Spunatónleikar í Landnámssetrinu 6. febrúar 2014 08:30 Voces spontane MYND/Úr einkasafni „Þau langaði að koma og spila aðeins úti á landi, vera ekki bara í Reykjavík, og leyfa landsbyggðinni að njóta krafta sinna,“ segir Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Landnámssetursins, en austurríski spunahópurinn Voces spontane spilar í Landnámssetrinu í Borgarnesi í kvöld klukkan 20. „Hópurinn kemur til landsins í tengslum við Myrka músíkdaga, en stofnandi hópsins, Sibyl Urbancic hafði samband og við tókum því fagnandi,“ heldur Sigríður áfram. „Þetta er æðislegt tónlistarfólk og þau eru að gera eitthvað mjög sérstakt,“ segir Sigríður jafnframt. Austurríski spunahópurinn Voces spontane var stofnaður árið 1993 af Sibyl Urbancic. Spunahópurinn hefur áður komið fram á Íslandi á Kirkjulistahátíð Hallgrímskirkju, ásamt Manuelu Wiesler flautuleikara, á MMD í Borgarleikhúsinu, á Þjóðlagahátíð á Siglufirði, og haldið spunanámskeið í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hópurinn kemur nú frá Vínarborg til Íslands í fjórða sinn, að þessu sinni með klarinettutvennunni Stump-Linshalm, en þau eru bæði kennarar við Tónlistarháskólann í Vín, eins og félagar þeirra í Voces spontane. Fyrir tónleikaferðina til Íslands 2014 á Myrka músíkdaga í Hörpu, Landnámssetrið í Borgarnesi og Vatnasafnið í Stykkishólmi, valdi hópurinn tónsmíðar skrifaðar fyrir klarinettudúóið af diskunum Short Cuts til að byggja spunann á. Þannig geta áheyrendur valið verk, sem þeir vilja heyra flutt og spunnið út frá. Á listanum eru einnig tvö nýsamin verk tileinkuð Stump-Linshalm eftir Atla Heimi Sveinsson og Petru Stump, sem voru frumflutt á tónleikum hópsins á Myrkum músíkdögum í Reykjavík í ár. Spuninn felst í notkun raddar, blokkflautu, klarinettu og látbragðsleiks. Flytjendur eru Johann Leutgeb, bariton, Katharina Lugmayr, blokkflautur og Karin Schneider-Riessner, alt, ásamt klarinettu-dúóinu Stump-Linshalm, sem eru þau Heinz-Peter Linshalm og Petra Stump. Menning Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Sjá meira
„Þau langaði að koma og spila aðeins úti á landi, vera ekki bara í Reykjavík, og leyfa landsbyggðinni að njóta krafta sinna,“ segir Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Landnámssetursins, en austurríski spunahópurinn Voces spontane spilar í Landnámssetrinu í Borgarnesi í kvöld klukkan 20. „Hópurinn kemur til landsins í tengslum við Myrka músíkdaga, en stofnandi hópsins, Sibyl Urbancic hafði samband og við tókum því fagnandi,“ heldur Sigríður áfram. „Þetta er æðislegt tónlistarfólk og þau eru að gera eitthvað mjög sérstakt,“ segir Sigríður jafnframt. Austurríski spunahópurinn Voces spontane var stofnaður árið 1993 af Sibyl Urbancic. Spunahópurinn hefur áður komið fram á Íslandi á Kirkjulistahátíð Hallgrímskirkju, ásamt Manuelu Wiesler flautuleikara, á MMD í Borgarleikhúsinu, á Þjóðlagahátíð á Siglufirði, og haldið spunanámskeið í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Hópurinn kemur nú frá Vínarborg til Íslands í fjórða sinn, að þessu sinni með klarinettutvennunni Stump-Linshalm, en þau eru bæði kennarar við Tónlistarháskólann í Vín, eins og félagar þeirra í Voces spontane. Fyrir tónleikaferðina til Íslands 2014 á Myrka músíkdaga í Hörpu, Landnámssetrið í Borgarnesi og Vatnasafnið í Stykkishólmi, valdi hópurinn tónsmíðar skrifaðar fyrir klarinettudúóið af diskunum Short Cuts til að byggja spunann á. Þannig geta áheyrendur valið verk, sem þeir vilja heyra flutt og spunnið út frá. Á listanum eru einnig tvö nýsamin verk tileinkuð Stump-Linshalm eftir Atla Heimi Sveinsson og Petru Stump, sem voru frumflutt á tónleikum hópsins á Myrkum músíkdögum í Reykjavík í ár. Spuninn felst í notkun raddar, blokkflautu, klarinettu og látbragðsleiks. Flytjendur eru Johann Leutgeb, bariton, Katharina Lugmayr, blokkflautur og Karin Schneider-Riessner, alt, ásamt klarinettu-dúóinu Stump-Linshalm, sem eru þau Heinz-Peter Linshalm og Petra Stump.
Menning Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Lífið Fleiri fréttir Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Sjá meira