Dansinn er frábær útflutningsvara Friðrika Benónýsdóttir skrifar 7. febrúar 2014 10:00 Valgerður Rúnarsdóttir: "Útgangspunktur okkar í sköpunarferlinu voru minningar okkar.“ Vísir/Daníel Þetta er verk sem ég vinn í mjög nánu samstarfi við dansara Íslenska dansflokksins,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir höfundur Farangurs, eins þriggja verka sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir annað kvöld. „Í verkinu eru fimm dansarar og útgangspunktur okkar í sköpunarferlinu voru minningar okkar og hvernig minningar breytast, ekki síst í frásögnum.“ Þótt Valgerður sé höfundur verksins segist hún engan veginn hafa verið einhver einvaldur. „Ég varpa fram einhverjum hugmyndum, þau taka þær lengra, síðan köstum við boltanum á milli okkar og úr verður sýning.“ Tónlistin sem Valgerður samdi dansana við er eftir Daníel Bjarnason. „Þetta eru nokkur tónverk sem Daníel hefur gefið út,“ útskýrir hún. „Tónlistin hans er svo æðisleg og gaman að fá að nota hana. Síðan erum við reyndar líka að nota nokkur dægurlög, en grunnurinn er tónlistin hans Danna.“ Valgerður dansaði sjálf með Íslenska dansflokknum í nokkur ár en hefur undanfarin ár unnið með einum eftirsóttasta danshöfundi heims, Sidi Larbi Cherkaoui frá Belgíu. „Hann er stórstjarna í dansheiminum og því samstarfi hafa fylgt mjög mikil ferðalög, núna síðast um Brasilíu,“ segir hún. „En ég bý hér heima og fer bara í túra eins og tónlistarfólk gerir gjarna. Þannig að ég hef mikið búið í ferðatöskum undanfarin ár.“Í verkinu Farangur dansa fimm dansarar.Og hvað er fram undan eftir frumsýningu? „Farangur fer til Ítalíu í apríl og vonandi víðar. Erlendar hátíðir eru forvitnar um hvað er að gerast á Íslandi og þá sérstaklega það sem íslenskir danshöfundar eru að gera. Annars ætla ég bara að vera hérna heima, halda áfram að vinna og fara með sýningarnar mínar í útrás erlendis. Dansinn er svo frábær útflutningsvara, engir tungumálaörðugleikar, við erum ekki með stóra sviðsmynd, það þarf bara að taka nokkra dansara og búninga og leggja af stað.“ Hin verkin tvö sem mynda þríleikinn eru Berserkir eftir danska danshöfundinn Lene Boel og Tilbrigði eftir Láru Stefánsdóttur, listrænan stjórnanda Íslenska dansflokksins. Tilbrigði er eindans sem sameinar dans og tónlistarflutning en Bryndís Halla Gylfadóttir, leiðandi sellóleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, leikur tónverk finnska tónskáldsins Jeans Sibelius, Theme and variations for Solo Cello, frá 1887. Dansarinn er eins og endurkast af tónlistinni, leikur með tilbrigði, endurtekin form og blæbrigði. Í verki Lene Boel, Berserkir, er blandað saman break, nútímadansi og ballett með akróbatísku tvisti. Verkið tengir saman fortíðina og nútíðina en Lene leitaði innblásturs í rúnir, víkinga, tölvuleiki og raunveruleikaþætti við gerð verksins. Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Þetta er verk sem ég vinn í mjög nánu samstarfi við dansara Íslenska dansflokksins,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir höfundur Farangurs, eins þriggja verka sem Íslenski dansflokkurinn frumsýnir annað kvöld. „Í verkinu eru fimm dansarar og útgangspunktur okkar í sköpunarferlinu voru minningar okkar og hvernig minningar breytast, ekki síst í frásögnum.“ Þótt Valgerður sé höfundur verksins segist hún engan veginn hafa verið einhver einvaldur. „Ég varpa fram einhverjum hugmyndum, þau taka þær lengra, síðan köstum við boltanum á milli okkar og úr verður sýning.“ Tónlistin sem Valgerður samdi dansana við er eftir Daníel Bjarnason. „Þetta eru nokkur tónverk sem Daníel hefur gefið út,“ útskýrir hún. „Tónlistin hans er svo æðisleg og gaman að fá að nota hana. Síðan erum við reyndar líka að nota nokkur dægurlög, en grunnurinn er tónlistin hans Danna.“ Valgerður dansaði sjálf með Íslenska dansflokknum í nokkur ár en hefur undanfarin ár unnið með einum eftirsóttasta danshöfundi heims, Sidi Larbi Cherkaoui frá Belgíu. „Hann er stórstjarna í dansheiminum og því samstarfi hafa fylgt mjög mikil ferðalög, núna síðast um Brasilíu,“ segir hún. „En ég bý hér heima og fer bara í túra eins og tónlistarfólk gerir gjarna. Þannig að ég hef mikið búið í ferðatöskum undanfarin ár.“Í verkinu Farangur dansa fimm dansarar.Og hvað er fram undan eftir frumsýningu? „Farangur fer til Ítalíu í apríl og vonandi víðar. Erlendar hátíðir eru forvitnar um hvað er að gerast á Íslandi og þá sérstaklega það sem íslenskir danshöfundar eru að gera. Annars ætla ég bara að vera hérna heima, halda áfram að vinna og fara með sýningarnar mínar í útrás erlendis. Dansinn er svo frábær útflutningsvara, engir tungumálaörðugleikar, við erum ekki með stóra sviðsmynd, það þarf bara að taka nokkra dansara og búninga og leggja af stað.“ Hin verkin tvö sem mynda þríleikinn eru Berserkir eftir danska danshöfundinn Lene Boel og Tilbrigði eftir Láru Stefánsdóttur, listrænan stjórnanda Íslenska dansflokksins. Tilbrigði er eindans sem sameinar dans og tónlistarflutning en Bryndís Halla Gylfadóttir, leiðandi sellóleikari Sinfóníuhljómsveitar Íslands, leikur tónverk finnska tónskáldsins Jeans Sibelius, Theme and variations for Solo Cello, frá 1887. Dansarinn er eins og endurkast af tónlistinni, leikur með tilbrigði, endurtekin form og blæbrigði. Í verki Lene Boel, Berserkir, er blandað saman break, nútímadansi og ballett með akróbatísku tvisti. Verkið tengir saman fortíðina og nútíðina en Lene leitaði innblásturs í rúnir, víkinga, tölvuleiki og raunveruleikaþætti við gerð verksins.
Menning Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku Gagnrýni Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Lífið „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Lífið „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Lífið Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Tónlist Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Lífið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira