Farþegafjölgun Strætó nemur þriðjungi frá 2009 Óli Kristján Ármannsson skrifar 21. janúar 2014 07:00 Meðal þess sem upplýsingafulltrúi Strætó segir að þurfi að skoða til að gera ferðalög með strætisvögnum fýsilegri í samanburði við einkabílinn er hvort ekki megi koma á fót forgangi Strætó á umferðarljósum. Fréttablaðið/Vilhelm Farþegum Strætó bs. hefur fjölgað um þriðjung á fjórum árum. Kolbeinn Óttarsson Proppé, upplýsingafulltrúi Strætó, segir þróunina sýna að komið er að því að taka ákvarðanir um framtíðarþróun og skipulagningu almenningssamgangna. Árleg októbertalning farþega hjá Strætó sýnir að árið 2013 fjölgaði farþegum um nær tvö prósent milli ára. Er þetta fjórða árið í röð sem fjölgun verður á farþegum, þótt hún sé nokkru minni en árin þar á undan. Kolbeinn bendir á að í október 2009 hafi 775.331 farþegi stigið upp í vagna fyrirtækisins, en í október 2013 hafi þeir verið 1.034.091. Aukningin nemur 33,37 prósentum.Kolbeinn Óttarsson Proppé„Mest er fjölgunin á annatíma, frá sjö til níu á morgnana og milli tvö og fimm á daginn,“ segir Kolbeinn, en farþegafjöldinn á þessum afmarkaðatíma sé farinn að valda verulegum vandræðum, einkum vegna þess hversu marga aukavagna þurfi í akstur á þeim tímum. „Sú staðreynd gæti verið hluti skýringarinnar á því að fjölgunin árið 2013 var mun minni en árin þar á undan. Fjölgun um tvö prósent á ári er þó meiri aukning en mörg sveitarfélög á Norðurlöndunum geta gert sér vonir um. Það má einnig segja að þau stóru stökk sem urðu frá 2009 til 2012 hafi verið allt að því óeðlileg og mjög krefjandi fyrir fyrirtækið þegar slíkar sveiflur eru milli ára.“ Í samningi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og ríkisins er stefnt að því að auka hlut almenningssamgangna úr fjórum prósentum í átta prósent árið 2023. „Ljóst er að til að ná þeim markmiðum þarf að huga betur að almenningssamgöngum, bæði þegar kemur að fjármagni og skipulagi,“ segir Kolbeinn. Framundan séu séu stórar ákvarðanir varðandi hvernig þessum markmiðum verði náð, svo sem um hvort endurskoða eigi tíðni ferða eða stækka vagna hraðar en hingað til hafi verið gert. Á höfuðborgarsvæðinu segir Kolbeinn nú unnið að greiningu á helstu stofnleiðum með hágæðakerfi stærri almenningsvagna (svokallað Bus Rapid Transit) sem og léttlestir í huga. „Og svo er enn til staðar þörfin fyrir óslitna forgangasakrein beggja vegna Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar/Hafnarfjarðarvegar. Þetta er nauðsynlegt í ljósi þess að ferðatíminn er sífellt að lengjast með strætisvögnum og slíkt ferðalag verður því minna áhugavert í samkeppni við einkabílinn.“ Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Farþegum Strætó bs. hefur fjölgað um þriðjung á fjórum árum. Kolbeinn Óttarsson Proppé, upplýsingafulltrúi Strætó, segir þróunina sýna að komið er að því að taka ákvarðanir um framtíðarþróun og skipulagningu almenningssamgangna. Árleg októbertalning farþega hjá Strætó sýnir að árið 2013 fjölgaði farþegum um nær tvö prósent milli ára. Er þetta fjórða árið í röð sem fjölgun verður á farþegum, þótt hún sé nokkru minni en árin þar á undan. Kolbeinn bendir á að í október 2009 hafi 775.331 farþegi stigið upp í vagna fyrirtækisins, en í október 2013 hafi þeir verið 1.034.091. Aukningin nemur 33,37 prósentum.Kolbeinn Óttarsson Proppé„Mest er fjölgunin á annatíma, frá sjö til níu á morgnana og milli tvö og fimm á daginn,“ segir Kolbeinn, en farþegafjöldinn á þessum afmarkaðatíma sé farinn að valda verulegum vandræðum, einkum vegna þess hversu marga aukavagna þurfi í akstur á þeim tímum. „Sú staðreynd gæti verið hluti skýringarinnar á því að fjölgunin árið 2013 var mun minni en árin þar á undan. Fjölgun um tvö prósent á ári er þó meiri aukning en mörg sveitarfélög á Norðurlöndunum geta gert sér vonir um. Það má einnig segja að þau stóru stökk sem urðu frá 2009 til 2012 hafi verið allt að því óeðlileg og mjög krefjandi fyrir fyrirtækið þegar slíkar sveiflur eru milli ára.“ Í samningi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og ríkisins er stefnt að því að auka hlut almenningssamgangna úr fjórum prósentum í átta prósent árið 2023. „Ljóst er að til að ná þeim markmiðum þarf að huga betur að almenningssamgöngum, bæði þegar kemur að fjármagni og skipulagi,“ segir Kolbeinn. Framundan séu séu stórar ákvarðanir varðandi hvernig þessum markmiðum verði náð, svo sem um hvort endurskoða eigi tíðni ferða eða stækka vagna hraðar en hingað til hafi verið gert. Á höfuðborgarsvæðinu segir Kolbeinn nú unnið að greiningu á helstu stofnleiðum með hágæðakerfi stærri almenningsvagna (svokallað Bus Rapid Transit) sem og léttlestir í huga. „Og svo er enn til staðar þörfin fyrir óslitna forgangasakrein beggja vegna Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar/Hafnarfjarðarvegar. Þetta er nauðsynlegt í ljósi þess að ferðatíminn er sífellt að lengjast með strætisvögnum og slíkt ferðalag verður því minna áhugavert í samkeppni við einkabílinn.“
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira