ADHD-menn böðuðu sig berrassaðir í Þýskalandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. janúar 2014 12:00 Hljómsveitin ADHD lýkur tónleikaferðalagi sínu í kvöld í Gamla bíói. mynd/spessi „Þetta er eins og fjölskylda og hefur alltaf verið það,“ segir Magnús Trygvason Eliassen, trommuleikari hljómsveitarinnar ADHD, en sveitin hefur verið á tónleikaferð um Evrópu undanfarnar vikur. Hljómsveitina skipa ásamt Magnúsi þeir Davíð Þór Jónsson, Ómar Guðjónsson og Óskar Guðjónsson og var hún mynduð í kringum blúshátíð Hafnar í Hornafirði árið 2007. Sveitin hafði hægt um sig á síðasta ári en gaf út tvær plötur árið 2012, AdHd 3 og AdHd 4. Tónleikaferðin er þriðja tónleikaferðalag þeirra á jafnmörgum árum. „Síðustu þrjár plöturnar okkar voru gefnar út af þýskri útgáfu og höfum við farið svona rúnt einu sinni á ári.“ Sveitin hefur alls gefið út fjórar plötur. Fyrsta platan, AdHd, var valin djassplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2010. Magnús, sem staddur var 1.230 metra yfir sjávarmáli þegar blaðamaður náði tali af honum, segir stemningu hafa verið mjög góða á tónleikum sveitarinnar og að mætingin hafi alls staðar verið alveg frábær. ADHD hefur verið á ferðalagi í rúmar tvær vikur og leikið á þrettán tónleikum. Fyrir utan tónleikahald hafa þeir félagar notað tímann í ýmislegt áhugavert. „Ég fór í fyrsta skipti í böð þar sem enginn var í sundklæðnaði. Þetta var í raun eins og fín sundlaug, nema það voru allir bara kviknaktir,“ segir Magnús léttur í lundu. Sveitin baðaði sig á þessum áhugaverða stað í Neuenburg í Svartaskógi. Magnús, sem er yngsti meðlimur ADHD, segir sveitina nána þrátt fyrir aldursmuninn. „Ég er svo gömul sál þannig að við náum allir rosalega vel saman.“ Sveitin lýkur tónleikaferðalaginu í Gamla bíói í kvöld en ætlar sér strax að loknum tónleikum að demba sér í hljóðver og taka upp nýja plötu. Tónleikagestir munu fá forsmekk af því sem koma skal, því þeir félagar lofa frumflutningi á nokkrum lögum í Gamla bíói. Lagalisti ADHD er eiginlega aldrei eins á tvennum tónleikum í röð en þeir félagar leika lög af öllum plötunum sínum.Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og kostar 3.300 krónur inn. Miðasala á midi.is. Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Þetta er eins og fjölskylda og hefur alltaf verið það,“ segir Magnús Trygvason Eliassen, trommuleikari hljómsveitarinnar ADHD, en sveitin hefur verið á tónleikaferð um Evrópu undanfarnar vikur. Hljómsveitina skipa ásamt Magnúsi þeir Davíð Þór Jónsson, Ómar Guðjónsson og Óskar Guðjónsson og var hún mynduð í kringum blúshátíð Hafnar í Hornafirði árið 2007. Sveitin hafði hægt um sig á síðasta ári en gaf út tvær plötur árið 2012, AdHd 3 og AdHd 4. Tónleikaferðin er þriðja tónleikaferðalag þeirra á jafnmörgum árum. „Síðustu þrjár plöturnar okkar voru gefnar út af þýskri útgáfu og höfum við farið svona rúnt einu sinni á ári.“ Sveitin hefur alls gefið út fjórar plötur. Fyrsta platan, AdHd, var valin djassplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum árið 2010. Magnús, sem staddur var 1.230 metra yfir sjávarmáli þegar blaðamaður náði tali af honum, segir stemningu hafa verið mjög góða á tónleikum sveitarinnar og að mætingin hafi alls staðar verið alveg frábær. ADHD hefur verið á ferðalagi í rúmar tvær vikur og leikið á þrettán tónleikum. Fyrir utan tónleikahald hafa þeir félagar notað tímann í ýmislegt áhugavert. „Ég fór í fyrsta skipti í böð þar sem enginn var í sundklæðnaði. Þetta var í raun eins og fín sundlaug, nema það voru allir bara kviknaktir,“ segir Magnús léttur í lundu. Sveitin baðaði sig á þessum áhugaverða stað í Neuenburg í Svartaskógi. Magnús, sem er yngsti meðlimur ADHD, segir sveitina nána þrátt fyrir aldursmuninn. „Ég er svo gömul sál þannig að við náum allir rosalega vel saman.“ Sveitin lýkur tónleikaferðalaginu í Gamla bíói í kvöld en ætlar sér strax að loknum tónleikum að demba sér í hljóðver og taka upp nýja plötu. Tónleikagestir munu fá forsmekk af því sem koma skal, því þeir félagar lofa frumflutningi á nokkrum lögum í Gamla bíói. Lagalisti ADHD er eiginlega aldrei eins á tvennum tónleikum í röð en þeir félagar leika lög af öllum plötunum sínum.Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og kostar 3.300 krónur inn. Miðasala á midi.is.
Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira