Keypti þúsund nýja fólksbíla árið 2013 Haraldur Guðmundsson skrifar 15. janúar 2014 07:15 Sala á nýjum fólksbílum til bílaleiga nam um fjörtíu prósentum af heildarsölu síðasta árs. Fréttablaðið/Pjetur „Við erum stærsta bílaleiga landsins og þurfum að endurnýja flotann um hér um bil þúsund bíla á ári ef við ætlum að halda sjó í samkeppninni,“ segir Bergþór Karlsson, framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar. Fyrirtækið keypti um eitt þúsund nýja fólksbíla á síðasta ári eða um fjórtán prósent af heildarsölu nýrra fólksbíla. Á sama tíma dróst sala á nýjum fólksbílum saman um átta prósent miðað við árið 2012. „Hins vegar drógum við úr bílakaupum á síðasta ári miðað við árið á undan því bílaleigur lentu í óhagkvæmara rekstrarumhverfi en árið áður þegar gjöld sem við greiðum til hins opinbera hækkuðu,“ segir Bergþór.Bergþór Karlsson.Bílaleigan á um þrjú þúsund bíla yfir háannatímann á sumrin, eða um fjórðung allra bílaleigubíla í landinu. Krafan um endurnýjun þýðir að fjöldi bílaleigubíla fer í sölu á almennum markaði á hverju ári. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir þessa þróun óæskilega því endurnýjun íslenska bílaflotans fer nú að stórum hluta í gegnum bílaleigurnar. Hann segir sölu á nýjum fólksbílum til bílaleiga hafa numið um fjörtíu prósentum af heildarsölu síðasta árs. Hlutfallið var enn hærra árið 2010, eða um sextíu prósent.Özur Lárusson.„Það hefur verið stöðugur uppgangur í ferðaþjónustunni á síðustu árum og bílaleigurnar hafa blásið út vegna aukinnar eftirspurnar og það er gott mál. Á sama tíma hefur fjölskyldubíllinn setið eftir og flotinn orðið einsleitari því margar bílaleigur nota bíla frá ákveðnum framleiðendum,“ segir Özur. „Við myndum eðlilega vilja sjá hraðari endurnýjun á bílaflotanum í gegnum hinn almenna neytanda en ekki að stórum hluta í gegnum bílaleigurnar eins og þetta hefur verið síðan 2010.“ Özur segir Bílgreinasambandið spá aukinni bílasölu á þessu ári og nefnir fimmtán prósenta aukningu í sölu á fólksbílum. „Við teljum að þörfin sé brýn því meðalaldur fólksbílaflotans hér á landi er tólf ár á meðan hann er 8,3 ár innan Evrópusambandsins. Á meðan sitjum við eftir með óöruggari bíla sem menga meira þar sem bílar sem voru framleiddir fyrir aldamót eyða um fjörtíu prósent meira eldsneyti en bílar sömu gerðar gera í dag.“ Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
„Við erum stærsta bílaleiga landsins og þurfum að endurnýja flotann um hér um bil þúsund bíla á ári ef við ætlum að halda sjó í samkeppninni,“ segir Bergþór Karlsson, framkvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar. Fyrirtækið keypti um eitt þúsund nýja fólksbíla á síðasta ári eða um fjórtán prósent af heildarsölu nýrra fólksbíla. Á sama tíma dróst sala á nýjum fólksbílum saman um átta prósent miðað við árið 2012. „Hins vegar drógum við úr bílakaupum á síðasta ári miðað við árið á undan því bílaleigur lentu í óhagkvæmara rekstrarumhverfi en árið áður þegar gjöld sem við greiðum til hins opinbera hækkuðu,“ segir Bergþór.Bergþór Karlsson.Bílaleigan á um þrjú þúsund bíla yfir háannatímann á sumrin, eða um fjórðung allra bílaleigubíla í landinu. Krafan um endurnýjun þýðir að fjöldi bílaleigubíla fer í sölu á almennum markaði á hverju ári. Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, segir þessa þróun óæskilega því endurnýjun íslenska bílaflotans fer nú að stórum hluta í gegnum bílaleigurnar. Hann segir sölu á nýjum fólksbílum til bílaleiga hafa numið um fjörtíu prósentum af heildarsölu síðasta árs. Hlutfallið var enn hærra árið 2010, eða um sextíu prósent.Özur Lárusson.„Það hefur verið stöðugur uppgangur í ferðaþjónustunni á síðustu árum og bílaleigurnar hafa blásið út vegna aukinnar eftirspurnar og það er gott mál. Á sama tíma hefur fjölskyldubíllinn setið eftir og flotinn orðið einsleitari því margar bílaleigur nota bíla frá ákveðnum framleiðendum,“ segir Özur. „Við myndum eðlilega vilja sjá hraðari endurnýjun á bílaflotanum í gegnum hinn almenna neytanda en ekki að stórum hluta í gegnum bílaleigurnar eins og þetta hefur verið síðan 2010.“ Özur segir Bílgreinasambandið spá aukinni bílasölu á þessu ári og nefnir fimmtán prósenta aukningu í sölu á fólksbílum. „Við teljum að þörfin sé brýn því meðalaldur fólksbílaflotans hér á landi er tólf ár á meðan hann er 8,3 ár innan Evrópusambandsins. Á meðan sitjum við eftir með óöruggari bíla sem menga meira þar sem bílar sem voru framleiddir fyrir aldamót eyða um fjörtíu prósent meira eldsneyti en bílar sömu gerðar gera í dag.“
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira