Aum undanbrögð Ólafur Þ. Stephensen skrifar 4. febrúar 2014 06:00 Þrír fjórðuhlutar íslenzkra kjósenda vilja fá að greiða atkvæði um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið samhliða sveitarstjórnakosningunum í vor, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem var gerð í síðustu viku. Yfirgnæfandi meirihluti stuðningsmanna allra flokka vill kosningu um málið í vor. Fyrst var sagt frá þessum niðurstöðum í þætti Mikaels Torfasonar, Minni skoðun, á Stöð 2 á sunnudag. Þar var líka rifjað upp loforðið sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gaf kjósendum í þætti á Stöð 2 fyrir kosningar; að málið yrði útkljáð með atkvæðagreiðslu á fyrri hluta kjörtímabilsins. Bjarni var í þættinum minntur á þessi ummæli sín og spurður hvort halda ætti atkvæðagreiðsluna í vor. Ástæða er til að staldra við tvennt í svörunum. Annars vegar sagði Bjarni: „Ég held að það verði ekki. Svona atkvæðagreiðsla þarf að eiga sér ákveðinn aðdraganda.“ Já, vissulega þarf aðdraganda. Samkvæmt lögum um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna þarf að boða slíka atkvæðagreiðslu með þriggja mánaða fyrirvara. Sömuleiðis er rétt að fyrir liggi skýrslan, sem ríkisstjórnin hefur látið gera um stöðu aðildarviðræðnanna og þróun mála í ESB. Samkvæmt samningi utanríkisráðuneytisins og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands átti skýrslan að liggja fyrir 15. janúar. Hún hlýtur því að skila sér á allra næstu dögum. Varla verða í henni stórtíðindi, sem koma þingi og þjóð í opna skjöldu. Það er því vel framkvæmanlegt að Alþingi ræði skýrsluna og ákveði svo síðar í mánuðinum að halda þjóðaratkvæðagreiðslu, í góðan tíma fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem verða 31. maí. Hins vegar endurtók fjármálaráðherrann efnislega þau ummæli sín sem hann viðhafði á RÚV fyrir stuttu, spurður um kosningaloforðið, að bezt væri að klára breytingar á stjórnarskránni þannig að tiltekið hlutfall kjósenda geti krafizt þjóðaratkvæðagreiðslu. „Viljum við ekki bara komast frá þessari stöðu, að menn segi: Heyrðu, Bjarni, værir þú til í að leyfa okkur að kjósa um þetta eða hitt, hvort sem það er ESB eða Icesave eða hvað það á að heita, hvaða stóra mál? Við þurfum að komast á þann stað að klára þetta mál þannig að við færum réttinn til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu til fólksins í landinu,“ sagði Bjarni. Það er líka rétt hjá honum. Við þurfum að komast á þann stað. En við erum ekki komin þangað og enginn veit hvenær breytingum á stjórnarskránni verður lokið. Þess vegna hafði loforð hans fyrir kosningar efnislega þýðingu; ennþá er það svo að meirihluti Alþingis verður að ákveða að halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu af þessu tagi. Loforðið hljóðaði alls ekki upp á að beita sér fyrir breytingum á stjórnarskránni þannig að fólkið í landinu gæti á fyrri hluta kjörtímabilsins krafizt atkvæðagreiðslu! Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa eftir kosningar reynt með ýmsum hætti að drepa því á dreif sem sagt var fyrir kosningar, að þjóðin fengi að ákveða framhald aðildarviðræðnanna. Þeir hafa lagt til að spurt yrði um eitthvað annað, sagt að það væri ómögulegt að kjósa af því að ríkisstjórnin gæti orðið andsnúin niðurstöðunni og að ESB hafi í raun sjálft slitið aðildarviðræðunum, sem var reyndar jafnóðum borið til baka. Þessi nýjustu undanbrögð eru afskaplega aum, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Þrír fjórðuhlutar íslenzkra kjósenda vilja fá að greiða atkvæði um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið samhliða sveitarstjórnakosningunum í vor, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem var gerð í síðustu viku. Yfirgnæfandi meirihluti stuðningsmanna allra flokka vill kosningu um málið í vor. Fyrst var sagt frá þessum niðurstöðum í þætti Mikaels Torfasonar, Minni skoðun, á Stöð 2 á sunnudag. Þar var líka rifjað upp loforðið sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gaf kjósendum í þætti á Stöð 2 fyrir kosningar; að málið yrði útkljáð með atkvæðagreiðslu á fyrri hluta kjörtímabilsins. Bjarni var í þættinum minntur á þessi ummæli sín og spurður hvort halda ætti atkvæðagreiðsluna í vor. Ástæða er til að staldra við tvennt í svörunum. Annars vegar sagði Bjarni: „Ég held að það verði ekki. Svona atkvæðagreiðsla þarf að eiga sér ákveðinn aðdraganda.“ Já, vissulega þarf aðdraganda. Samkvæmt lögum um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna þarf að boða slíka atkvæðagreiðslu með þriggja mánaða fyrirvara. Sömuleiðis er rétt að fyrir liggi skýrslan, sem ríkisstjórnin hefur látið gera um stöðu aðildarviðræðnanna og þróun mála í ESB. Samkvæmt samningi utanríkisráðuneytisins og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands átti skýrslan að liggja fyrir 15. janúar. Hún hlýtur því að skila sér á allra næstu dögum. Varla verða í henni stórtíðindi, sem koma þingi og þjóð í opna skjöldu. Það er því vel framkvæmanlegt að Alþingi ræði skýrsluna og ákveði svo síðar í mánuðinum að halda þjóðaratkvæðagreiðslu, í góðan tíma fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem verða 31. maí. Hins vegar endurtók fjármálaráðherrann efnislega þau ummæli sín sem hann viðhafði á RÚV fyrir stuttu, spurður um kosningaloforðið, að bezt væri að klára breytingar á stjórnarskránni þannig að tiltekið hlutfall kjósenda geti krafizt þjóðaratkvæðagreiðslu. „Viljum við ekki bara komast frá þessari stöðu, að menn segi: Heyrðu, Bjarni, værir þú til í að leyfa okkur að kjósa um þetta eða hitt, hvort sem það er ESB eða Icesave eða hvað það á að heita, hvaða stóra mál? Við þurfum að komast á þann stað að klára þetta mál þannig að við færum réttinn til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu til fólksins í landinu,“ sagði Bjarni. Það er líka rétt hjá honum. Við þurfum að komast á þann stað. En við erum ekki komin þangað og enginn veit hvenær breytingum á stjórnarskránni verður lokið. Þess vegna hafði loforð hans fyrir kosningar efnislega þýðingu; ennþá er það svo að meirihluti Alþingis verður að ákveða að halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu af þessu tagi. Loforðið hljóðaði alls ekki upp á að beita sér fyrir breytingum á stjórnarskránni þannig að fólkið í landinu gæti á fyrri hluta kjörtímabilsins krafizt atkvæðagreiðslu! Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa eftir kosningar reynt með ýmsum hætti að drepa því á dreif sem sagt var fyrir kosningar, að þjóðin fengi að ákveða framhald aðildarviðræðnanna. Þeir hafa lagt til að spurt yrði um eitthvað annað, sagt að það væri ómögulegt að kjósa af því að ríkisstjórnin gæti orðið andsnúin niðurstöðunni og að ESB hafi í raun sjálft slitið aðildarviðræðunum, sem var reyndar jafnóðum borið til baka. Þessi nýjustu undanbrögð eru afskaplega aum, svo ekki sé dýpra í árinni tekið.
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun