Tíu tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis 2013 kynntar í gær Friðrika Benónýsdóttir skrifar 30. janúar 2014 11:00 Þessi fríði hópur var í gær tilnefndur til Viðurkenningar Hagþenkis sem veitt verður eftir mánuð. Fréttablaðið/Valli Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslugagna voru kynntar í gær og eftir mánuð verður athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þar sem tilkynnt verður hvaða höfundur hlýtur Viðurkenningu Hagþenkis 2013. Tíu verk voru tilnefnd að þessu sinni, allt framúrskarandi rit að sögn Friðbjargar Ingimarsdóttur, framkvæmdastýru Hagþenkis, sem segir óvenjumörg rit hafa komið til álita að þessu sinni. Viðurkenning Hagþenkis telst til virtustu og veglegustu verðlauna sem höfundum fræðilegra rita fyrir skóla og almenning geta hlotnast, að sögn Friðbjargar, og nemur verðlaunaupphæðin einni milljón króna. Viðurkenningaráð, skipað fimm félagsmönnum af ólíkum fræðasviðum til tveggja ára í senn, stendur að valinu og hóf ráðið störf um miðjan október á síðasta ári. Það skipa þau Auður Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur, Bjarni Ólafsson íslenskufræðingur, Íris Ellenberger sagnfræðingur, Sigmundur Einarsson jarðfræðingur og Þorbjörn Broddason félagsfræðingur. Verkefnastýra ráðsins er Friðbjörg Ingimarsdóttir.Þessi voru tilnefnd:Aðalsteinn Ingólfsson: Karólína Lárusdóttir. JPV. Edward Hákon Huijbens og Gunnar Þór Jóhannesson: Ferðamál á Íslandi. Mál og menning. Guðbjörg Kristjánsdóttir: Íslenska teiknibókin. Crymogea. Guðný Hallgrímsdóttir: Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur. Einsögurannsókn á ævi 18. aldar vinnukonu. Háskólaútgáfan. Halldór Björn Runólfsson og Ingimar Waage: Listasaga - Frá hellalist til 1900. Námsgagnastofnun. Hjörleifur Stefánsson: Af jörðu. Íslensk torfhús. Crymogea. Inga Lára Baldvinsdóttir: Sigfús Eymundsson myndasmiður. Frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar. Þjóðminjasafn Íslands. Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason (ritstjórar): Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar. Viðlagatrygging Íslands og Háskólaútgáfan. Sigrún Pálsdóttir: Sigrún og Friðgeir. Ferðasaga. JPV. Þorleifur Friðriksson: Dagar vinnu og vona. Saga Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í kreppu og köldu stríði. Háskólaútgáfan. Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslugagna voru kynntar í gær og eftir mánuð verður athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þar sem tilkynnt verður hvaða höfundur hlýtur Viðurkenningu Hagþenkis 2013. Tíu verk voru tilnefnd að þessu sinni, allt framúrskarandi rit að sögn Friðbjargar Ingimarsdóttur, framkvæmdastýru Hagþenkis, sem segir óvenjumörg rit hafa komið til álita að þessu sinni. Viðurkenning Hagþenkis telst til virtustu og veglegustu verðlauna sem höfundum fræðilegra rita fyrir skóla og almenning geta hlotnast, að sögn Friðbjargar, og nemur verðlaunaupphæðin einni milljón króna. Viðurkenningaráð, skipað fimm félagsmönnum af ólíkum fræðasviðum til tveggja ára í senn, stendur að valinu og hóf ráðið störf um miðjan október á síðasta ári. Það skipa þau Auður Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur, Bjarni Ólafsson íslenskufræðingur, Íris Ellenberger sagnfræðingur, Sigmundur Einarsson jarðfræðingur og Þorbjörn Broddason félagsfræðingur. Verkefnastýra ráðsins er Friðbjörg Ingimarsdóttir.Þessi voru tilnefnd:Aðalsteinn Ingólfsson: Karólína Lárusdóttir. JPV. Edward Hákon Huijbens og Gunnar Þór Jóhannesson: Ferðamál á Íslandi. Mál og menning. Guðbjörg Kristjánsdóttir: Íslenska teiknibókin. Crymogea. Guðný Hallgrímsdóttir: Sagan af Guðrúnu Ketilsdóttur. Einsögurannsókn á ævi 18. aldar vinnukonu. Háskólaútgáfan. Halldór Björn Runólfsson og Ingimar Waage: Listasaga - Frá hellalist til 1900. Námsgagnastofnun. Hjörleifur Stefánsson: Af jörðu. Íslensk torfhús. Crymogea. Inga Lára Baldvinsdóttir: Sigfús Eymundsson myndasmiður. Frumkvöðull íslenskrar ljósmyndunar. Þjóðminjasafn Íslands. Júlíus Sólnes, Freysteinn Sigmundsson og Bjarni Bessason (ritstjórar): Náttúruvá á Íslandi. Eldgos og jarðskjálftar. Viðlagatrygging Íslands og Háskólaútgáfan. Sigrún Pálsdóttir: Sigrún og Friðgeir. Ferðasaga. JPV. Þorleifur Friðriksson: Dagar vinnu og vona. Saga Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í kreppu og köldu stríði. Háskólaútgáfan.
Menning Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira