörugjalda og hyggst ráðuneytið skipa stýrihóp um málið. „Samhliða þessu verða skoðaðar leiðir til að fella niður vörugjöld og gera aðrar ráðstafanir til að bregðast við neikvæðum áhrifum af hækkun neðra þrepsins,“ segir Bjarni. Hann segir efra skattþrepið, sem er 25,5%, alltof hátt en ekki raunhæft að stíga það skref að hafa allan virðisaukaskatt í einu þrepi. „Ég sé fyrir mér að nefndin taki það til skoðunar hvenær eða með hvaða hætti hægt er að vinna að því að hafa þetta í einu þrepi,“ segir Bjarni.Bjarni útilokar ekki að matvöruverð geti hækkað, en á móti kemur að aðrar nauðsynjavörur lækka.Mynd/GVAAðspurður um hvort hækkun á neðra þrepinu muni ekki óhjákvæmilega leiða til hærra verðs á matvörum segist hann ekki útiloka að svo geti farið. „Hins vegar munu ýmsar aðrar nauðsynjar lækka á móti, svo sem eldsneyti sem er í efra og almenna þrepinu,“ segir Bjarni. Hann segir áherslu verða lagða á að fella niður vörugjöld og tekur sem dæmi byggingarvörur ýmiskonar, en slíkt muni hafa áhrif á verðlag. Hann segir að frekar skuli nota bótakerfið en virðisaukaskattkerfið til að koma til móts við þá sem erfitt eiga með að ná endum saman. „Aðalatriðið til að styðja við þá sem eru í lægri launahópum er að gera það í gegnum breytingar á bótakerfinu,“ segir Bjarni en með hvaða hætti það yrði gert er enn óskoðað en það yrði einnig hlutverk nefndarinnar að skoða slíkar útfærslur. „Þar getur allt komið til skoðunar, allt frá barnabótum í einhvern annan sérstakan stuðning,“ segir Bjarni. Hann segir þessar breytingar ekki gerðar með tekjuöflun fyrir ríkið í huga. „Við erum að gera þetta til að gera kerfið skilvirkara, og einfaldara og skapa réttu hvatana, en það mun til lengri tíma litið gagnast betur í tekjuöflunarskyni fyrir ríkið,“ segir Bjarni. „Við viljum minnka þetta bil milli þrepa og breikka skattstofnana og horfum til lægra vöruverðs sem markmiðs,“ segir Bjarni að lokum og segist leggja áherslu á að þessari vinnu verði hraðað sem kostur er. Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
„Markmiðið er að draga úr muninum milli virðisaukaskattþrepanna og lækka efra þrepið sem þýðir auðvitað að neðra þrepið mun taka einhverjum breytingum til hækkunar,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við Fréttablaðið um áætlanir ríkisstjórnarinnar í skattamálum sem hann kynnti á Skattadegi Deloitte í gær. Bjarni sagði að vinna væri hafin við endurskoðun neysluskatta og vörugjalda og hyggst ráðuneytið skipa stýrihóp um málið. „Samhliða þessu verða skoðaðar leiðir til að fella niður vörugjöld og gera aðrar ráðstafanir til að bregðast við neikvæðum áhrifum af hækkun neðra þrepsins,“ segir Bjarni. Hann segir efra skattþrepið, sem er 25,5%, alltof hátt en ekki raunhæft að stíga það skref að hafa allan virðisaukaskatt í einu þrepi. „Ég sé fyrir mér að nefndin taki það til skoðunar hvenær eða með hvaða hætti hægt er að vinna að því að hafa þetta í einu þrepi,“ segir Bjarni.Bjarni útilokar ekki að matvöruverð geti hækkað, en á móti kemur að aðrar nauðsynjavörur lækka.Mynd/GVAAðspurður um hvort hækkun á neðra þrepinu muni ekki óhjákvæmilega leiða til hærra verðs á matvörum segist hann ekki útiloka að svo geti farið. „Hins vegar munu ýmsar aðrar nauðsynjar lækka á móti, svo sem eldsneyti sem er í efra og almenna þrepinu,“ segir Bjarni. Hann segir áherslu verða lagða á að fella niður vörugjöld og tekur sem dæmi byggingarvörur ýmiskonar, en slíkt muni hafa áhrif á verðlag. Hann segir að frekar skuli nota bótakerfið en virðisaukaskattkerfið til að koma til móts við þá sem erfitt eiga með að ná endum saman. „Aðalatriðið til að styðja við þá sem eru í lægri launahópum er að gera það í gegnum breytingar á bótakerfinu,“ segir Bjarni en með hvaða hætti það yrði gert er enn óskoðað en það yrði einnig hlutverk nefndarinnar að skoða slíkar útfærslur. „Þar getur allt komið til skoðunar, allt frá barnabótum í einhvern annan sérstakan stuðning,“ segir Bjarni. Hann segir þessar breytingar ekki gerðar með tekjuöflun fyrir ríkið í huga. „Við erum að gera þetta til að gera kerfið skilvirkara, og einfaldara og skapa réttu hvatana, en það mun til lengri tíma litið gagnast betur í tekjuöflunarskyni fyrir ríkið,“ segir Bjarni. „Við viljum minnka þetta bil milli þrepa og breikka skattstofnana og horfum til lægra vöruverðs sem markmiðs,“ segir Bjarni að lokum og segist leggja áherslu á að þessari vinnu verði hraðað sem kostur er.
Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira