Óskynsamleg skíðasniðganga Hildur Sverrisdóttir skrifar 1. febrúar 2014 06:00 Forseti Íslands og frú hafa þegið boð um að vera viðstödd Vetrarólympíuleikana í Sotsjí. Það er gott þrátt fyrir skiljanlega umræðu um hvort ráðamenn þjóðarinnar ættu að sniðganga leikana til að mótmæla grófum mannréttindabrotum Rússa gagnvart samkynhneigðum. Slík tillaga var meðal annars lögð fram á Alþingi sem er reyndar áhugavert því að sama dag stóðu sömu þingmenn og höfðu hvatt til sniðgöngu leikanna að jákvæðri umræðu um fríverslunarsamning við Kína. Það er áhugavert að sömu þingmenn hafi tekið sitthvora afstöðuna í þeim tveim málum því að um þau gilda í grunninn sömu lögmál; frjáls verslun brýtur niður múra í ríkjum sem þurfa að gera betur. Að sama skapi eru samskipti betri en útskúfun gagnvart ríkjum sem þurfa að gera betur. Á Ólympíuleikunum taka allir þátt á jafnréttisgrundvelli, sem stuðlar að friði og samvinnu þjóða – alveg eins og að í húsi Sameinuðu þjóðanna tala allir saman þótt mörg ríki megi þar gagnrýna fyrir stjórnarhætti sína. Það er vissulega ærin ástæða til að gagnrýna stefnu rússneskra stjórnvalda gagnvart samkynhneigðum. En það er vandséð hvar eigi að draga mörkin ef Ísland á í framtíðinni ekki að sniðganga flest alþjóðleg íþróttamót. Ráðamenn mættu á Ólympíuleikana í Kína til að hvetja silfurstrákana okkar þrátt fyrir mannréttindabrotin þar og forseti Íslands var um daginn að hvetja strákana okkar í Abú Dabí sem mun seint kallast fyrirheitna landið. Næstu Ólympíuleikar verða í Brasilíu þar sem verið er að jafna fátækrahverfi við jörðu til að rýma fyrir íþróttamannvirkjum og varla verður talið að Ísland sé fylgjandi dauðarefsingum ef við sniðgöngum ekki leika í Bandaríkjunum. Það er hægt að gagnrýna alltof margt úti um allan heim en sniðganga er ekki leiðin til þess. Miklu frekar eiga ráðamenn að mæta til Rússlands og fagna þegar íþróttamenn skarta naglalakki í regnbogalitunum og þegar Þjóðverjar mæta íklæddir sínum lítt dulbúnu skilaboðum. Nota tækifærið ef þeir hitta rússneska ráðamenn til að segja sína skoðun og hafa með sterkri og stoltri mannréttindavitund áhrif í öðrum ríkjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Forseti Íslands og frú hafa þegið boð um að vera viðstödd Vetrarólympíuleikana í Sotsjí. Það er gott þrátt fyrir skiljanlega umræðu um hvort ráðamenn þjóðarinnar ættu að sniðganga leikana til að mótmæla grófum mannréttindabrotum Rússa gagnvart samkynhneigðum. Slík tillaga var meðal annars lögð fram á Alþingi sem er reyndar áhugavert því að sama dag stóðu sömu þingmenn og höfðu hvatt til sniðgöngu leikanna að jákvæðri umræðu um fríverslunarsamning við Kína. Það er áhugavert að sömu þingmenn hafi tekið sitthvora afstöðuna í þeim tveim málum því að um þau gilda í grunninn sömu lögmál; frjáls verslun brýtur niður múra í ríkjum sem þurfa að gera betur. Að sama skapi eru samskipti betri en útskúfun gagnvart ríkjum sem þurfa að gera betur. Á Ólympíuleikunum taka allir þátt á jafnréttisgrundvelli, sem stuðlar að friði og samvinnu þjóða – alveg eins og að í húsi Sameinuðu þjóðanna tala allir saman þótt mörg ríki megi þar gagnrýna fyrir stjórnarhætti sína. Það er vissulega ærin ástæða til að gagnrýna stefnu rússneskra stjórnvalda gagnvart samkynhneigðum. En það er vandséð hvar eigi að draga mörkin ef Ísland á í framtíðinni ekki að sniðganga flest alþjóðleg íþróttamót. Ráðamenn mættu á Ólympíuleikana í Kína til að hvetja silfurstrákana okkar þrátt fyrir mannréttindabrotin þar og forseti Íslands var um daginn að hvetja strákana okkar í Abú Dabí sem mun seint kallast fyrirheitna landið. Næstu Ólympíuleikar verða í Brasilíu þar sem verið er að jafna fátækrahverfi við jörðu til að rýma fyrir íþróttamannvirkjum og varla verður talið að Ísland sé fylgjandi dauðarefsingum ef við sniðgöngum ekki leika í Bandaríkjunum. Það er hægt að gagnrýna alltof margt úti um allan heim en sniðganga er ekki leiðin til þess. Miklu frekar eiga ráðamenn að mæta til Rússlands og fagna þegar íþróttamenn skarta naglalakki í regnbogalitunum og þegar Þjóðverjar mæta íklæddir sínum lítt dulbúnu skilaboðum. Nota tækifærið ef þeir hitta rússneska ráðamenn til að segja sína skoðun og hafa með sterkri og stoltri mannréttindavitund áhrif í öðrum ríkjum.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun