Margar spurningar enn á lofti um MP Þorgils Jónsson skrifar 18. janúar 2014 08:00 Spurningar hafa vaknað um tengsl ýmissa stjórnenda bankans við forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar í samhengi við setningu frímarks vegna bankaskatts. Fréttablaðið/valli „Það eru margar spurningar sem vakna og þess vegna þarf að fá fram skýringar, sérstaklega út af þessum ríku tengslum, sem komu nokkuð á óvart,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um boðaðan fund í efnahags- og viðskiptanefnd á mánudag þar sem fjallað verður um ákvörðun 50 milljarða frískuldamarks vegna bankaskatts. Umræða hefur verið á lofti um tengsl milli stjórnarflokkanna og MP banka í því ljósi að ávörðunin um 50 milljarða frímarkið kom MP banka betur en flestum fjármálafyrirtækjum. Fram hefur komið að einn af framkvæmdastjórum MP banka er Sigurður Hannesson, sem er náinn ráðgjafi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, og Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP, banka er giftur systur Sigmundar Davíðs. Þá er Benedikt Gíslason, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá MP banka, nú ráðgjafi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.Lítur illa út Innan bankageirans þykir þessi ákvörðun orka tvímælis, bæði hvernig þessi upphæð hafi komið til, sem og tengingarnar milli MP banka og stjórnarinnar. Hvernig sem þetta hafi komið til, líti það altjent illa út, sagði einn viðmælandi Fréttablaðsins sem ekki vildi koma fram undir nafni. Forsvarsmenn Landsbanka og Arion banka vildu ekki tjá sig um málið og í svari frá Íslandsbanka var ekki vikið sérstaklega að 50 milljarða frískuldamarkinu, heldur deilt á bankaskattinn og íþyngjandi áhrif hans á banka hérlendis. Forsætisráðherra vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður hans, sagði að ekkert væri hæft í vangaveltum um tengsl inn í MP-banka og setningu frímarksins. Það væri alls ekki inni á borði forsætisráðuneytisins. Ekki náðist í fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar og upplýsingar sem Fréttablaðið óskaði eftir frá fjármálaráðuneytinu um tilurð 50 milljarða marksins bárust ekki í gær.FRosti sigurjónssonFrosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, hafnar því í samtali við Fréttablaðið að þessi tengsl hafi nokkuð að gera með ákvörðunina og nefndin hafi ekki lagt mat á áhrif frímarksins á einstaka banka. Fjármálaráðuneytið hafi ákvarðað upphæðina og vafasamt sé hvort það sé hlutverk alþingismanna í nefndinni að „velja banka inn eða út“ úr markinu. „Þarna eru einhver tengsl og vensl, en það er ekki þar með sagt að þar sé einhver sekt á ferðinni,“ segir Frosti. Hann segir að nefndarfólk hafi verið meðvitað, í ljósi athugasemda frá slitastjórnum, að allt sem þau gerðu í málinu gæti orkað tvímælis fyrir dómstólum, ákvæðu þær að fara þá leið fyrir þessi lög. „Þess vegna vorum við mjög á tánum að passa að allt væri eins vandað og hægt væri, og það dettur engum í hug að gera eitthvað sem orkar tvímælis við slíkar aðstæður. Það er enginn hvati til þess, heldur þvert á móti stórhættulegt. Ég trúi ekki að nokkrum detti slíkt í hug.“Mun lægra frímark lagt til Í umsögnum vegna bankaskattsins lögðu Straumur og Samband íslenskra sparisjóða til frímörk, annars vegar sjö milljarða og hins vegar þriggja milljarða, en það var áður en skattprósentan hækkaði margfalt eftir að ákveðið var að nýta skattinn til að fjármagna lánaleiðréttingaáætlun ríkisstjórnarinnar. Frosti segir að eftir það hafi nefndarmenn haft áhyggjur af áhrifunum á minni banka og fagnað hækkun marksins, án þess að velta fyrir sér áhrifum þess á einstök fjármálafyrirtæki. Frosti segir að langbest sé að allt sé uppi á borðum í þessum málum. „Það er ekkert hér sem þolir ekki dagsins ljós. Þess vegna fagna ég því að fjölmiðlar skoði málið.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
„Það eru margar spurningar sem vakna og þess vegna þarf að fá fram skýringar, sérstaklega út af þessum ríku tengslum, sem komu nokkuð á óvart,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um boðaðan fund í efnahags- og viðskiptanefnd á mánudag þar sem fjallað verður um ákvörðun 50 milljarða frískuldamarks vegna bankaskatts. Umræða hefur verið á lofti um tengsl milli stjórnarflokkanna og MP banka í því ljósi að ávörðunin um 50 milljarða frímarkið kom MP banka betur en flestum fjármálafyrirtækjum. Fram hefur komið að einn af framkvæmdastjórum MP banka er Sigurður Hannesson, sem er náinn ráðgjafi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, og Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP, banka er giftur systur Sigmundar Davíðs. Þá er Benedikt Gíslason, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá MP banka, nú ráðgjafi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra.Lítur illa út Innan bankageirans þykir þessi ákvörðun orka tvímælis, bæði hvernig þessi upphæð hafi komið til, sem og tengingarnar milli MP banka og stjórnarinnar. Hvernig sem þetta hafi komið til, líti það altjent illa út, sagði einn viðmælandi Fréttablaðsins sem ekki vildi koma fram undir nafni. Forsvarsmenn Landsbanka og Arion banka vildu ekki tjá sig um málið og í svari frá Íslandsbanka var ekki vikið sérstaklega að 50 milljarða frískuldamarkinu, heldur deilt á bankaskattinn og íþyngjandi áhrif hans á banka hérlendis. Forsætisráðherra vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað, en Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður hans, sagði að ekkert væri hæft í vangaveltum um tengsl inn í MP-banka og setningu frímarksins. Það væri alls ekki inni á borði forsætisráðuneytisins. Ekki náðist í fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar og upplýsingar sem Fréttablaðið óskaði eftir frá fjármálaráðuneytinu um tilurð 50 milljarða marksins bárust ekki í gær.FRosti sigurjónssonFrosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokks og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, hafnar því í samtali við Fréttablaðið að þessi tengsl hafi nokkuð að gera með ákvörðunina og nefndin hafi ekki lagt mat á áhrif frímarksins á einstaka banka. Fjármálaráðuneytið hafi ákvarðað upphæðina og vafasamt sé hvort það sé hlutverk alþingismanna í nefndinni að „velja banka inn eða út“ úr markinu. „Þarna eru einhver tengsl og vensl, en það er ekki þar með sagt að þar sé einhver sekt á ferðinni,“ segir Frosti. Hann segir að nefndarfólk hafi verið meðvitað, í ljósi athugasemda frá slitastjórnum, að allt sem þau gerðu í málinu gæti orkað tvímælis fyrir dómstólum, ákvæðu þær að fara þá leið fyrir þessi lög. „Þess vegna vorum við mjög á tánum að passa að allt væri eins vandað og hægt væri, og það dettur engum í hug að gera eitthvað sem orkar tvímælis við slíkar aðstæður. Það er enginn hvati til þess, heldur þvert á móti stórhættulegt. Ég trúi ekki að nokkrum detti slíkt í hug.“Mun lægra frímark lagt til Í umsögnum vegna bankaskattsins lögðu Straumur og Samband íslenskra sparisjóða til frímörk, annars vegar sjö milljarða og hins vegar þriggja milljarða, en það var áður en skattprósentan hækkaði margfalt eftir að ákveðið var að nýta skattinn til að fjármagna lánaleiðréttingaáætlun ríkisstjórnarinnar. Frosti segir að eftir það hafi nefndarmenn haft áhyggjur af áhrifunum á minni banka og fagnað hækkun marksins, án þess að velta fyrir sér áhrifum þess á einstök fjármálafyrirtæki. Frosti segir að langbest sé að allt sé uppi á borðum í þessum málum. „Það er ekkert hér sem þolir ekki dagsins ljós. Þess vegna fagna ég því að fjölmiðlar skoði málið.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira