Saga fórnarlambs Mikael Torfason skrifar 27. janúar 2014 07:00 Aðalheiður Ámundadóttir, lögmaður og framkvæmdastjóri Pírata, hélt í síðustu viku erindi um stríðið gegn fíkniefnum í Háskólanum á Akureyri. Hún sagði í samtali við Vísi að hún hefði fjallað um meint mansal tengt fíkniefnaviðskiptum en við vitum flest að mörg burðardýr sem flytja hingað til lands fíkniefni eru ekki að þeirri iðju að fúsum og frjálsum vilja. Aðalheiður tók sem dæmi dóm sem kveðinn var upp í héraðsdómi nú fjórum dögum fyrir jól yfir ungri spænskri konu sem þá hafði nýlega náð 21 árs aldri. Unga konan kvaðst hafa verið neydd til að smygla hingað til lands kókaíni og segir í dómnum orðrétt: „ákærða skýrði svo frá hjá lögreglu og dóminum, sem ekki hefur verið hrakið, að tveir menn á Spáni, annar kunningi hennar, hafi krafist þess af henni að koma fíkniefnum fyrir í leggöngum hennar í þeim tilgangi að flytja þau milli landa. Ákærða hafi ekki getað komið fíkniefnunum fyrir og hafi mennirnir þá tekið hana með valdi, annar sest klofvega ofan á hana og hinn troðið tveimur pakkningum inn í leggöngin. Þeir hafi síðan haft í hótunum við hana, ekið henni heim þar sem hún bjó með móður sinni, sagt henni að pakka niður og beðið hennar á meðan fyrir utan heimili hennar. Þeir hafi síðan ekið henni á flugvöllinn og afhent henni flugmiða og fylgt henni eftir þar til hún var komin í gegnum öryggiseftirlitið. Ákærða gerði hins vegar engar tilraunir til að gefa sig fram við lögreglu eða tollverði á flugvellinum í Alicante né á Íslandi heldur ætlaði í gegnum græna hliðið við komuna hingað til lands. Einhver maður hafi átt að sækja hana á flugvöllinn hér á Íslandi en hún hafi síðan verið handtekin við komuna til landsins. Kvað hún mennina hafa hótað henni að gera móður hennar og systur mein, færi hún ekki eftir kröfum þeirra. Við líkamsleit tollvarða fannst ein pakkning af meintu kókaíni í nærbuxum hennar sem vigtaði 108 g. Ákærða gat ekki losað sig við hina pakkninguna og var hún flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en þar var tekin ákvörðun um að flytja hana á kvennadeild Landspítalans þar sem hún var svæfð og fíkniefnin sótt af lækni.“ Í dómsorði segir einnig að framburður ungu konunnar um að hún hafi verið neydd til ferðarinnar sé trúverðugur. Og hvað gerum við sem samfélag í því? Jú, við dæmum hana í fangelsi í tólf mánuði fyrir að hafa „leyft“ hrottum að beita sig þvingunum, ofbeldi og hótunum til að flytja hingað til lands 421,5 grömm af kókaíni sem við vitum öll að mikil eftirspurn er eftir hér á landi. Jú, og hún þarf auðvitað greiða allan sakarkostnað, sem er í þessu tilviki samtals 565.744 krónur auk aksturskostnaðar upp á 55.680 krónur. Þurfum við virkilega að ræða það eithvað frekar að stríðið gegn fíkniefnum er tapað og að halda því áfram kemur sárast niður á þeim sem síst skyldi. Í stríðinu gegn fíkniefnum er öllu snúið á hvolf og erfitt að sjá fyrir hvern þetta stríð er. Saga fórnarlambsins sem rakin hér að ofan er saga margra og við dæmum þessi fórnarlömb í fangelsi í stað þess að aðstoða þau. Skömmin er okkar en ekki ungu konunnar sem við dæmdum í fangelsi fjórum dögum fyrir jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Aðalheiður Ámundadóttir, lögmaður og framkvæmdastjóri Pírata, hélt í síðustu viku erindi um stríðið gegn fíkniefnum í Háskólanum á Akureyri. Hún sagði í samtali við Vísi að hún hefði fjallað um meint mansal tengt fíkniefnaviðskiptum en við vitum flest að mörg burðardýr sem flytja hingað til lands fíkniefni eru ekki að þeirri iðju að fúsum og frjálsum vilja. Aðalheiður tók sem dæmi dóm sem kveðinn var upp í héraðsdómi nú fjórum dögum fyrir jól yfir ungri spænskri konu sem þá hafði nýlega náð 21 árs aldri. Unga konan kvaðst hafa verið neydd til að smygla hingað til lands kókaíni og segir í dómnum orðrétt: „ákærða skýrði svo frá hjá lögreglu og dóminum, sem ekki hefur verið hrakið, að tveir menn á Spáni, annar kunningi hennar, hafi krafist þess af henni að koma fíkniefnum fyrir í leggöngum hennar í þeim tilgangi að flytja þau milli landa. Ákærða hafi ekki getað komið fíkniefnunum fyrir og hafi mennirnir þá tekið hana með valdi, annar sest klofvega ofan á hana og hinn troðið tveimur pakkningum inn í leggöngin. Þeir hafi síðan haft í hótunum við hana, ekið henni heim þar sem hún bjó með móður sinni, sagt henni að pakka niður og beðið hennar á meðan fyrir utan heimili hennar. Þeir hafi síðan ekið henni á flugvöllinn og afhent henni flugmiða og fylgt henni eftir þar til hún var komin í gegnum öryggiseftirlitið. Ákærða gerði hins vegar engar tilraunir til að gefa sig fram við lögreglu eða tollverði á flugvellinum í Alicante né á Íslandi heldur ætlaði í gegnum græna hliðið við komuna hingað til lands. Einhver maður hafi átt að sækja hana á flugvöllinn hér á Íslandi en hún hafi síðan verið handtekin við komuna til landsins. Kvað hún mennina hafa hótað henni að gera móður hennar og systur mein, færi hún ekki eftir kröfum þeirra. Við líkamsleit tollvarða fannst ein pakkning af meintu kókaíni í nærbuxum hennar sem vigtaði 108 g. Ákærða gat ekki losað sig við hina pakkninguna og var hún flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en þar var tekin ákvörðun um að flytja hana á kvennadeild Landspítalans þar sem hún var svæfð og fíkniefnin sótt af lækni.“ Í dómsorði segir einnig að framburður ungu konunnar um að hún hafi verið neydd til ferðarinnar sé trúverðugur. Og hvað gerum við sem samfélag í því? Jú, við dæmum hana í fangelsi í tólf mánuði fyrir að hafa „leyft“ hrottum að beita sig þvingunum, ofbeldi og hótunum til að flytja hingað til lands 421,5 grömm af kókaíni sem við vitum öll að mikil eftirspurn er eftir hér á landi. Jú, og hún þarf auðvitað greiða allan sakarkostnað, sem er í þessu tilviki samtals 565.744 krónur auk aksturskostnaðar upp á 55.680 krónur. Þurfum við virkilega að ræða það eithvað frekar að stríðið gegn fíkniefnum er tapað og að halda því áfram kemur sárast niður á þeim sem síst skyldi. Í stríðinu gegn fíkniefnum er öllu snúið á hvolf og erfitt að sjá fyrir hvern þetta stríð er. Saga fórnarlambsins sem rakin hér að ofan er saga margra og við dæmum þessi fórnarlömb í fangelsi í stað þess að aðstoða þau. Skömmin er okkar en ekki ungu konunnar sem við dæmdum í fangelsi fjórum dögum fyrir jól.