Lokar sig af nakinn í mánuð Ólöf Skaftadóttir skrifar 18. janúar 2014 10:00 Sýningin fjallar um mörkin á milli hins persónulega og hins almenna. MYND/úr einkasafni „Ég ætla að vera nakinn og berskjaldaður í heilan mánuð,“ segir Curver Thoroddsen, en hann opnar sýninguna Verk að vinna/Paperwork í Ketilhúsinu á Akureyri í dag klukkan þrjú. Þar stendur listamaðurinn fyrir raunveruleikagjörningi í anda fyrri verka sinna þar sem daglegt líf hans og listsköpun skarast. „Ég verð að fara í gegnum blöð og pappíra af ólíkum æviskeiðum mínum. Pappírar sem hafa safnast saman á síðastliðnum 20 árum heima hjá mér. Ég býst við að þetta verði dálítill tilfinningarússíbani að fara svona í gegnum líf sitt í pappírsbréfum,“ segir Curver jafnframt. Hann kemur til með að loka sig af í heilan mánuði í Ketilhúsinu til þess að flokka póstinn. „Þetta verður sannarlega ferðalag inn á við, sem er dálítil fyndinn andstæða þess að út á við verð ég nakinn í almenningsrými að gera mjög persónulegan hlut. Verkið fjallar dálítið um þetta, þetta persónulega svæði og svo það almenna. Samskiptamiðlar í dag, líkt og Facebook og Instagram, hafa orðið tl þess að við erum alltaf að varpa okkar persónulega rými út í almenningsrými og sýningin fjallar í rauninni um þessi mörk,“ segir Curver að lokum. Menning Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Ég ætla að vera nakinn og berskjaldaður í heilan mánuð,“ segir Curver Thoroddsen, en hann opnar sýninguna Verk að vinna/Paperwork í Ketilhúsinu á Akureyri í dag klukkan þrjú. Þar stendur listamaðurinn fyrir raunveruleikagjörningi í anda fyrri verka sinna þar sem daglegt líf hans og listsköpun skarast. „Ég verð að fara í gegnum blöð og pappíra af ólíkum æviskeiðum mínum. Pappírar sem hafa safnast saman á síðastliðnum 20 árum heima hjá mér. Ég býst við að þetta verði dálítill tilfinningarússíbani að fara svona í gegnum líf sitt í pappírsbréfum,“ segir Curver jafnframt. Hann kemur til með að loka sig af í heilan mánuði í Ketilhúsinu til þess að flokka póstinn. „Þetta verður sannarlega ferðalag inn á við, sem er dálítil fyndinn andstæða þess að út á við verð ég nakinn í almenningsrými að gera mjög persónulegan hlut. Verkið fjallar dálítið um þetta, þetta persónulega svæði og svo það almenna. Samskiptamiðlar í dag, líkt og Facebook og Instagram, hafa orðið tl þess að við erum alltaf að varpa okkar persónulega rými út í almenningsrými og sýningin fjallar í rauninni um þessi mörk,“ segir Curver að lokum.
Menning Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira