Úr Maus yfir í eldgamla sálma Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. janúar 2014 14:00 „Mér finnst gaman að stúdera eitthvað sem teygir sig aftur fyrir hina skóluðu hugsun,“ segir Páll Ragnar. Mynd/úr einkasafni „Þetta var heilmikill áfangi, vægast sagt,“ segir Páll Ragnar Pálsson glaðlega um doktorsvörn sína sem fór fram í Eistlandi 15. janúar. Ritgerð Páls Ragnars ber heitið: Melodies in the Poetry Book of Father Ólafur from Sandar: Religious Songs from Early 17th Century Iceland. Hann kveðst hafa heyrt fyrst um handrit séra Ólafs Jónssonar á Söndum í Dýrafirði þegar hann lærði íslenska tónlistarsögu hjá Árna Heimi Ingólfssyni til BA-náms í HÍ á árunum 2004-2007. Páll Ragnar er sonur Páls Bergssonar og Lilju Magnúsdóttur og rekur ættir sínar í Stykkishólm, Eyjafjörð og Suðursveit. Föðuramma hans var Valgerður Briem myndlistarkona og móðuramma Þóra Þorsteinsdóttir frá Sléttaleiti í Suðursveit. Sjálfur var hann lengi í hljómsveitinni Maus og hefur fengist við tónsmíðar og kennslu við Listaháskólann síðari ár. En aftur að doktorsverkefninu. „Séra Ólafur skrifaði ljóð og lög sem urðu þekkt um allt land á sínum tíma. Handrit hans er þó ekki til lengur. Hins vegar eru margar uppskriftir til af því og ég studdist við uppskrift séra Hjalta Þorsteinssonar frá Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp sem var gerð 1693, hún er í fínu ástandi og varðveitt á Þjóðarbókhlöðunni,“ segir Páll Ragnar og kveðst hafa stúderað tónlistina sem þar megi finna. „Laglínurnar eru skrifaðar upp á einfaldan hátt með litlum kassalaga nótum en enginn rythmi. Síðan hefur taugin slitnað og við vitum ekkert nákvæmlega, svo þetta er mikil og endalaus pæling. Ég var í raun að rannsaka allt sem ekki er skrifað, eitthvað sem gera verður ráð fyrir að fólk hafi kunnað. Það gerði ég með aðferðum prófessorsins míns, Urve Lippus, sem hefur rannsakað þjóðlagaarf þjóðanna kringum Eystrasaltið. Mér fannst gaman að stúdera eitthvað sem teygir sig aftur fyrir hina skóluðu hugsun.“ En komst þú ekki líka í textana sem séra Ólafur skrifaði? „Jú, og takturinn í tungumálinu er í raun aðal hljómfallið í lögunum.“ Skyldu andmælendur ekki hafa átt í erfiðleikum með að gagnrýna Pál Ragnar fyrst formið var svona frjálst? Hann hlær. „Það kom nú þarna finnskur prófessor, guðfræðingur og organisti sem reyndi eitthvað að setja ofan í við mig en það gekk ekki betur en svo að ég er að minnsta kosti kominn með gráðuna!“ Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Þetta var heilmikill áfangi, vægast sagt,“ segir Páll Ragnar Pálsson glaðlega um doktorsvörn sína sem fór fram í Eistlandi 15. janúar. Ritgerð Páls Ragnars ber heitið: Melodies in the Poetry Book of Father Ólafur from Sandar: Religious Songs from Early 17th Century Iceland. Hann kveðst hafa heyrt fyrst um handrit séra Ólafs Jónssonar á Söndum í Dýrafirði þegar hann lærði íslenska tónlistarsögu hjá Árna Heimi Ingólfssyni til BA-náms í HÍ á árunum 2004-2007. Páll Ragnar er sonur Páls Bergssonar og Lilju Magnúsdóttur og rekur ættir sínar í Stykkishólm, Eyjafjörð og Suðursveit. Föðuramma hans var Valgerður Briem myndlistarkona og móðuramma Þóra Þorsteinsdóttir frá Sléttaleiti í Suðursveit. Sjálfur var hann lengi í hljómsveitinni Maus og hefur fengist við tónsmíðar og kennslu við Listaháskólann síðari ár. En aftur að doktorsverkefninu. „Séra Ólafur skrifaði ljóð og lög sem urðu þekkt um allt land á sínum tíma. Handrit hans er þó ekki til lengur. Hins vegar eru margar uppskriftir til af því og ég studdist við uppskrift séra Hjalta Þorsteinssonar frá Vatnsfirði við Ísafjarðardjúp sem var gerð 1693, hún er í fínu ástandi og varðveitt á Þjóðarbókhlöðunni,“ segir Páll Ragnar og kveðst hafa stúderað tónlistina sem þar megi finna. „Laglínurnar eru skrifaðar upp á einfaldan hátt með litlum kassalaga nótum en enginn rythmi. Síðan hefur taugin slitnað og við vitum ekkert nákvæmlega, svo þetta er mikil og endalaus pæling. Ég var í raun að rannsaka allt sem ekki er skrifað, eitthvað sem gera verður ráð fyrir að fólk hafi kunnað. Það gerði ég með aðferðum prófessorsins míns, Urve Lippus, sem hefur rannsakað þjóðlagaarf þjóðanna kringum Eystrasaltið. Mér fannst gaman að stúdera eitthvað sem teygir sig aftur fyrir hina skóluðu hugsun.“ En komst þú ekki líka í textana sem séra Ólafur skrifaði? „Jú, og takturinn í tungumálinu er í raun aðal hljómfallið í lögunum.“ Skyldu andmælendur ekki hafa átt í erfiðleikum með að gagnrýna Pál Ragnar fyrst formið var svona frjálst? Hann hlær. „Það kom nú þarna finnskur prófessor, guðfræðingur og organisti sem reyndi eitthvað að setja ofan í við mig en það gekk ekki betur en svo að ég er að minnsta kosti kominn með gráðuna!“
Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Lífið samstarf Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira