Gamma ekki allsráðandi Freyr Bjarnason skrifar 5. febrúar 2014 07:00 Hjálmar Sveinsson segir að íbúðakaup Gamma virki svolítið eins og "cowboy kapitalismi“. Fréttablaðið/Vilhelm Félagið Gamma hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu vegna íbúðakaupa sinna á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að það hafi eignast allt að 350 íbúðir og hafa sumir áhyggjur af því að húsnæðisverð á svæðinu muni hækka mikið í kjölfarið. „Það yrði mjög slæmt ef svona félög væru allsráðandi á markaðnum. Það væri algjörlega andstætt okkar húsnæðisstefnu,“ segir Hjálmar Sveinsson, sem á sæti í skipulagsráði Reykjavíkurborgar, aðspurður. Hann bætir samt við að Gamma sé enn tiltölulega lítið á markaðnum. Til að mynda eigi Félagsbústaðir Reykjavíkurborgar um 2.200 íbúðir. „Við lítum svo á að félög af þessu tagi þurfi ekkert endilega að vera slæm. Það er mjög mikil hefð fyrir svona leigufélögum víða erlendis. Aðalatriðið er að Reykjavík standi sig í sinni húsnæðisstefnu og að réttur leigjenda sé ekki fyrir borð borinn.“ Aðspurður segir Hjálmar lítið hægt að gera þótt leiguverð hækki vegna kaupanna. „Það er ekkert hægt að gera nema að sjá til þess að það sé nægt framboð af húsnæði á viðráðanlegu verði. En ég skil vel að fólki bregði aðeins því þetta er nýtt á Íslandi. Þetta virkar svolítið eins og „cowboy kapitalismi“,“ segir hann. „Það er augljóslega verið að kaupa mikið upp í vesturbænum. Ég reikna með að leiguverð íbúða muni hækka og það er verið að nýta sér ákveðnar væntingar á markaði en þannig virkar kapitalisminn. Við viljum spyrna á móti með því að stórauka framboð á húsnæði.“ Hjálmar tekur fram að Reykjavíkurborg ætli að byggja 2.500 til 3.000 leigu- og búsetaréttaríbúðir næstu fimm árin til eflingar leigumarkaðarins. „Það er hlutverk borgarinnar að skapa grundvöll fyrir fjárfesta og sérstaklega húsnæðissamvinnufélög á borð við Búseta til að geta byggt slík fjölbýlishús,“ segir hann og nefnir byggingu 250 íbúða við Einholt og Þverholt og 150 íbúð á Hampiðjureitnum í því samhengi. „Þessi stefna er þegar komin í framkvæmd.“ Samkeppniseftirlitið hefur ekki tekið íbúðakaup Gamma til athugunar og því liggur ekkert fyrir um aðgerðir af hálfu þess. „Þetta hefur ekki komið á okkar borð og er ekki til skoðunar,“ segir Páll Gunnar Pálsson, formaður Samkeppniseftirlitsins. Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
Félagið Gamma hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu vegna íbúðakaupa sinna á höfuðborgarsvæðinu. Talið er að það hafi eignast allt að 350 íbúðir og hafa sumir áhyggjur af því að húsnæðisverð á svæðinu muni hækka mikið í kjölfarið. „Það yrði mjög slæmt ef svona félög væru allsráðandi á markaðnum. Það væri algjörlega andstætt okkar húsnæðisstefnu,“ segir Hjálmar Sveinsson, sem á sæti í skipulagsráði Reykjavíkurborgar, aðspurður. Hann bætir samt við að Gamma sé enn tiltölulega lítið á markaðnum. Til að mynda eigi Félagsbústaðir Reykjavíkurborgar um 2.200 íbúðir. „Við lítum svo á að félög af þessu tagi þurfi ekkert endilega að vera slæm. Það er mjög mikil hefð fyrir svona leigufélögum víða erlendis. Aðalatriðið er að Reykjavík standi sig í sinni húsnæðisstefnu og að réttur leigjenda sé ekki fyrir borð borinn.“ Aðspurður segir Hjálmar lítið hægt að gera þótt leiguverð hækki vegna kaupanna. „Það er ekkert hægt að gera nema að sjá til þess að það sé nægt framboð af húsnæði á viðráðanlegu verði. En ég skil vel að fólki bregði aðeins því þetta er nýtt á Íslandi. Þetta virkar svolítið eins og „cowboy kapitalismi“,“ segir hann. „Það er augljóslega verið að kaupa mikið upp í vesturbænum. Ég reikna með að leiguverð íbúða muni hækka og það er verið að nýta sér ákveðnar væntingar á markaði en þannig virkar kapitalisminn. Við viljum spyrna á móti með því að stórauka framboð á húsnæði.“ Hjálmar tekur fram að Reykjavíkurborg ætli að byggja 2.500 til 3.000 leigu- og búsetaréttaríbúðir næstu fimm árin til eflingar leigumarkaðarins. „Það er hlutverk borgarinnar að skapa grundvöll fyrir fjárfesta og sérstaklega húsnæðissamvinnufélög á borð við Búseta til að geta byggt slík fjölbýlishús,“ segir hann og nefnir byggingu 250 íbúða við Einholt og Þverholt og 150 íbúð á Hampiðjureitnum í því samhengi. „Þessi stefna er þegar komin í framkvæmd.“ Samkeppniseftirlitið hefur ekki tekið íbúðakaup Gamma til athugunar og því liggur ekkert fyrir um aðgerðir af hálfu þess. „Þetta hefur ekki komið á okkar borð og er ekki til skoðunar,“ segir Páll Gunnar Pálsson, formaður Samkeppniseftirlitsins.
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira