Menning

Móðurhlutverkið kemur við sögu

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Sigríður Ósk gengur með sitt fyrsta barn en lætur það ekki stoppa sig í söngnum.
Sigríður Ósk gengur með sitt fyrsta barn en lætur það ekki stoppa sig í söngnum. Fréttablaðið/Stefán
„Allir söngflokkarnir koma inn á móðurhlutverkið en verkin voru samt ekki valin sérstaklega með það í huga,“ segir Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran sem barnshafandi heldur einsöngstónleika í Kaldalónssal Hörpu annað kvöld við undirleik Ástríðar Öldu Sigurðardóttur píanóleikara.

„Við erum með nýlega tónlist, til dæmis þrjá undurfagra söngva sem Hjálmar H. Ragnarsson samdi fyrir uppsetningu Þjóðleikhússins á Pétri Gaut.

Undanhald samkvæmt áætlun er annað verk á dagskránni, það er djassaður söngvaflokkur eftir Gunnar Reyni Sveinsson við ljóð Steins Steinarrs og einnig frumflytjum við á Íslandi verkið Adriana Songs eftir finnska tónskáldið Kaija Saariaho sem er eitt fremsta nútímatónskáldið í dag, enda margverðlaunuð,“ lýsir Sigríður Ósk.

Tónleikarnir hefjast klukkan klukkan 21.30. Þeir eru liður í Myrkum músíkdögum og verður útvarpað beint hjá RÚV.

Þess má geta að Sigríður Ósk söng nýverið á tónleikum með Dame Emmu Kirkby í Cadogan Hall í London og þeim tónleikum var útvarpað á Classical FM í Englandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×