Ásgeir Trausti toppar á Billboard Gunnar Leó Pálsson skrifar 27. janúar 2014 11:00 Ásgeir Trausti gerir það gott í Japan. fréttablaðið/vilhelm „Þetta er auðvitað alveg magnað og við vissum ekki af þessu fyrr en vinkona okkar, hún Yuka Ogura, sagði okkur frá þessu,“ segir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Trausta, en hann er að gera frábæra hluti í Japan þessa dagana. Ásgeir er í fyrsta sæti á Billboard Hot Overseas-listanum í Japan með smáskífulagið King and Cross. Þá er lagið í þrettánda sæti á Billboard Japan Hot 100 listanum. „Ogura sagðist aldrei hafa séð íslenska listamenn á þessum lista. Þetta er mælt með einhverri hlutfallsblöndu, blanda af spilun, iTunes-sölu og hversu oft hann er gúgglaður og skoðaður á Twitter. Þetta er einhvers konar hlutfall,“ útskýrir María Rut. Þá er Ásgeir í fyrsta sæti Billboard-listanum Next Big Sound, þar sem tekið er saman hröðustu og mestu sölurnar í liðinni viku á helstu tónlistarveitum á netinu og einnig tölfræðilegar líkur á mikilli velgengni í framtíðinni. Hinn 15. janúar kom Ásgeir fram á EBBA-verðlaunahátíðinni í Hollandi en hann hlaut einnig verðlaunin. EBBA-verðlaunin eru veitt því tónlistarfólki sem þykir hafa náð framúrskarandi árangri með tónlist sinni út yfir landamæri heimalandsins. „Við vorum að klára tónleika á Eurosonic og það var rosa flott, mjög vel heppnað og góðar undirtektir.“ Plata Ásgeirs, In the Silence, sem hefur fengið prýðisdóma í erlendum miðlum, kemur út í Evrópu í dag. Þá er hún komin í forsölu á tonlist.is með tveimur glænýjum aukalögum og þremur lögum í órafmagnaðri útgáfu. Í febrúar fer Ásgeir ásamt félögum sínum í fyrsta skipti til Asíu en þar koma þeir meðal annars fram með stórhljómsveitum á borð við Mogwai og The National. „Hann er auðvitað sérstaklega spenntur yfir að fara til Japans eftir þessar frábæru fréttir,“ segir María Rut. Bandaríkin eru næsti viðkomustaður á eftir Asíu en þó eru nánari staðsetningar innan Bandaríkjanna ekki staðfestar. Þegar Ásgeir og félagar hafa lokið ferð sinni um Bandaríkin halda þeir aftur til Evrópu. Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Þetta er auðvitað alveg magnað og við vissum ekki af þessu fyrr en vinkona okkar, hún Yuka Ogura, sagði okkur frá þessu,“ segir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Trausta, en hann er að gera frábæra hluti í Japan þessa dagana. Ásgeir er í fyrsta sæti á Billboard Hot Overseas-listanum í Japan með smáskífulagið King and Cross. Þá er lagið í þrettánda sæti á Billboard Japan Hot 100 listanum. „Ogura sagðist aldrei hafa séð íslenska listamenn á þessum lista. Þetta er mælt með einhverri hlutfallsblöndu, blanda af spilun, iTunes-sölu og hversu oft hann er gúgglaður og skoðaður á Twitter. Þetta er einhvers konar hlutfall,“ útskýrir María Rut. Þá er Ásgeir í fyrsta sæti Billboard-listanum Next Big Sound, þar sem tekið er saman hröðustu og mestu sölurnar í liðinni viku á helstu tónlistarveitum á netinu og einnig tölfræðilegar líkur á mikilli velgengni í framtíðinni. Hinn 15. janúar kom Ásgeir fram á EBBA-verðlaunahátíðinni í Hollandi en hann hlaut einnig verðlaunin. EBBA-verðlaunin eru veitt því tónlistarfólki sem þykir hafa náð framúrskarandi árangri með tónlist sinni út yfir landamæri heimalandsins. „Við vorum að klára tónleika á Eurosonic og það var rosa flott, mjög vel heppnað og góðar undirtektir.“ Plata Ásgeirs, In the Silence, sem hefur fengið prýðisdóma í erlendum miðlum, kemur út í Evrópu í dag. Þá er hún komin í forsölu á tonlist.is með tveimur glænýjum aukalögum og þremur lögum í órafmagnaðri útgáfu. Í febrúar fer Ásgeir ásamt félögum sínum í fyrsta skipti til Asíu en þar koma þeir meðal annars fram með stórhljómsveitum á borð við Mogwai og The National. „Hann er auðvitað sérstaklega spenntur yfir að fara til Japans eftir þessar frábæru fréttir,“ segir María Rut. Bandaríkin eru næsti viðkomustaður á eftir Asíu en þó eru nánari staðsetningar innan Bandaríkjanna ekki staðfestar. Þegar Ásgeir og félagar hafa lokið ferð sinni um Bandaríkin halda þeir aftur til Evrópu.
Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira