Upphefð að fá að spila með Philip Glass Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. janúar 2014 13:00 Fréttablaðið/Valli „Philip Glass er að mestu hættur að koma fram á tónleikum svo þetta er viðburður í okkar tónlistarlífi. Mér finnst upphefð að fá að spila með honum. Ekki spillir að hann frumflytur eigin tónsmíðar,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson um tónleikana annað kvöld klukkan 20 í Hörpu. Sjálfur leggur hann Glass lið, bæði á umræddum tónleikum og í Gautaborg á fimmtudaginn, ásamt hinni japönsku Maki Namekawa. Víkingur Heiðar kveðst hafa æft etýður Glass samhliða sinfóníuhljómsveitarverkefni undanfarið. Það hafi verið ágæt tilbreyting. „Brahms-konsert er risastór og það er gott að fara inn í svona mínímalísk verk eins og etýður Philips Glass. Ég hef heldur aldrei spilað mínímalisma áður svo það er ágætt að byrja á því með því að spila með Glass. Hann er stórmerkilegur maður,“ segir hann og kveðst hafa heyrt verk Glass á tónleikum og fylgst með honum sem tónskáldi. Fyrir þetta verkefni kveðst Víkingur Heiðar virkilega hafa reynt að setja mig inn í hugarheim Glass og hugmyndafræðina sem býr að baki mínímalismanum. „Maður þarf að opna fyrir nýjar gáttir í hlustuninni þegar maður hlustar á tónlist hans og líka þegar maður spilar hana,“ segir hann. Glass verður sjötíu og sjö ára á föstudaginn. „Það er auðvitað afstætt hvað er hár aldur en mér finnst skrítið að þessi New York-töffari sé kominn hátt á áttræðisaldur. Rífandi listamaður í fullu fjöri og ótrúlega afkastamikill enda þekktur fyrir að vinna látlaust. Við spilum á tónleikum í Gautaborg á fimmtudaginn, sama prógramm og hér, og á laugardaginn verður frumsýnd ópera eftir Glass í Gautaborg,“ segir Víkingur Heiðar sem kveðst hafa skoðað heimildarmyndir um snillinginn áður en fundum þeirra ber saman. „Það er eitthvað ótrúlega heillandi við persónuna Philip Glass og ég hlakka til að hitta hann.“Philip GlassPhilip Glass fæddist í Baltimore og nam í Juilliard-skólanum í New York. Hann hefur samið yfir 20 óperur, sinfóníur og fjölda verka fyrir tónlistarhóp sinn, Philip Glass Ensemble. Hann hefur starfað með listamönnum úr öllum listgreinum og í öllum stílum tónlistar og unnið til viðurkenninga fyrir sígild verk, óperutónlist, kvikmyndatónlist, popptónlist og tónlist við dansverk. Menning Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Sjá meira
„Philip Glass er að mestu hættur að koma fram á tónleikum svo þetta er viðburður í okkar tónlistarlífi. Mér finnst upphefð að fá að spila með honum. Ekki spillir að hann frumflytur eigin tónsmíðar,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson um tónleikana annað kvöld klukkan 20 í Hörpu. Sjálfur leggur hann Glass lið, bæði á umræddum tónleikum og í Gautaborg á fimmtudaginn, ásamt hinni japönsku Maki Namekawa. Víkingur Heiðar kveðst hafa æft etýður Glass samhliða sinfóníuhljómsveitarverkefni undanfarið. Það hafi verið ágæt tilbreyting. „Brahms-konsert er risastór og það er gott að fara inn í svona mínímalísk verk eins og etýður Philips Glass. Ég hef heldur aldrei spilað mínímalisma áður svo það er ágætt að byrja á því með því að spila með Glass. Hann er stórmerkilegur maður,“ segir hann og kveðst hafa heyrt verk Glass á tónleikum og fylgst með honum sem tónskáldi. Fyrir þetta verkefni kveðst Víkingur Heiðar virkilega hafa reynt að setja mig inn í hugarheim Glass og hugmyndafræðina sem býr að baki mínímalismanum. „Maður þarf að opna fyrir nýjar gáttir í hlustuninni þegar maður hlustar á tónlist hans og líka þegar maður spilar hana,“ segir hann. Glass verður sjötíu og sjö ára á föstudaginn. „Það er auðvitað afstætt hvað er hár aldur en mér finnst skrítið að þessi New York-töffari sé kominn hátt á áttræðisaldur. Rífandi listamaður í fullu fjöri og ótrúlega afkastamikill enda þekktur fyrir að vinna látlaust. Við spilum á tónleikum í Gautaborg á fimmtudaginn, sama prógramm og hér, og á laugardaginn verður frumsýnd ópera eftir Glass í Gautaborg,“ segir Víkingur Heiðar sem kveðst hafa skoðað heimildarmyndir um snillinginn áður en fundum þeirra ber saman. „Það er eitthvað ótrúlega heillandi við persónuna Philip Glass og ég hlakka til að hitta hann.“Philip GlassPhilip Glass fæddist í Baltimore og nam í Juilliard-skólanum í New York. Hann hefur samið yfir 20 óperur, sinfóníur og fjölda verka fyrir tónlistarhóp sinn, Philip Glass Ensemble. Hann hefur starfað með listamönnum úr öllum listgreinum og í öllum stílum tónlistar og unnið til viðurkenninga fyrir sígild verk, óperutónlist, kvikmyndatónlist, popptónlist og tónlist við dansverk.
Menning Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Fleiri fréttir Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Sjá meira