„Störukeppnin“ stendur enn milli stjórnvalda og kröfuhafa Þorgils Jónsson skrifar 25. janúar 2014 07:00 Kröfuhafar í þrotabú föllnu bankanna þriggja standa frammi fyrir flókinni stöðu varðandi nauðasamninga. Vísir/samsett mynd Fréttaskýring: Hvernig er málum komið varðandi uppgjör föllnu bankanna? Íslensk stjórnvöld telja stöðu sína varðandi nauðasamninga vegna föllnu bankanna vera sterka og bíða þess þolinmóð að kröfuhafar eða slitastjórnir taki næsta skref. Á meðan bíða kröfuhafar eftir því að fá einhvers konar leiðbeiningar frá stjórnvöldum um hvers sé beðið við þann enda borðsins. Borðs sem stjórnvöld telja sig raunar ekki eiga sæti við. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins úr herbúðum hvorra tveggju. Einn lýsir stöðunni sem „störukeppni“, en á meðan ekki leysist úr þessum málum fá kröfuhafar í þrotabú föllnu bankanna þriggja ekkert í sinn hlut og útilokað er að aflétta gjaldeyrishöftum sem er eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar. Síðustu daga hafa talsmenn kröfuhafa og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra komið fram í heimspressunni til að tala sínu máli og má þar sjá ákveðna stöðutöku. Tveir ráðgjafar kröfuhafa kvörtuðu við Reuters undan skorti á beinum viðræðum við íslensk stjórnvöld, en Sigmundur svaraði því til í viðtali við Bloomberg á fimmtudag að stjórnvöld væru ekki aðili að málinu. Málið snerist um einkaaðila sem væru að reyna að ná saman um uppgjör einkaskuldar. „Við erum ekki í beinum viðræðum við kröfuhafa og við verðum það ekki. Það stóð aldrei til.“ Stjórnvöld eru, samkvæmt því sem viðmælendur blaðsins innan stjórnkerfisins segja, ekki á neinni hraðferð við að koma með útspil enda gæti slíkt skapað ábyrgð sem ríkið vill forðast í lengstu lög. Stjórnvöld telja tímann vinna með sér, þar sem nú hefur verið komið á bankaskatti á slitastjórnir sem áætlað er að sæki 28,3 milljarða króna á þessu ári og ætti að virka hvetjandi á kröfuhafa. Auk þess hefur ríkið með sér vald bæði til þess að setja lög um slitameðferðir, sem gæti rekið á eftir því að gömlu bankarnir verði settir í þrot innan ákveðins tíma, og eins til að leggja skatt á þá fjármuni sem flytja ætti úr landi eftir það. Þar á móti kemur að stjórnvöld munu ekki geta aflétt gjaldeyrishöftum fyrr en málin leysast, en höftin eru talin kosta þjóðarbúið tugi milljarða á ári, til dæmis í formi verri lánskjara og glataðra tækifæra til fjárfestinga. Þá hafi óvissan almennt neikvæð áhrif á tiltrú erlendra aðila á Ísland. Í orði kveðnu er það rétt að ríkisstjórnin er ekki beinn aðili að málinu, á þessu stigi altjent. Til að losa fjármuni úr landi þurfa kröfuhafar að reiða sig á að Seðlabankinn veiti undanþágu frá gjaldeyrishöftum, sem verður aldrei veitt nema sýnt sé fram á að það ógni ekki greiðslujöfnuði landsins og efnahagslífi almennt. (Til dæmis nema heildarkröfur í erlendum gjaldeyri rúmlega eins árs landsframleiðslu Íslands.) Sú undanþága er svo háð samþykki fjármálaráðuneytis í samráði við efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Slitastjórn Glitnis lagði fram tilboð sem Seðlabankinn hafnaði á síðasta ári en á meðan ekki er gefið út hvað þurfi til að tilboð verði samþykkt finnst kröfuhöfum eins og þeir séu að "skjóta út í loftið" eins og einn viðmælandi blaðsins úr þeim ranni orðaði það, og kalla eftir því að fá nánari leiðsögn um hvers konar tilboð þurfi til þess að það mæti kröfum til þess að fá undanþágu frá gjaldeyrishöftunum. Staðan er vissulega flókin. Til dæmis eru kröfuhafarnir afar fjölbreyttur þar sem margs konar tímarammar og markmið eru ráðandi. Vogunarsjóðir standa á bak við flestar kröfurnnar, en þeir komu inn í málið á mismunandi tíma og á mismunandi kjörum. Margir keyptu kröfura á afar hagstæðu verði og eru í góðri stöðu með að margfalda fjárfestingu sína, á meðan aðrir komu inn á síðari stigum á hærra verði og gætu því frekar staðið gegn niðurfærslu. Enn einn hópinn mynda upprunalegir kröfuhafar sem hafa þegar tapað gríðarmiklu í hruninu. Engu að síður virðist vera gagnkvæmur skilningur á að hagsmunir allra liggi í því að komist verði niður á upphæð eða lausn sem stjórnvöldum og kröfuhöfum þykir ásættanleg og þrátt fyrir allt ríkir nokkur bjartsýni í hvorum tveggja herbúðunum á að það verði á þessu ári sem næst saman, en pattstaðan heldur áfram á meðan beðið er næsta útspils. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Fréttaskýring: Hvernig er málum komið varðandi uppgjör föllnu bankanna? Íslensk stjórnvöld telja stöðu sína varðandi nauðasamninga vegna föllnu bankanna vera sterka og bíða þess þolinmóð að kröfuhafar eða slitastjórnir taki næsta skref. Á meðan bíða kröfuhafar eftir því að fá einhvers konar leiðbeiningar frá stjórnvöldum um hvers sé beðið við þann enda borðsins. Borðs sem stjórnvöld telja sig raunar ekki eiga sæti við. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins úr herbúðum hvorra tveggju. Einn lýsir stöðunni sem „störukeppni“, en á meðan ekki leysist úr þessum málum fá kröfuhafar í þrotabú föllnu bankanna þriggja ekkert í sinn hlut og útilokað er að aflétta gjaldeyrishöftum sem er eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar. Síðustu daga hafa talsmenn kröfuhafa og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra komið fram í heimspressunni til að tala sínu máli og má þar sjá ákveðna stöðutöku. Tveir ráðgjafar kröfuhafa kvörtuðu við Reuters undan skorti á beinum viðræðum við íslensk stjórnvöld, en Sigmundur svaraði því til í viðtali við Bloomberg á fimmtudag að stjórnvöld væru ekki aðili að málinu. Málið snerist um einkaaðila sem væru að reyna að ná saman um uppgjör einkaskuldar. „Við erum ekki í beinum viðræðum við kröfuhafa og við verðum það ekki. Það stóð aldrei til.“ Stjórnvöld eru, samkvæmt því sem viðmælendur blaðsins innan stjórnkerfisins segja, ekki á neinni hraðferð við að koma með útspil enda gæti slíkt skapað ábyrgð sem ríkið vill forðast í lengstu lög. Stjórnvöld telja tímann vinna með sér, þar sem nú hefur verið komið á bankaskatti á slitastjórnir sem áætlað er að sæki 28,3 milljarða króna á þessu ári og ætti að virka hvetjandi á kröfuhafa. Auk þess hefur ríkið með sér vald bæði til þess að setja lög um slitameðferðir, sem gæti rekið á eftir því að gömlu bankarnir verði settir í þrot innan ákveðins tíma, og eins til að leggja skatt á þá fjármuni sem flytja ætti úr landi eftir það. Þar á móti kemur að stjórnvöld munu ekki geta aflétt gjaldeyrishöftum fyrr en málin leysast, en höftin eru talin kosta þjóðarbúið tugi milljarða á ári, til dæmis í formi verri lánskjara og glataðra tækifæra til fjárfestinga. Þá hafi óvissan almennt neikvæð áhrif á tiltrú erlendra aðila á Ísland. Í orði kveðnu er það rétt að ríkisstjórnin er ekki beinn aðili að málinu, á þessu stigi altjent. Til að losa fjármuni úr landi þurfa kröfuhafar að reiða sig á að Seðlabankinn veiti undanþágu frá gjaldeyrishöftum, sem verður aldrei veitt nema sýnt sé fram á að það ógni ekki greiðslujöfnuði landsins og efnahagslífi almennt. (Til dæmis nema heildarkröfur í erlendum gjaldeyri rúmlega eins árs landsframleiðslu Íslands.) Sú undanþága er svo háð samþykki fjármálaráðuneytis í samráði við efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. Slitastjórn Glitnis lagði fram tilboð sem Seðlabankinn hafnaði á síðasta ári en á meðan ekki er gefið út hvað þurfi til að tilboð verði samþykkt finnst kröfuhöfum eins og þeir séu að "skjóta út í loftið" eins og einn viðmælandi blaðsins úr þeim ranni orðaði það, og kalla eftir því að fá nánari leiðsögn um hvers konar tilboð þurfi til þess að það mæti kröfum til þess að fá undanþágu frá gjaldeyrishöftunum. Staðan er vissulega flókin. Til dæmis eru kröfuhafarnir afar fjölbreyttur þar sem margs konar tímarammar og markmið eru ráðandi. Vogunarsjóðir standa á bak við flestar kröfurnnar, en þeir komu inn í málið á mismunandi tíma og á mismunandi kjörum. Margir keyptu kröfura á afar hagstæðu verði og eru í góðri stöðu með að margfalda fjárfestingu sína, á meðan aðrir komu inn á síðari stigum á hærra verði og gætu því frekar staðið gegn niðurfærslu. Enn einn hópinn mynda upprunalegir kröfuhafar sem hafa þegar tapað gríðarmiklu í hruninu. Engu að síður virðist vera gagnkvæmur skilningur á að hagsmunir allra liggi í því að komist verði niður á upphæð eða lausn sem stjórnvöldum og kröfuhöfum þykir ásættanleg og þrátt fyrir allt ríkir nokkur bjartsýni í hvorum tveggja herbúðunum á að það verði á þessu ári sem næst saman, en pattstaðan heldur áfram á meðan beðið er næsta útspils.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira