Hér þarf síður að búa til útlitsgalla Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. janúar 2014 07:00 Sums staðar er talið geta ýtt undir ranghugmyndir um fjöldaframleiðslu og færibönd ef skyndibiti er of einsleitur. Pizza Hut hefur gripið til sinna ráða. Fréttablaðið/E.Ól. Tilmæli aðalstöðva Pizza Hut í Bandaríkjunum eru að vísvitandi skuli gera misfellur í útliti á pizzum sem seldar eru undir merkjum fyrirtækisins. Fréttaveita AP segir að merki um þetta kunni að vera loftbólur og ostslettur á skorpu, allt til þess að undirstrika að flatbökurnar séu búnar til á staðnum. AP hefur eftir Carrie Walsh, yfirmarkaðsstjóra Pizza Hut, að nú sé hluti af þjálfun nýs starfskrafts að innræta „aukið frelsi“ þegar flattir eru út pizzubotnar. Kökukefli hafa til dæmis verið gerð útlæg. Markmiðið er að maturinn líti betur út og hafi ekki á sér það yfirbragð að hafa komið af færibandi einhvers staðar. Sums staðar í heiminum hefur þess orðið vart að fólk snúi baki við unninni matvöru og skyndibita sem þyki einsleitur og hafi ávallt sömu lögun.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Pizza Hut á Íslandi og í Finnlandi, segir tilmæli markaðsdeildar höfuðstöðva Pizza Hut í Bandaríkjunum eiga misvel við eftir markaðssvæðum.Þórdís Lóa ÞórhallsdóttirFréttablaðið/Anton„Hjá okkur, og í báðum löndum, er hver einasta pizza búin til í höndunum, en þetta eru áhyggjur sem þeir hafa haft í Bandaríkjunum og í Kína,“ segir Þórdís Lóa og kveðst efast um að hér hafi nokkrum manni dottið í hug að pizzur fyrirtækisins kæmu frosnar og tilbúnar. „Hins vegar þegar koma línur um eitt og annað frá Pizza Hut þá fylgjum við því ef það á við markaðinn sem við erum á,“ segir Þórdís Lóa. Pizza Hut sé gríðarlega stórt, eitt af hundrað þekktustu vörumerkjum heim og með um fimmtán þúsund sölustaði um heim allan. Í slíku umfangi geti komið upp ólíkir hlutir sem taka þurfi á. Þannig hafi Kínverjar þurft að taka niður salatbari og hætta með hádegishlaðborð vegna hamsturs viðskiptavina. „Þá kom kannski einhver og bjó til fjall úr salatskálunum og svo borðaði heil fjölskylda af því.“ Sem dæmi um fylgni við alþjóðlega staðla Pizza Hut bendir Þórdís Lóa á að núna sé verið að ljúka innleiðingu á þjálfunarkerfi sem búið sé að myndgera í tölvu. „Svolítið eins og verið sé að leika tölvuleik. Þetta kemur beint frá Dallas og fer þvert yfir allan heiminn.“ Hér heima er sem stendur einn Pizza Hut veitingastaður, en úti í Finnlandi rekur Þórdís Lóa níu staði. Hún segir þó ekki loku fyrir það skotið að stöðum fjölgi á Íslandi eftir því sem hagkerfið réttir úr kútnum. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Tilmæli aðalstöðva Pizza Hut í Bandaríkjunum eru að vísvitandi skuli gera misfellur í útliti á pizzum sem seldar eru undir merkjum fyrirtækisins. Fréttaveita AP segir að merki um þetta kunni að vera loftbólur og ostslettur á skorpu, allt til þess að undirstrika að flatbökurnar séu búnar til á staðnum. AP hefur eftir Carrie Walsh, yfirmarkaðsstjóra Pizza Hut, að nú sé hluti af þjálfun nýs starfskrafts að innræta „aukið frelsi“ þegar flattir eru út pizzubotnar. Kökukefli hafa til dæmis verið gerð útlæg. Markmiðið er að maturinn líti betur út og hafi ekki á sér það yfirbragð að hafa komið af færibandi einhvers staðar. Sums staðar í heiminum hefur þess orðið vart að fólk snúi baki við unninni matvöru og skyndibita sem þyki einsleitur og hafi ávallt sömu lögun.Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Pizza Hut á Íslandi og í Finnlandi, segir tilmæli markaðsdeildar höfuðstöðva Pizza Hut í Bandaríkjunum eiga misvel við eftir markaðssvæðum.Þórdís Lóa ÞórhallsdóttirFréttablaðið/Anton„Hjá okkur, og í báðum löndum, er hver einasta pizza búin til í höndunum, en þetta eru áhyggjur sem þeir hafa haft í Bandaríkjunum og í Kína,“ segir Þórdís Lóa og kveðst efast um að hér hafi nokkrum manni dottið í hug að pizzur fyrirtækisins kæmu frosnar og tilbúnar. „Hins vegar þegar koma línur um eitt og annað frá Pizza Hut þá fylgjum við því ef það á við markaðinn sem við erum á,“ segir Þórdís Lóa. Pizza Hut sé gríðarlega stórt, eitt af hundrað þekktustu vörumerkjum heim og með um fimmtán þúsund sölustaði um heim allan. Í slíku umfangi geti komið upp ólíkir hlutir sem taka þurfi á. Þannig hafi Kínverjar þurft að taka niður salatbari og hætta með hádegishlaðborð vegna hamsturs viðskiptavina. „Þá kom kannski einhver og bjó til fjall úr salatskálunum og svo borðaði heil fjölskylda af því.“ Sem dæmi um fylgni við alþjóðlega staðla Pizza Hut bendir Þórdís Lóa á að núna sé verið að ljúka innleiðingu á þjálfunarkerfi sem búið sé að myndgera í tölvu. „Svolítið eins og verið sé að leika tölvuleik. Þetta kemur beint frá Dallas og fer þvert yfir allan heiminn.“ Hér heima er sem stendur einn Pizza Hut veitingastaður, en úti í Finnlandi rekur Þórdís Lóa níu staði. Hún segir þó ekki loku fyrir það skotið að stöðum fjölgi á Íslandi eftir því sem hagkerfið réttir úr kútnum.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira