Brenna sig á einföldu atriði í viðtali Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 29. janúar 2014 09:00 Erik Christianson Chaillot segir það lykilatriði í atvinnuviðtali að segja frá eigin reynslu og verkefnum á skýran og greinargóðan hátt. Vísir/Stefán „Það er alltaf jafnleiðinlegt þegar reynslumiklir og hæfir atvinnuleitendur brenna sig á jafneinföldu atriði og að geta ekki sagt frá eigin reynslu og verkefnum á skýran og greinargóðan hátt. Þetta bitnar á framsögunni og í starfi mínu við ráðningar hef ég séð þetta koma of oft fyrir,“ segir Erik Christianson Chaillot, ráðgjafi á ráðningasviði Capacent. Hann segir að skiljanlega geti oft verið erfitt að rifja upp atriði langt aftur í tímann en einmitt þess vegna sé undirbúningurinn mikilvægur. „Gera má ráð fyrir að sá sem tekur viðtalið hafi skoðað gögn atvinnuleitandans. Ferilskráin segir samt sem áður takmarkaða sögu. Merking starfstitils fer eftir því við hvað atvinnuleitandinn hefur starfað. Til þess að koma sér almennilega á framfæri verða menn að kunna ferilskrána sína utan að og geta sagt söguna á bak við hana.“ Erik segir það algjört lykilatriði í atvinnuviðtali að nefna hvaða verkefnum hafi verið unnið að og hvar, hvert umfang verkefnanna hafi verið, hvaða breytingar hafi orðið vegna frumkvæðis viðkomandi, hvaða áskorunum hann hafi staðið frammi fyrir og hvernig hann hafi tekist á við þær. „Slíkar upplýsingar eru líklegar til að vekja athygli viðmælandans, ekki síst ef reynslan tengist þeirri ábyrgð og verkefnum sem mögulegt framtíðarstarf felur í sér. Það er ekki nóg að segja ég var bara í alls konar verkefnum eða sem stjórnandi kom ég eiginlega að öllu.“ Algengt er að atvinnuleitendur séu taugaóstyrkir fyrir atvinnuviðtal, að því er Erik greinir frá. „Góður undirbúningur eykur líkurnar á sjálfsöryggi og vellíðan í atvinnuviðtali. Hann minnkar einnig líkur á því að viðkomandi fái óvæntar spurningar.“ Að kynna sér fyrirtækið sem sótt er um starf hjá og starfið sjálft er einnig mikilvægt. „Það er gott að semja spurningar fyrir fram til að sýna áhuga og undirbúa svör við algengum spurningum, t.d. um eigin styrkleika og veikleika. Þar að auki er vert að benda á nauðsyn þess að vera snyrtilega klæddur,“ tekur Erik fram. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
„Það er alltaf jafnleiðinlegt þegar reynslumiklir og hæfir atvinnuleitendur brenna sig á jafneinföldu atriði og að geta ekki sagt frá eigin reynslu og verkefnum á skýran og greinargóðan hátt. Þetta bitnar á framsögunni og í starfi mínu við ráðningar hef ég séð þetta koma of oft fyrir,“ segir Erik Christianson Chaillot, ráðgjafi á ráðningasviði Capacent. Hann segir að skiljanlega geti oft verið erfitt að rifja upp atriði langt aftur í tímann en einmitt þess vegna sé undirbúningurinn mikilvægur. „Gera má ráð fyrir að sá sem tekur viðtalið hafi skoðað gögn atvinnuleitandans. Ferilskráin segir samt sem áður takmarkaða sögu. Merking starfstitils fer eftir því við hvað atvinnuleitandinn hefur starfað. Til þess að koma sér almennilega á framfæri verða menn að kunna ferilskrána sína utan að og geta sagt söguna á bak við hana.“ Erik segir það algjört lykilatriði í atvinnuviðtali að nefna hvaða verkefnum hafi verið unnið að og hvar, hvert umfang verkefnanna hafi verið, hvaða breytingar hafi orðið vegna frumkvæðis viðkomandi, hvaða áskorunum hann hafi staðið frammi fyrir og hvernig hann hafi tekist á við þær. „Slíkar upplýsingar eru líklegar til að vekja athygli viðmælandans, ekki síst ef reynslan tengist þeirri ábyrgð og verkefnum sem mögulegt framtíðarstarf felur í sér. Það er ekki nóg að segja ég var bara í alls konar verkefnum eða sem stjórnandi kom ég eiginlega að öllu.“ Algengt er að atvinnuleitendur séu taugaóstyrkir fyrir atvinnuviðtal, að því er Erik greinir frá. „Góður undirbúningur eykur líkurnar á sjálfsöryggi og vellíðan í atvinnuviðtali. Hann minnkar einnig líkur á því að viðkomandi fái óvæntar spurningar.“ Að kynna sér fyrirtækið sem sótt er um starf hjá og starfið sjálft er einnig mikilvægt. „Það er gott að semja spurningar fyrir fram til að sýna áhuga og undirbúa svör við algengum spurningum, t.d. um eigin styrkleika og veikleika. Þar að auki er vert að benda á nauðsyn þess að vera snyrtilega klæddur,“ tekur Erik fram.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira