Einveruskortur einkennir verkin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. janúar 2014 14:00 Hekla reynir að koma sér vel fyrir á vinnustofunni. Sýningin You draw me crazy birtir verk tveggja akureyrskra listamanna, þeirra Arnars Ómarssonar og Heklu Bjartar Helgudóttur. Þau eru gestalistamenn á Godsbanen sem er miðstöð lista og menningar í Árósum. Síðustu þrjár vikur hafa þau Arnar og Hekla unnið og búið saman á lítilli vinnustofu og á þessu tímabili hafa þau unnið að eins konar greiningu hvort á öðru, Arnar hefur verið viðfangsefni Heklu og öfugt.Persónulegt rými er af skornum skammti hjá Arnari.Það tekur á taugarnar að vinna saman daglega frá morgni til kvölds í sama litla rýminu og verkefni Arnars og Heklu er á marga vegu athugun á hvers konar áhrifum og innblæstri þau hafi orðið fyrir í svo náinni sambúð. Skortur á einveru, þolmörk persónurýmis og berskjöldun einkennir verkin sem eru teikningar, myndbandsverk, textaverk og bókverk. Hægt er að fylgjast með þeim skötuhjúum á vefsíðunni youdrawmecrazy.com en þar setja þau inn daglegar færslur. Sýningin verður opnuð annað kvöld, 1. febrúar klukkan 20 á umræddri vinnustofu. Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hekla reynir að koma sér vel fyrir á vinnustofunni. Sýningin You draw me crazy birtir verk tveggja akureyrskra listamanna, þeirra Arnars Ómarssonar og Heklu Bjartar Helgudóttur. Þau eru gestalistamenn á Godsbanen sem er miðstöð lista og menningar í Árósum. Síðustu þrjár vikur hafa þau Arnar og Hekla unnið og búið saman á lítilli vinnustofu og á þessu tímabili hafa þau unnið að eins konar greiningu hvort á öðru, Arnar hefur verið viðfangsefni Heklu og öfugt.Persónulegt rými er af skornum skammti hjá Arnari.Það tekur á taugarnar að vinna saman daglega frá morgni til kvölds í sama litla rýminu og verkefni Arnars og Heklu er á marga vegu athugun á hvers konar áhrifum og innblæstri þau hafi orðið fyrir í svo náinni sambúð. Skortur á einveru, þolmörk persónurýmis og berskjöldun einkennir verkin sem eru teikningar, myndbandsverk, textaverk og bókverk. Hægt er að fylgjast með þeim skötuhjúum á vefsíðunni youdrawmecrazy.com en þar setja þau inn daglegar færslur. Sýningin verður opnuð annað kvöld, 1. febrúar klukkan 20 á umræddri vinnustofu.
Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira