Ástríða að koma á og viðhalda samtalinu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 12. janúar 2014 16:00 Jón Páll segist ekki vera leikstjóri sem geri ein-hverja ákveðna tegund af sýningum, aðferðir hans séu í stöðugri þróun. Fréttablaðið/GVA Þegar Hamlet var velt upp í umræðunni um verkefnaval Borgarleikhússins stóðst ég ekki freistinguna að takast á við það verkefni,“ segir Jón Páll Eyjólfsson leikstjóri spurður hvort uppsetningin á Hamlet hafi verið hans hugmynd. „Íslenski leikhúsheimurinn er lítill og það líður oft langur tími milli þess sem þessi klassísku verk eru sett upp hér. Þannig að þegar slíkt tækifæri gafst þá var það kall sem mér var ófært að svara ekki.“Er uppfærslan mjög ólík því sem áður hefur verið gert hér?„Ja, við erum ekki að leika okkur með neina óra um Hamlet. Þetta er þekktasta verk Shakespeares og mest leikna leikverk allra tíma sem þýðir að fólk hefur fyrirfram gefnar hugmyndir um verkið. Það hafa nánast allir séð eða upplifað Hamlet á einhvern hátt, jafnvel þeir sem aldrei hafa séð hann á leiksviði. Sá sem segir söguna hverju sinni notar ákveðnar myndir eða vísanir í sinn samtíma þannig að úr verður einhvers konar klippimynd. Nálgunin hjá okkur var að losna undan þessari óraplágu. Við búum í þannig samfélagi að ég sem listamaður get ekki vísað í sameiginlegan menningarheim eins og hægt var að gera fyrir tíu árum. Ég get ekki reitt mig á að öll þjóðin hafi séð sama sjónvarpsþátt eða sömu kvikmynd, það er úr sögunni. Þannig að með sumar tilvísanir getur þú lent í því að níutíu prósent af áhorfendum skilji ekkert hvað þú ert að fara. Við settum því dæmið þannig upp að við skulduðum áhorfendum það að taka ekki eitthvert vegið meðaltal af Hamlet og segja að svona ætti hann að vera heldur tókum þeirri áskorun að rannsaka verkið upp á nýtt. Fórum í grunninn á verkinu, sem er náttúrulega frumtexti Shakespeares og Helga Hálfdanarsonar, og skerptum á meiningunni án þess að fara í lægsta mögulega samnefnarann. Við höfum þann skýra ásetning að áhorfendur komi á sýningu, skilji verkið, finni til með persónunum og taki afstöðu í þeirri baráttu sem þær eiga í sín á milli.“Það hefur vakið töluverða athygli og umræðu að velja Ólaf Darra í hlutverk Hamlets, hvað hefurðu um það að segja?„Það er fyrsti áreksturinn við órana um Hamlet. Það er engin neðanmálslýsing í frumtexta Shakespeares um það hvernig Hamlet lítur út. Ég bara blæs á þessa umræðu. Við getum ekki birt þann heim sem áhorfandinn býst við, það er dautt leikhús. Ef fólk vill fá óra sína um eitthvað ákveðið staðfesta þá ætti það sennilega að gera eitthvað annað en mæta á þessa sýningu. Leikhús á að vera hugvíkkandi og gefa fólki færi á að rannsaka nýjar hliðar á mannlegu eðli.“Jón Páll hefur gert ýmsar ögrandi sýningar með mikilli þjóðfélagsgagnrýni með Mindgroup en einnig leikstýrt klassískum stykkjum eins og Músum og mönnum og nú Hamlet, hvernig fer það saman?„Það er sami ásetningurinn með þessu öllu; að eiga samtal við fólk. Ég er svo heppinn að vera í þeirri stöðu að geta með list minni átt samtal við áhorfendur. Þú vilt væntanlega ekki að sá sem á samtal við þig segi þér alltaf sömu söguna á sama hátt. Ég er ekki leikstjóri sem gerir „svona“ sýningar, með ákveðna fagurfræði og ákveðna aðferðafræði, ég er stöðugt að þróa hana. Í þessari sýningu settum við það skilyrði að skilnings áhorfenda væri krafist og þeir fengju að upplifa þessa frásögn og þetta verk Shakespeares þegar búið er að ýta í burtu því sem hefur fallið á það í aldanna rás. Eftir stendur kjarni verksins, án þess að við sem leikhópur höfum ákveðið það fyrirfram hver sá kjarni er. Við höfum skrælt utan af verkinu og leyft því að birtast sem hefur komið fram við þá skrælingu. Síðan verðum við að leggja það í dóm áhorfandans hver sá kjarni er. Við erum ekkert að segja þeim að verkið sé um þetta eða hitt.“Þú ert menntaður leikari, hvernig lá leiðin í leikstjórnina?„Ég lærði úti í London og lék um tíma hjá leikhúsum hér heima áður en ég fór að leikstýra. En ég hef alltaf haft þörf fyrir að taka virkan þátt í þjóðfélagsumræðunni og hafa áhrif á þær breytingar sem verða á þjóðfélaginu. Var í pólitík þegar ég var yngri, bauð mig fram bæði í bæjarstjórnar- og alþingiskosningum. Við náum ekki árangri nema með samvinnu og samvinna næst ekki nema við tölum saman. Það er mín ástríða að koma á og viðhalda samtalinu.“ Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Þegar Hamlet var velt upp í umræðunni um verkefnaval Borgarleikhússins stóðst ég ekki freistinguna að takast á við það verkefni,“ segir Jón Páll Eyjólfsson leikstjóri spurður hvort uppsetningin á Hamlet hafi verið hans hugmynd. „Íslenski leikhúsheimurinn er lítill og það líður oft langur tími milli þess sem þessi klassísku verk eru sett upp hér. Þannig að þegar slíkt tækifæri gafst þá var það kall sem mér var ófært að svara ekki.“Er uppfærslan mjög ólík því sem áður hefur verið gert hér?„Ja, við erum ekki að leika okkur með neina óra um Hamlet. Þetta er þekktasta verk Shakespeares og mest leikna leikverk allra tíma sem þýðir að fólk hefur fyrirfram gefnar hugmyndir um verkið. Það hafa nánast allir séð eða upplifað Hamlet á einhvern hátt, jafnvel þeir sem aldrei hafa séð hann á leiksviði. Sá sem segir söguna hverju sinni notar ákveðnar myndir eða vísanir í sinn samtíma þannig að úr verður einhvers konar klippimynd. Nálgunin hjá okkur var að losna undan þessari óraplágu. Við búum í þannig samfélagi að ég sem listamaður get ekki vísað í sameiginlegan menningarheim eins og hægt var að gera fyrir tíu árum. Ég get ekki reitt mig á að öll þjóðin hafi séð sama sjónvarpsþátt eða sömu kvikmynd, það er úr sögunni. Þannig að með sumar tilvísanir getur þú lent í því að níutíu prósent af áhorfendum skilji ekkert hvað þú ert að fara. Við settum því dæmið þannig upp að við skulduðum áhorfendum það að taka ekki eitthvert vegið meðaltal af Hamlet og segja að svona ætti hann að vera heldur tókum þeirri áskorun að rannsaka verkið upp á nýtt. Fórum í grunninn á verkinu, sem er náttúrulega frumtexti Shakespeares og Helga Hálfdanarsonar, og skerptum á meiningunni án þess að fara í lægsta mögulega samnefnarann. Við höfum þann skýra ásetning að áhorfendur komi á sýningu, skilji verkið, finni til með persónunum og taki afstöðu í þeirri baráttu sem þær eiga í sín á milli.“Það hefur vakið töluverða athygli og umræðu að velja Ólaf Darra í hlutverk Hamlets, hvað hefurðu um það að segja?„Það er fyrsti áreksturinn við órana um Hamlet. Það er engin neðanmálslýsing í frumtexta Shakespeares um það hvernig Hamlet lítur út. Ég bara blæs á þessa umræðu. Við getum ekki birt þann heim sem áhorfandinn býst við, það er dautt leikhús. Ef fólk vill fá óra sína um eitthvað ákveðið staðfesta þá ætti það sennilega að gera eitthvað annað en mæta á þessa sýningu. Leikhús á að vera hugvíkkandi og gefa fólki færi á að rannsaka nýjar hliðar á mannlegu eðli.“Jón Páll hefur gert ýmsar ögrandi sýningar með mikilli þjóðfélagsgagnrýni með Mindgroup en einnig leikstýrt klassískum stykkjum eins og Músum og mönnum og nú Hamlet, hvernig fer það saman?„Það er sami ásetningurinn með þessu öllu; að eiga samtal við fólk. Ég er svo heppinn að vera í þeirri stöðu að geta með list minni átt samtal við áhorfendur. Þú vilt væntanlega ekki að sá sem á samtal við þig segi þér alltaf sömu söguna á sama hátt. Ég er ekki leikstjóri sem gerir „svona“ sýningar, með ákveðna fagurfræði og ákveðna aðferðafræði, ég er stöðugt að þróa hana. Í þessari sýningu settum við það skilyrði að skilnings áhorfenda væri krafist og þeir fengju að upplifa þessa frásögn og þetta verk Shakespeares þegar búið er að ýta í burtu því sem hefur fallið á það í aldanna rás. Eftir stendur kjarni verksins, án þess að við sem leikhópur höfum ákveðið það fyrirfram hver sá kjarni er. Við höfum skrælt utan af verkinu og leyft því að birtast sem hefur komið fram við þá skrælingu. Síðan verðum við að leggja það í dóm áhorfandans hver sá kjarni er. Við erum ekkert að segja þeim að verkið sé um þetta eða hitt.“Þú ert menntaður leikari, hvernig lá leiðin í leikstjórnina?„Ég lærði úti í London og lék um tíma hjá leikhúsum hér heima áður en ég fór að leikstýra. En ég hef alltaf haft þörf fyrir að taka virkan þátt í þjóðfélagsumræðunni og hafa áhrif á þær breytingar sem verða á þjóðfélaginu. Var í pólitík þegar ég var yngri, bauð mig fram bæði í bæjarstjórnar- og alþingiskosningum. Við náum ekki árangri nema með samvinnu og samvinna næst ekki nema við tölum saman. Það er mín ástríða að koma á og viðhalda samtalinu.“
Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira