Stærsta bransahátíð í Evrópu Gunnar Leó Pálsson skrifar 14. janúar 2014 10:15 Vintage Caravan kemur fram á Eurosonic en Rás 2 valdi sveitina til að koma fram. fréttablaðið/vilhelm „Þetta er stærsta bransahátíðin í Evrópu og getur því verið mikill stökkpallur fyrir hljómsveitir,“ segir Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Útóns, um Eurosonic-hátíðina sem hefst á morgun í Hollandi. Áhorfendur hátíðarinnar eru ekki þessir dæmigerðu áhorfendur sem sækja tónlistarhátíðir vegna þess að flestir eru starfandi í tónlistargeiranum og eru ýmist bókarar fyrir tónlistarhátíðir, umboðsmenn eða aðrir aðilar tengdir tónlistargeiranum. „Þessi hátíð er upprunalega sett saman af evrópskum útvarpsstöðum og aðstandendum evrópskra sumartónlistarfestivala og hefur þróast í að vera ansi stór vettvangur fyrir til dæmis bókara ýmissa festivala og þá sem að vilja uppgötva nýja tónlist,“ útskýrir Sigtryggur. Sigtryggur og Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves-hátíðarinnar eru á leið á hátíðina og verða með kynningu á íslenskri tónlist á hátíðinni.Ásgeir Trausti kemur fram á Eurosonic annað árið í röð og fær afhent Ebba-verðlaunin.fréttablaðið/vilhelmÍ ár koma fram sex íslenskar hljómsveitir; Ásgeir Trausti, Berndsen, Hermigervill, Oyama, Sísý Ey og Vintage Caravan en þær eru valdar af bókarateymi á vegum Eurosonic. „Vintage Caravan var hins vegar valin af Rás 2 því útvarpsstöðvar í Evrópu fá að velja sveit til að koma fram á hátíðinni.“ Það getur verið erfitt að komast inn á hátíðina. „Það kemur alltaf fulltrúi frá Eurosonic á Airwaves-hátíðina og skoðar íslenskar hljómsveitir en það getur verið erfitt að komast inn á hátíðina,“ segir Grímur Atlason. Á hátíðinni verða Ebba-verðlaunin einnig veitt og eiga Íslendingar sigurvegara annað árið í röð.Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Útóns, segir hátíðina stökkpall fyrir listamenn.fréttablaðið/arnþór„Þetta eru verðlaun sem eru veitt listamönnum sem hafa staðið sig vel utan heimalands síns og vakið athygli í Evrópu,“ segir Grímur. Í fyrra hlutu Of Monsters and Men verðlaunin og í ár fær Ásgeir Trausti þau. Þekkt nöfn sem unnið hafa til verðlauna eru Adele, Mumford and Sons og Damien Rice. Hljómsveitir geta fengið mikla athygli á hátíðinni enda mikið af svokölluðu bransafólki á hátíðinni sem getur látið hlutina gerast. „Hljómsveitin Fm Belfast fékk til dæmis mikla athygli árið 2010 og margar bókanir í kjölfar hátíðarinnar,“ bætir Grímur við. Ásgeir Trausti spilaði á hátíðinni í fyrra og síðan þá hefur hann landað útgáfusamningi og höfundarréttarsamningi og má eflaust segja að Eurosonic hafi hjálpað til. „Ætli hljómsveitin Franz Ferdinand sé ekki stærsta nafnið sem hefur skotist upp á stjörnuhimininn í gegnum hátíðina,“ segir Grímur. Á ári hverju er ein svokölluð fókusþjóð á hátíðinni sem færir henni sérstaka athygli en komið hefur til tals að Ísland verði fókusþjóð Eurosonic árið 2015 og gæti það gert ýmislegt fyrir íslenska tónlist. Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta er stærsta bransahátíðin í Evrópu og getur því verið mikill stökkpallur fyrir hljómsveitir,“ segir Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Útóns, um Eurosonic-hátíðina sem hefst á morgun í Hollandi. Áhorfendur hátíðarinnar eru ekki þessir dæmigerðu áhorfendur sem sækja tónlistarhátíðir vegna þess að flestir eru starfandi í tónlistargeiranum og eru ýmist bókarar fyrir tónlistarhátíðir, umboðsmenn eða aðrir aðilar tengdir tónlistargeiranum. „Þessi hátíð er upprunalega sett saman af evrópskum útvarpsstöðum og aðstandendum evrópskra sumartónlistarfestivala og hefur þróast í að vera ansi stór vettvangur fyrir til dæmis bókara ýmissa festivala og þá sem að vilja uppgötva nýja tónlist,“ útskýrir Sigtryggur. Sigtryggur og Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves-hátíðarinnar eru á leið á hátíðina og verða með kynningu á íslenskri tónlist á hátíðinni.Ásgeir Trausti kemur fram á Eurosonic annað árið í röð og fær afhent Ebba-verðlaunin.fréttablaðið/vilhelmÍ ár koma fram sex íslenskar hljómsveitir; Ásgeir Trausti, Berndsen, Hermigervill, Oyama, Sísý Ey og Vintage Caravan en þær eru valdar af bókarateymi á vegum Eurosonic. „Vintage Caravan var hins vegar valin af Rás 2 því útvarpsstöðvar í Evrópu fá að velja sveit til að koma fram á hátíðinni.“ Það getur verið erfitt að komast inn á hátíðina. „Það kemur alltaf fulltrúi frá Eurosonic á Airwaves-hátíðina og skoðar íslenskar hljómsveitir en það getur verið erfitt að komast inn á hátíðina,“ segir Grímur Atlason. Á hátíðinni verða Ebba-verðlaunin einnig veitt og eiga Íslendingar sigurvegara annað árið í röð.Sigtryggur Baldursson, framkvæmdastjóri Útóns, segir hátíðina stökkpall fyrir listamenn.fréttablaðið/arnþór„Þetta eru verðlaun sem eru veitt listamönnum sem hafa staðið sig vel utan heimalands síns og vakið athygli í Evrópu,“ segir Grímur. Í fyrra hlutu Of Monsters and Men verðlaunin og í ár fær Ásgeir Trausti þau. Þekkt nöfn sem unnið hafa til verðlauna eru Adele, Mumford and Sons og Damien Rice. Hljómsveitir geta fengið mikla athygli á hátíðinni enda mikið af svokölluðu bransafólki á hátíðinni sem getur látið hlutina gerast. „Hljómsveitin Fm Belfast fékk til dæmis mikla athygli árið 2010 og margar bókanir í kjölfar hátíðarinnar,“ bætir Grímur við. Ásgeir Trausti spilaði á hátíðinni í fyrra og síðan þá hefur hann landað útgáfusamningi og höfundarréttarsamningi og má eflaust segja að Eurosonic hafi hjálpað til. „Ætli hljómsveitin Franz Ferdinand sé ekki stærsta nafnið sem hefur skotist upp á stjörnuhimininn í gegnum hátíðina,“ segir Grímur. Á ári hverju er ein svokölluð fókusþjóð á hátíðinni sem færir henni sérstaka athygli en komið hefur til tals að Ísland verði fókusþjóð Eurosonic árið 2015 og gæti það gert ýmislegt fyrir íslenska tónlist.
Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira