ADHD-menn böðuðu sig berrassaðir í Þýskalandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. janúar 2014 12:00 Hljómsveitin ADHD lýkur tónleikaferðalagi sínu í kvöld í Gamla bíói. mynd/spessi „Þetta er eins og fjölskylda og hefur alltaf verið það,“ segir Magnús Trygvason Eliassen, trommuleikari hljómsveitarinnar ADHD, en sveitin hefur verið á tónleikaferð um Evrópu undanfarnar vikur. Hljómsveitina skipa ásamt Magnúsi þeir Davíð Þór Jónsson, Ómar Guðjónsson og Óskar Guðjónsson og var hún mynduð í kringum blúshátíð Hafnar í Hornafirði árið 2007. Sveitin hafði hægt um sig á síðasta ári en gaf út tvær plötur árið 2012, AdHd 3 og AdHd 4. Tónleikaferðin er þriðja tónleikaferðalag þeirra á jafnmörgum árum. „Síðustu þrjár plöturnar okkar voru gefnar út af þýskri útgáfu og höfum við farið svona rúnt einu sinni á ári.“ Sveitin hefur alls gefið út fjórar plötur. Fyrsta platan, AdHd, var valin djassplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2010. Magnús, sem staddur var 1.230 metra yfir sjávarmáli þegar blaðamaður náði tali af honum, segir stemningu hafa verið mjög góða á tónleikum sveitarinnar og að mætingin hafi alls staðar verið alveg frábær. ADHD hefur verið á ferðalagi í rúmar tvær vikur og leikið á þrettán tónleikum. Fyrir utan tónleikahald hafa þeir félagar notað tímann í ýmislegt áhugavert. „Ég fór í fyrsta skipti í böð þar sem enginn var í sundklæðnaði. Þetta var í raun eins og fín sundlaug, nema það voru allir bara kviknaktir,“ segir Magnús léttur í lundu. Sveitin baðaði sig á þessum áhugaverða stað í Neuenburg í Svartaskógi. Magnús, sem er yngsti meðlimur ADHD, segir sveitina nána þrátt fyrir aldursmuninn. „Ég er svo gömul sál þannig að við náum allir rosalega vel saman.“ Sveitin lýkur tónleikaferðalaginu í Gamla bíói í kvöld en ætlar sér strax að loknum tónleikum að demba sér í hljóðver og taka upp nýja plötu. Tónleikagestir munu fá forsmekk af því sem koma skal, því þeir félagar lofa frumflutningi á nokkrum lögum í Gamla bíói. Lagalisti ADHD er eiginlega aldrei eins á tvennum tónleikum í röð en þeir félagar leika lög af öllum plötunum sínum.Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og kostar 3.300 krónur inn. Miðasala á midi.is. Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið „Hann kann að dansa, maður minn!“ Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Þetta er eins og fjölskylda og hefur alltaf verið það,“ segir Magnús Trygvason Eliassen, trommuleikari hljómsveitarinnar ADHD, en sveitin hefur verið á tónleikaferð um Evrópu undanfarnar vikur. Hljómsveitina skipa ásamt Magnúsi þeir Davíð Þór Jónsson, Ómar Guðjónsson og Óskar Guðjónsson og var hún mynduð í kringum blúshátíð Hafnar í Hornafirði árið 2007. Sveitin hafði hægt um sig á síðasta ári en gaf út tvær plötur árið 2012, AdHd 3 og AdHd 4. Tónleikaferðin er þriðja tónleikaferðalag þeirra á jafnmörgum árum. „Síðustu þrjár plöturnar okkar voru gefnar út af þýskri útgáfu og höfum við farið svona rúnt einu sinni á ári.“ Sveitin hefur alls gefið út fjórar plötur. Fyrsta platan, AdHd, var valin djassplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2010. Magnús, sem staddur var 1.230 metra yfir sjávarmáli þegar blaðamaður náði tali af honum, segir stemningu hafa verið mjög góða á tónleikum sveitarinnar og að mætingin hafi alls staðar verið alveg frábær. ADHD hefur verið á ferðalagi í rúmar tvær vikur og leikið á þrettán tónleikum. Fyrir utan tónleikahald hafa þeir félagar notað tímann í ýmislegt áhugavert. „Ég fór í fyrsta skipti í böð þar sem enginn var í sundklæðnaði. Þetta var í raun eins og fín sundlaug, nema það voru allir bara kviknaktir,“ segir Magnús léttur í lundu. Sveitin baðaði sig á þessum áhugaverða stað í Neuenburg í Svartaskógi. Magnús, sem er yngsti meðlimur ADHD, segir sveitina nána þrátt fyrir aldursmuninn. „Ég er svo gömul sál þannig að við náum allir rosalega vel saman.“ Sveitin lýkur tónleikaferðalaginu í Gamla bíói í kvöld en ætlar sér strax að loknum tónleikum að demba sér í hljóðver og taka upp nýja plötu. Tónleikagestir munu fá forsmekk af því sem koma skal, því þeir félagar lofa frumflutningi á nokkrum lögum í Gamla bíói. Lagalisti ADHD er eiginlega aldrei eins á tvennum tónleikum í röð en þeir félagar leika lög af öllum plötunum sínum.Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og kostar 3.300 krónur inn. Miðasala á midi.is.
Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið „Hann kann að dansa, maður minn!“ Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira