Heiðursgestur á Eurosonic-hátíð Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. janúar 2014 10:30 Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður og framkvæmdarstjóri Útóns. fréttablaðið/arnþór „Nú er að fara í gang fjármögnun verkefnisins og við verðum að svara því hvort Ísland þiggur boðið fyrir miðjan febrúar,“ segir Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útóns og trymbill með meiru. Íslandi hefur formlega verið boðið að vera heiðursgestur á Eurosonic-tónlistarhátíðinni í Groningen í Hollandi á næsta ári en hátíðin fer fram um miðjan janúar ár hvert. „Eurosonic er orðin að öflugustu kynningarhátíð Vestur-Evrópu um þessar mundir og má segja að þetta sé ekki ósvipað því þegar Ísland var heiðursgestur á bókmenntahátíðinni í Frankfurt árið 2011,“ útskýrir Sigtryggur. Einhver mesti styrkur Eurosonic er ráðstefnan sem fram fer á daginn, hana sóttu í ár 3.275 fagmenn úr tónlistargeiranum, meðal annars fulltrúar 419 tónlistarhátíða, og á ráðstefnunni taka menn fundi og reyna að sjá eitthvað af þeim 150 pallborðsumræðum og kynningum sem í boði eru. „Svo eru skoðaðir tónleikar með ferskustu tónlistarmönnum Evrópulandanna á kvöldin,“ bætir Sigtryggur við. Í ár voru Austurríkismenn heiðursgestir á Eurosonic og voru 38.700 gestir á hátíðinni frá 39 löndum að sjá 339 listamenn spila á 47 sviðum. Ísland hefur fengið mikla athygli fyrir tónlist sína síðustu ár og er þess skemmst að minnast að milli áranna 2012 og 2013 varð nánast tvöföldun á útflutningi á tónlist í formi tónleikahalds, 718 tónleikar voru haldnir utan landsteinanna árið 2012 en tæplega 1.400 árið 2013. Þess má geta að Austurríkismenn voru búnir að vera með beiðni inni hjá Eurosonic í fjögur ár um að vera „focusland“ en Íslandi er boðið þetta nokkuð óvænt. „Er það mál allra þeirra sem tekið hafa þennan kaleik að viðskipti hafi aukist mjög áþreifanlega í kjölfar þess, og beri þess merki í auknum bókunum þeirra listamanna sem fram hafa komið á hátíðinni auk mikils vaxtar í sölu tónlistar frá landinu.“ Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Nú er að fara í gang fjármögnun verkefnisins og við verðum að svara því hvort Ísland þiggur boðið fyrir miðjan febrúar,“ segir Sigtryggur Baldursson framkvæmdastjóri Útóns og trymbill með meiru. Íslandi hefur formlega verið boðið að vera heiðursgestur á Eurosonic-tónlistarhátíðinni í Groningen í Hollandi á næsta ári en hátíðin fer fram um miðjan janúar ár hvert. „Eurosonic er orðin að öflugustu kynningarhátíð Vestur-Evrópu um þessar mundir og má segja að þetta sé ekki ósvipað því þegar Ísland var heiðursgestur á bókmenntahátíðinni í Frankfurt árið 2011,“ útskýrir Sigtryggur. Einhver mesti styrkur Eurosonic er ráðstefnan sem fram fer á daginn, hana sóttu í ár 3.275 fagmenn úr tónlistargeiranum, meðal annars fulltrúar 419 tónlistarhátíða, og á ráðstefnunni taka menn fundi og reyna að sjá eitthvað af þeim 150 pallborðsumræðum og kynningum sem í boði eru. „Svo eru skoðaðir tónleikar með ferskustu tónlistarmönnum Evrópulandanna á kvöldin,“ bætir Sigtryggur við. Í ár voru Austurríkismenn heiðursgestir á Eurosonic og voru 38.700 gestir á hátíðinni frá 39 löndum að sjá 339 listamenn spila á 47 sviðum. Ísland hefur fengið mikla athygli fyrir tónlist sína síðustu ár og er þess skemmst að minnast að milli áranna 2012 og 2013 varð nánast tvöföldun á útflutningi á tónlist í formi tónleikahalds, 718 tónleikar voru haldnir utan landsteinanna árið 2012 en tæplega 1.400 árið 2013. Þess má geta að Austurríkismenn voru búnir að vera með beiðni inni hjá Eurosonic í fjögur ár um að vera „focusland“ en Íslandi er boðið þetta nokkuð óvænt. „Er það mál allra þeirra sem tekið hafa þennan kaleik að viðskipti hafi aukist mjög áþreifanlega í kjölfar þess, og beri þess merki í auknum bókunum þeirra listamanna sem fram hafa komið á hátíðinni auk mikils vaxtar í sölu tónlistar frá landinu.“
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira