Undanþágur kosta fyrirtæki og Seðlabanka 1,5 milljarða Óli Kristján Ármannsson skrifar 29. janúar 2014 07:00 Það kostar sitt að passa upp á að höftin haldi. Fréttablaðið/Rósa Torvelt er að setja verðmiða á kostnaðinn við gjaldeyrishöft. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor, segir hann þó kunna að vera minni en margur kynni að ætla því lönd lagi sig „merkilega vel“ að höftum. Mælistika verður illa lögð á glötuð tækifæri. Með framreikningi er hins vegar hægt að leggja mat á beinan kostnað fyrirtækja og Seðlabanka Íslands við veitingu undanþága frá höftum. Ef bara er litið til umsókna sem fengið hafa afgreiðslu Seðlabankans frá árinu 2009 til og með síðasta ári má ætla að beinn kostnaður nemi yfir einum og hálfum milljarði króna. Er þá gengið út frá því að beinn kostnaður við hverja umsókn nemi rúmum 412 þúsund krónum.Dæmi eru engu að síður um töluvert meiri kostnað, líkt og dregið var fram í skýrslu sem Viðskiptaráð Íslands vann í árslok 2011. Þar var bent á að sprotafyrirtækið Clara, sem í fyrra var selt Jive Software í Bandaríkjunum á rúman milljarð, hafi birt kostnaðinn við að fá millifærslu á einum Bandaríkjadal, sem þurfti til að stofna dótturfyrirtæki í Bandaríkjunum. Þar kom fram að tími Clöru var reiknaður 15 klukkustundir, 20 klukkustundir fóru í lögfræðing, og tvær í skjalaþýðingu. Á þeim tíma mat fyrirtækið kostnaðinn á 750 þúsund krónur, sem framreiknað miðað við vísitölu neysluverðs nemur rétt tæpum 814 þúsund krónum. Í ársskýrslum Seðlabankans má sjá að árin 2009 til 2012 voru afgreiddar 2.850 umsóknir, ýmist með heimild, synjun, synjun að hluta eða með öðrum hætti. Þau svör fengust hins vegar hjá bankanum að tölur síðasta árs yrðu ekki birtar fyrr en í ársreikningi í mars.Sérstök umfjöllun um skaðsemi gjaldeyrishafta er í Markaðnum sem fylgir Fréttablaðinu í dag. Tengdar fréttir Glötuð tækifæri mælast illa Hér hefur verið byggð upp óþarflega mikil þolinmæði gagnvart gjaldeyrishöftum, segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir lönd aðlagast höftum merkilega vel. Önnur lögmál kunni þó að eiga við um þróuð ríki en þróunarlönd. 29. janúar 2014 09:15 Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Torvelt er að setja verðmiða á kostnaðinn við gjaldeyrishöft. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor, segir hann þó kunna að vera minni en margur kynni að ætla því lönd lagi sig „merkilega vel“ að höftum. Mælistika verður illa lögð á glötuð tækifæri. Með framreikningi er hins vegar hægt að leggja mat á beinan kostnað fyrirtækja og Seðlabanka Íslands við veitingu undanþága frá höftum. Ef bara er litið til umsókna sem fengið hafa afgreiðslu Seðlabankans frá árinu 2009 til og með síðasta ári má ætla að beinn kostnaður nemi yfir einum og hálfum milljarði króna. Er þá gengið út frá því að beinn kostnaður við hverja umsókn nemi rúmum 412 þúsund krónum.Dæmi eru engu að síður um töluvert meiri kostnað, líkt og dregið var fram í skýrslu sem Viðskiptaráð Íslands vann í árslok 2011. Þar var bent á að sprotafyrirtækið Clara, sem í fyrra var selt Jive Software í Bandaríkjunum á rúman milljarð, hafi birt kostnaðinn við að fá millifærslu á einum Bandaríkjadal, sem þurfti til að stofna dótturfyrirtæki í Bandaríkjunum. Þar kom fram að tími Clöru var reiknaður 15 klukkustundir, 20 klukkustundir fóru í lögfræðing, og tvær í skjalaþýðingu. Á þeim tíma mat fyrirtækið kostnaðinn á 750 þúsund krónur, sem framreiknað miðað við vísitölu neysluverðs nemur rétt tæpum 814 þúsund krónum. Í ársskýrslum Seðlabankans má sjá að árin 2009 til 2012 voru afgreiddar 2.850 umsóknir, ýmist með heimild, synjun, synjun að hluta eða með öðrum hætti. Þau svör fengust hins vegar hjá bankanum að tölur síðasta árs yrðu ekki birtar fyrr en í ársreikningi í mars.Sérstök umfjöllun um skaðsemi gjaldeyrishafta er í Markaðnum sem fylgir Fréttablaðinu í dag.
Tengdar fréttir Glötuð tækifæri mælast illa Hér hefur verið byggð upp óþarflega mikil þolinmæði gagnvart gjaldeyrishöftum, segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir lönd aðlagast höftum merkilega vel. Önnur lögmál kunni þó að eiga við um þróuð ríki en þróunarlönd. 29. janúar 2014 09:15 Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Glötuð tækifæri mælast illa Hér hefur verið byggð upp óþarflega mikil þolinmæði gagnvart gjaldeyrishöftum, segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík, segir lönd aðlagast höftum merkilega vel. Önnur lögmál kunni þó að eiga við um þróuð ríki en þróunarlönd. 29. janúar 2014 09:15