Valdimar fer í sína fyrstu Evrópuferð Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. febrúar 2014 11:00 Hljómsveitin Valdimar er hér í Stuttgart, ásamt Reini (þriðji f.h.), sem er eigandi tónleikastaðarins og jafnframt eigandi speglanna sem brotnuðu. mynd/einkasafn „Þetta er fyrsta formlega tónleikaferðalagið okkar á erlendri grundu,“ segir Valdimar Guðmundsson, söngvari hljómsveitarinnar Valdimars. Hljómsveitin var stödd í höfuðborg Þýskalands, Berlín, þegar að blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af söngvaranum. Sveitin hélt út þann 31. janúar og dvelur ytra til 10. febrúar. „Við spilum á sjö tónleikum í heildina, fimm tónleikum víðs vegar um Þýskaland og svo verða stakir tónleikar í Austurríki og í Sviss,“ útskýrir Valdimar. Tónleikastaðirnir eru misjafnir, allt frá leikhúsum yfir í stofur í heimahúsum. „Við spiluðum á svokölluðum stofutónleikum sem fram fóru í stofunni heima hjá kærustu gítarleikarans í hljómsveitinni Kapnorth sem er frá Sviss.“Hljómsveitin Valdimar er hér að koma sér í gírinn fyrir tónleika.mynd/einkasafnHljómsveitin Kapnorth fékk Valdimar og félaga til koma með sér á tónleikaferðalag en þeir sáu Valdimar spila á tónleikum á Faktorý. „Þeir sáu okkur á tónleikum þegar þeir voru hér á landi að taka upp plötu og í kjölfarið spurðu þeir okkur hvort við værum til í að koma til Sviss og spila með þeim.“ Tónleikaplönin breyttust og fyrr en varir var búið að skipuleggja tónleikaferðalag. Ferðalagið hefur gengið vel hingað til og hefur ávallt myndast góð stemning á tónleikum sveitarinnar. „Þetta hefur gengið vel, við höfum ekki lent í neinum hremmingum nema þegar Kristinn hljómborðsleikari braut spegla í íbúðinni sem við gistum í.“ Kristinn Evertsson hljómborðsleikari varð fyrir því óláni að brjóta tvo spegla í íbúð sem sveitin dvaldi í sem varð til þess að fleiri meðlimir skáru sig á speglabrotunum. „Þetta var nú bara slys, ekkert alvarlegt en það skáru sig reyndar nokkrir.“ Eins og flestir vita eru textar sveitarinnar á íslensku, hvernig tekur fólk íslensku textunum ytra? „Í gærkvöldi var ég að tala við Þjóðverja sem mættu á tónleika, ég sagði að við værum að pæla í að semja enska texta sem myndu henta betur á erlendan markað, þá sagði Þjóðverjinn að það væri miklu betra að hafa textana á íslensku. Íslenskan hefur því hingað til bara verið til góðs,“ útskýrir Valdimar. Spurður út í þau verkefni sem taka við þegar heim er komið, segir Valdimar vinnu í nýrri plötu taka við. „Við erum búnir að taka upp nokkra grunna og ætlum að halda áfram að vinna í nýju plötunni,“ segir Valdimar og bætir við að sveitin stefni á að gefa út nýja plötu síðar á árinu. Hljómsveitin hefur áður gefið út tvær breiðskífur, Undraland og Um stund. Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta er fyrsta formlega tónleikaferðalagið okkar á erlendri grundu,“ segir Valdimar Guðmundsson, söngvari hljómsveitarinnar Valdimars. Hljómsveitin var stödd í höfuðborg Þýskalands, Berlín, þegar að blaðamaður Fréttablaðsins náði tali af söngvaranum. Sveitin hélt út þann 31. janúar og dvelur ytra til 10. febrúar. „Við spilum á sjö tónleikum í heildina, fimm tónleikum víðs vegar um Þýskaland og svo verða stakir tónleikar í Austurríki og í Sviss,“ útskýrir Valdimar. Tónleikastaðirnir eru misjafnir, allt frá leikhúsum yfir í stofur í heimahúsum. „Við spiluðum á svokölluðum stofutónleikum sem fram fóru í stofunni heima hjá kærustu gítarleikarans í hljómsveitinni Kapnorth sem er frá Sviss.“Hljómsveitin Valdimar er hér að koma sér í gírinn fyrir tónleika.mynd/einkasafnHljómsveitin Kapnorth fékk Valdimar og félaga til koma með sér á tónleikaferðalag en þeir sáu Valdimar spila á tónleikum á Faktorý. „Þeir sáu okkur á tónleikum þegar þeir voru hér á landi að taka upp plötu og í kjölfarið spurðu þeir okkur hvort við værum til í að koma til Sviss og spila með þeim.“ Tónleikaplönin breyttust og fyrr en varir var búið að skipuleggja tónleikaferðalag. Ferðalagið hefur gengið vel hingað til og hefur ávallt myndast góð stemning á tónleikum sveitarinnar. „Þetta hefur gengið vel, við höfum ekki lent í neinum hremmingum nema þegar Kristinn hljómborðsleikari braut spegla í íbúðinni sem við gistum í.“ Kristinn Evertsson hljómborðsleikari varð fyrir því óláni að brjóta tvo spegla í íbúð sem sveitin dvaldi í sem varð til þess að fleiri meðlimir skáru sig á speglabrotunum. „Þetta var nú bara slys, ekkert alvarlegt en það skáru sig reyndar nokkrir.“ Eins og flestir vita eru textar sveitarinnar á íslensku, hvernig tekur fólk íslensku textunum ytra? „Í gærkvöldi var ég að tala við Þjóðverja sem mættu á tónleika, ég sagði að við værum að pæla í að semja enska texta sem myndu henta betur á erlendan markað, þá sagði Þjóðverjinn að það væri miklu betra að hafa textana á íslensku. Íslenskan hefur því hingað til bara verið til góðs,“ útskýrir Valdimar. Spurður út í þau verkefni sem taka við þegar heim er komið, segir Valdimar vinnu í nýrri plötu taka við. „Við erum búnir að taka upp nokkra grunna og ætlum að halda áfram að vinna í nýju plötunni,“ segir Valdimar og bætir við að sveitin stefni á að gefa út nýja plötu síðar á árinu. Hljómsveitin hefur áður gefið út tvær breiðskífur, Undraland og Um stund.
Tónlist Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Lífið samstarf Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira