Umsóknum hælisleitenda fjölgaði um nærri 130 prósent á tveimur árum Eva Bjarnadóttir skrifar 28. janúar 2014 07:15 Hælisleitendur Langur biðtími eftir afgreiðslu hælisumsókna getur verið ómannúðlegur segir Rauði krossinn. Fréttablaðið/Anton Tæplega fimmtíu prósent aukning varð á hælisumsóknum á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Ef litið er til ársins 2011 er aukningin nálægt 130 prósent. Samkvæmt nýju frumvarpi innanríkisráðherra er stefnt að því að stytta málsmeðferð hælisumsókna. Þá verður réttaröryggi hælisleitenda bætt með skipan nefndar, sem mun úrskurða um kærur vegna ákvarðana Útlendingastofnunar um brottvísanir hælisleitenda og frávísanir mála. „Þetta er lykilatriði og hagsmunamál bæði stjórnvalda og hælisleitenda,“ segir Atli Viðar Thorstensen, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, um breytingarnar og segir hann langa málsmeðferð hælisumsókna geta verið ómannúðlega. Meðalafgreiðslutími umsókna var 229 dagar árið 2012.Umsóknir um hæli og afgreiðsla á þeim.Auk þess að stytta bið hælisleitenda, mun styttri málsmeðferðartími koma til með að lækka kostnað ríkisins vegna umönnunar hælisleitenda, en kostnaðurinn nam 600 milljónum króna árið 2013. Verði af breytingunum mun hælisleitendi fá svar, innan 48 klukkustunda, við því hvort hann eigi rétt á að sækja um hæli hér á landi. Stuðst er við sambærilega reglu í Noregi. Endanlegt svar um það hvort viðkomandi fái hæli á Íslandi getur þó tekið lengri tíma. Jafnframt er lagt til að sett verði á fót úrskurðarnefnd um ákvarðanir Útlendingastofnunar sem varða brottvísanir og frávísanir mála hælisleitenda.Hægt verður að skjóta ákvörðunum Útlendingastofnunar til úrskurðarnefndar samkvæmt frumvarpi innanríkisráðherra.Fréttablaðið/StefánNúverandi fyrirkomulag, þar sem innanríkisráðuneytið úrskurðar, hefur verið gagnrýnt, meðal annars af Flóttamannastofnun og mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna, auk Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Við erum mjög ánægð með þessa kærunefnd og teljum hana vera stórt skref í rétta átt,“ segir Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Þetta snýst um trúverðugleika þess sem úrskurðar. Það er komið í veg fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra með skipan sjálfstæðs og óháðs aðila,“ segir Margrét, en gert er ráð fyrir aðkomu mannréttindasamtaka að úrskurðarnefndinni. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Tæplega fimmtíu prósent aukning varð á hælisumsóknum á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun. Ef litið er til ársins 2011 er aukningin nálægt 130 prósent. Samkvæmt nýju frumvarpi innanríkisráðherra er stefnt að því að stytta málsmeðferð hælisumsókna. Þá verður réttaröryggi hælisleitenda bætt með skipan nefndar, sem mun úrskurða um kærur vegna ákvarðana Útlendingastofnunar um brottvísanir hælisleitenda og frávísanir mála. „Þetta er lykilatriði og hagsmunamál bæði stjórnvalda og hælisleitenda,“ segir Atli Viðar Thorstensen, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum, um breytingarnar og segir hann langa málsmeðferð hælisumsókna geta verið ómannúðlega. Meðalafgreiðslutími umsókna var 229 dagar árið 2012.Umsóknir um hæli og afgreiðsla á þeim.Auk þess að stytta bið hælisleitenda, mun styttri málsmeðferðartími koma til með að lækka kostnað ríkisins vegna umönnunar hælisleitenda, en kostnaðurinn nam 600 milljónum króna árið 2013. Verði af breytingunum mun hælisleitendi fá svar, innan 48 klukkustunda, við því hvort hann eigi rétt á að sækja um hæli hér á landi. Stuðst er við sambærilega reglu í Noregi. Endanlegt svar um það hvort viðkomandi fái hæli á Íslandi getur þó tekið lengri tíma. Jafnframt er lagt til að sett verði á fót úrskurðarnefnd um ákvarðanir Útlendingastofnunar sem varða brottvísanir og frávísanir mála hælisleitenda.Hægt verður að skjóta ákvörðunum Útlendingastofnunar til úrskurðarnefndar samkvæmt frumvarpi innanríkisráðherra.Fréttablaðið/StefánNúverandi fyrirkomulag, þar sem innanríkisráðuneytið úrskurðar, hefur verið gagnrýnt, meðal annars af Flóttamannastofnun og mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna, auk Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Við erum mjög ánægð með þessa kærunefnd og teljum hana vera stórt skref í rétta átt,“ segir Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastýra Mannréttindaskrifstofu Íslands. „Þetta snýst um trúverðugleika þess sem úrskurðar. Það er komið í veg fyrir hugsanlega hagsmunaárekstra með skipan sjálfstæðs og óháðs aðila,“ segir Margrét, en gert er ráð fyrir aðkomu mannréttindasamtaka að úrskurðarnefndinni.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira