D mínus í siðgæði Ólafur Þ. Stephensen skrifar 23. janúar 2014 06:00 Í síðustu viku sló Illugi Gunnarssonút af borðinu hugmyndir starfsmanna menntamálaráðuneytisins um að nemendum sem ljúka framhaldsskólaprófi yrði gefin umsögn sem sneri að persónuleika þeirra, siðferði og lífsskoðunum. Í gær sagði Fréttablaðið frá því að sambærilegar hugmyndir hefðu ratað inn í nýja aðalnámskrá grunnskóla, sem tekur gildi á næsta skólaári. Gildistöku ákvæða hennar um breytt námsmat hefur reyndar verið frestað til vors 2016. Samkvæmt nýja námsmatinu á að gefa einkunnir í bókstöfum, frá A til D, fyrir ýmsa þætti sem snúa að færni nemenda. Þar á meðal eru hlutir eins og hvort fólk geti „tjáð hugsanir sínar, hugmyndir og tilfinningar á skipulegan, skýran og viðeigandi hátt“, hvort það hafi „skýra sjálfsmynd“, hvort það geti „nýtt hæfni sína til að vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi“, verið „meðvitað um siðferðislegt gildi ábyrgrar netnotkunar“ og tekið „ábyrgð á eigin samskiptum á neti og netmiðlum“. Í námskránni stendur reyndar líka að matsniðurstöður eigi að byggja á „traustum gögnum“. Hver eru eiginlega gögnin sem hjálpa kennurum að ákveða hvort nemandi sé upp á A eða D sem virkur og ábyrgur borgari í lýðræðissamfélagi? Og eiga nemendur endilega að tjá tilfinningar sínar í skólanum? Hafa kennarar minnstu hugmynd um hvort þeir taka ábyrgð á sjálfum sér á netinu – og hvort sú ábyrgð er upp á B eða C? Þetta er því miður bull, eins og því miður svo margt annað sem frá menntamálaráðuneytinu kemur. Á bak við liggur sú fallega hugsun að skólinn eigi að búa fólk undir lífið með því að kenna því fleira en hefðbundnar námsgreinar. Hún er út af fyrir sig góðra gjalda verð. Hlutverk grunnskólans hefur klárlega breikkað á undanförnum árum. Það verða hins vegar í fyrsta lagi að vera til einhverjar haldbærar aðferðir til að mæla árangur skólastarfsins. Eins og skólastjórnendur í Réttarholtsskóla, sem rætt var við í Fréttablaðinu í gær, benda á hlýtur að vera þrautin þyngri fyrir hóp kennara að gefa nemanda siðferðiseinkunn, því að kennararnir í hópnum geta haft mjög ólíkt siðferðismat. Þeir ættu hins vegar að öllum líkindum auðvelt með að meta hvort fólk hafi náð árangri í stærðfræði eða ensku, út frá frammistöðu í prófum og verkefnum. Í öðru lagi er hætta á að með svona æfingum missi grunnskólinn sjónar á meginverkefni sínu; að kenna fólki grunnfærni í viðurkenndum námsgreinum. Það er ekki hlutverk skólans að ala fólk upp, heldur foreldranna. Og út af fyrir sig út í hött að skólinn gefi einkunn um það hvernig til hefur tekizt hjá forráðamönnum sextán ára unglinga. Þessi þróun er sömuleiðis líkleg til að ýta enn undir það viðhorf hjá sumum foreldrum að hægt sé að ýta uppeldinu yfir á herðar kennaranna og vera sjálfur stikkfrí. Í þriðja lagi hlýtur það enn að dreifa kröftum kennara, sem þegar eru störfum hlaðnir, að eiga að fara að meta persónuleika og siðgæði fólks út frá litlum eða engum gögnum. Kennarar hljóta í raun að afþakka það verkefni. Menntamálaráðherra boðar að nýja námsmatið verði endurskoðað. Það virðist engin vanþörf á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Í síðustu viku sló Illugi Gunnarssonút af borðinu hugmyndir starfsmanna menntamálaráðuneytisins um að nemendum sem ljúka framhaldsskólaprófi yrði gefin umsögn sem sneri að persónuleika þeirra, siðferði og lífsskoðunum. Í gær sagði Fréttablaðið frá því að sambærilegar hugmyndir hefðu ratað inn í nýja aðalnámskrá grunnskóla, sem tekur gildi á næsta skólaári. Gildistöku ákvæða hennar um breytt námsmat hefur reyndar verið frestað til vors 2016. Samkvæmt nýja námsmatinu á að gefa einkunnir í bókstöfum, frá A til D, fyrir ýmsa þætti sem snúa að færni nemenda. Þar á meðal eru hlutir eins og hvort fólk geti „tjáð hugsanir sínar, hugmyndir og tilfinningar á skipulegan, skýran og viðeigandi hátt“, hvort það hafi „skýra sjálfsmynd“, hvort það geti „nýtt hæfni sína til að vera virkur og ábyrgur borgari í lýðræðislegu samfélagi“, verið „meðvitað um siðferðislegt gildi ábyrgrar netnotkunar“ og tekið „ábyrgð á eigin samskiptum á neti og netmiðlum“. Í námskránni stendur reyndar líka að matsniðurstöður eigi að byggja á „traustum gögnum“. Hver eru eiginlega gögnin sem hjálpa kennurum að ákveða hvort nemandi sé upp á A eða D sem virkur og ábyrgur borgari í lýðræðissamfélagi? Og eiga nemendur endilega að tjá tilfinningar sínar í skólanum? Hafa kennarar minnstu hugmynd um hvort þeir taka ábyrgð á sjálfum sér á netinu – og hvort sú ábyrgð er upp á B eða C? Þetta er því miður bull, eins og því miður svo margt annað sem frá menntamálaráðuneytinu kemur. Á bak við liggur sú fallega hugsun að skólinn eigi að búa fólk undir lífið með því að kenna því fleira en hefðbundnar námsgreinar. Hún er út af fyrir sig góðra gjalda verð. Hlutverk grunnskólans hefur klárlega breikkað á undanförnum árum. Það verða hins vegar í fyrsta lagi að vera til einhverjar haldbærar aðferðir til að mæla árangur skólastarfsins. Eins og skólastjórnendur í Réttarholtsskóla, sem rætt var við í Fréttablaðinu í gær, benda á hlýtur að vera þrautin þyngri fyrir hóp kennara að gefa nemanda siðferðiseinkunn, því að kennararnir í hópnum geta haft mjög ólíkt siðferðismat. Þeir ættu hins vegar að öllum líkindum auðvelt með að meta hvort fólk hafi náð árangri í stærðfræði eða ensku, út frá frammistöðu í prófum og verkefnum. Í öðru lagi er hætta á að með svona æfingum missi grunnskólinn sjónar á meginverkefni sínu; að kenna fólki grunnfærni í viðurkenndum námsgreinum. Það er ekki hlutverk skólans að ala fólk upp, heldur foreldranna. Og út af fyrir sig út í hött að skólinn gefi einkunn um það hvernig til hefur tekizt hjá forráðamönnum sextán ára unglinga. Þessi þróun er sömuleiðis líkleg til að ýta enn undir það viðhorf hjá sumum foreldrum að hægt sé að ýta uppeldinu yfir á herðar kennaranna og vera sjálfur stikkfrí. Í þriðja lagi hlýtur það enn að dreifa kröftum kennara, sem þegar eru störfum hlaðnir, að eiga að fara að meta persónuleika og siðgæði fólks út frá litlum eða engum gögnum. Kennarar hljóta í raun að afþakka það verkefni. Menntamálaráðherra boðar að nýja námsmatið verði endurskoðað. Það virðist engin vanþörf á því.
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun