Fráleitt að ræða ekki kostnaðarhliðina Þorsteinn Pálsson skrifar 8. febrúar 2014 06:00 Það eru tvær hliðar á flugvallarmálinu. Önnur snýr að staðsetningunni. Hin veit að kostnaðinum. Tekist er á um staðsetninguna. En kostnaðurinn er ekki til umræðu. Hann skiptir þó höfuðmáli því að staðsetningarumræðan er framtíðarmál meðan við eigum ekki fyrir nýjum velli. Gísli Marteinn Baldursson, fyrrum borgarfulltrúi, skrifaði á dögunum grein þar sem hann staðhæfði að innan Sjálfstæðisflokksins væri einkum deilt um það hvort tilgangurinn helgaði meðalið í pólitík. Annars vegar væru þeir sem vildu taka afstöðu eftir málefnum. Hins vegar væru þeir sem vildu harða andstöðu við allt án tillits til þess hvers eðlis málefnin eru til að skerpa andstöðuna og gera kostina skýrari. Þetta er svo sem gamalkunnugt álitaefni í pólitík en hefur ef til vill ekki skipt samherjum í svo afgerandi hópa áður. Þó að nýr leiðtogi hafi skerpt málflutning flokksins virðist hann fremur fylgja línu málefnalegra stjórnmálaátaka. Það er mjög í samræmi við öfluga og árangursríka forystu hans fyrir Samtökum íslenskra sveitarfélaga í mörg ár. Í sveitarstjórnarmálum er vissulega rúm fyrir hugmyndafræðilegan ágreining en það er miklu minna en í landsmálapólitíkinni. Ein helsta ástæðan fyrir því er sú að verkefni sveitarfélaganna eru ákveðin með lögum. Fyrir vikið verður sveitarstjórnarpólitík sjaldan eins litrík og skylmingar á Alþingi. En það eru gerðar sömu kröfur um ábyrgð í fjármálum á báðum stöðum. Málefnapólitík reynir meir á hæfni manna en skrumið. En stundum á skrumið meir upp á pallborðið hjá kjósendum.Verður stærsta málið ekki rætt? Flugvallarmálið er stærsta álitaefnið sem borgarbúar þurfa að taka afstöðu til. Það hefur með samkomulagi borgarstjórnarinnar og ríkisstjórnarinnar verið tekið út úr umræðunni og sett í nefnd. Viðleitni til sátta er ekki slæm. En efni þessa samkomulags bendir samt til að menn séu að flýja veruleikann. Flugvallarmálið er snúið. Frá skipulagssjónarmiði liggja mörg skynsamleg rök til þess að nýta flugvallarsvæðið með öðrum hætti. Veruleikinn er hins vegar sá að hvorki Reykjavíkurborg né ríkissjóður hafa fjárhagslegan styrk til þess að gera nýjan flugvöll á næstu átta árum. Samkomulag borgarinnar og ríkisins um að flugvöllurinn fari í raun 2022 og tíminn þangað til verði notaður til að kanna nýtt flugvallarstæði byggist á því að peningar séu til framkvæmda á þeim tíma. Ella er það fullkomlega ómarktækt. Peningarnir eru hins vegar ekki til. Þess vegna felst engin önnur sátt í samkomulaginu en að samkjafta um stærsta málið. Ef Reykjavíkurborg ætlar að loka flugvellinum á hún að réttu lagi að kosta nýjan. Skýra þarf hvers vegna ríkisvaldið hefur ekki sett fram þá kröfu. Þótt horft sé fram hjá því er með öllu óskiljanlegt hvers vegna peningahlið þessa máls er ekki rædd. Það á að vera lýðræðisleg krafa að draga peningahlið flugvallarmálsins inn í kosningabaráttuna þannig að það megi ræða málefnalega í heild sinni.Flugvöll eða Landspítala Samkomulagið felur í sér að annar aðilinn hefur ákveðið loka flugstarfsemi á svæðinu á tilteknum tíma en hinn hefur fallist á að skoða hvort unnt er að leysa úr þeim vanda á þeim árum sem eru til stefnu. Það vantar jafnvægi í slíka sátt. Fjárhagsstaða ríkissjóðs hefur ekki leyft að hafist verði handa við byggingu nýs Landspítala. Öllum er ljóst að á næstu átta árum verður ekki ráðist í hvort tveggja spítalabyggingu og flugvallargerð. Forgangsröðun er því óhjákvæmileg. Ákvörðun Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar, sem er komin í stað Besta flokksins, um lokun flugvallarins innan átta ára þýðir að þeir flokkar hafa tekið ákvörðun um að setja byggingu Landspítalans fyrir aftan flugvallargerð. Á sama hátt hefur ríkisstjórnin fallist á að skoða hvort svo eigi að gera. Það er þessi forgangsröðun sem borgarbúar þurfa að ræða fyrir kosningarnar í vor. Spurningin er einfaldlega þessi: Hvaða flokkar styðja þá forgangsröð? Raunveruleg sáttagjörð gæti falist í því að skjóta ákvörðun um lokun flugvallarins nægjanlega langt inn í framtíðina til að menn geti verið vissir um að gerð nýs flugvallar trufli ekki spítalabygginguna. Jafnframt ætti ríkisvaldið að skoða hvort aukið tímasvigrúm gæfi ekki tilefni til að sameina innanlandsflug og millilandaflug á nýjum flugvelli nær borginni en Keflavík er, þegar fjárhagsaðstæður leyfa. Af því hlytist rekstrarhagkvæmni. Aðalatriðið er að eigi að taka flugvallarmálið út úr umræðunni þarf samkomulag þar um að vera raunhæft en ekki út í bláinn eins og nú er. Þetta getur kallað fram ágreining en hann má ræða á málefnalegum forsendum og með hliðsjón af raunverulegri fjárhagsstöðu ríkisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Það eru tvær hliðar á flugvallarmálinu. Önnur snýr að staðsetningunni. Hin veit að kostnaðinum. Tekist er á um staðsetninguna. En kostnaðurinn er ekki til umræðu. Hann skiptir þó höfuðmáli því að staðsetningarumræðan er framtíðarmál meðan við eigum ekki fyrir nýjum velli. Gísli Marteinn Baldursson, fyrrum borgarfulltrúi, skrifaði á dögunum grein þar sem hann staðhæfði að innan Sjálfstæðisflokksins væri einkum deilt um það hvort tilgangurinn helgaði meðalið í pólitík. Annars vegar væru þeir sem vildu taka afstöðu eftir málefnum. Hins vegar væru þeir sem vildu harða andstöðu við allt án tillits til þess hvers eðlis málefnin eru til að skerpa andstöðuna og gera kostina skýrari. Þetta er svo sem gamalkunnugt álitaefni í pólitík en hefur ef til vill ekki skipt samherjum í svo afgerandi hópa áður. Þó að nýr leiðtogi hafi skerpt málflutning flokksins virðist hann fremur fylgja línu málefnalegra stjórnmálaátaka. Það er mjög í samræmi við öfluga og árangursríka forystu hans fyrir Samtökum íslenskra sveitarfélaga í mörg ár. Í sveitarstjórnarmálum er vissulega rúm fyrir hugmyndafræðilegan ágreining en það er miklu minna en í landsmálapólitíkinni. Ein helsta ástæðan fyrir því er sú að verkefni sveitarfélaganna eru ákveðin með lögum. Fyrir vikið verður sveitarstjórnarpólitík sjaldan eins litrík og skylmingar á Alþingi. En það eru gerðar sömu kröfur um ábyrgð í fjármálum á báðum stöðum. Málefnapólitík reynir meir á hæfni manna en skrumið. En stundum á skrumið meir upp á pallborðið hjá kjósendum.Verður stærsta málið ekki rætt? Flugvallarmálið er stærsta álitaefnið sem borgarbúar þurfa að taka afstöðu til. Það hefur með samkomulagi borgarstjórnarinnar og ríkisstjórnarinnar verið tekið út úr umræðunni og sett í nefnd. Viðleitni til sátta er ekki slæm. En efni þessa samkomulags bendir samt til að menn séu að flýja veruleikann. Flugvallarmálið er snúið. Frá skipulagssjónarmiði liggja mörg skynsamleg rök til þess að nýta flugvallarsvæðið með öðrum hætti. Veruleikinn er hins vegar sá að hvorki Reykjavíkurborg né ríkissjóður hafa fjárhagslegan styrk til þess að gera nýjan flugvöll á næstu átta árum. Samkomulag borgarinnar og ríkisins um að flugvöllurinn fari í raun 2022 og tíminn þangað til verði notaður til að kanna nýtt flugvallarstæði byggist á því að peningar séu til framkvæmda á þeim tíma. Ella er það fullkomlega ómarktækt. Peningarnir eru hins vegar ekki til. Þess vegna felst engin önnur sátt í samkomulaginu en að samkjafta um stærsta málið. Ef Reykjavíkurborg ætlar að loka flugvellinum á hún að réttu lagi að kosta nýjan. Skýra þarf hvers vegna ríkisvaldið hefur ekki sett fram þá kröfu. Þótt horft sé fram hjá því er með öllu óskiljanlegt hvers vegna peningahlið þessa máls er ekki rædd. Það á að vera lýðræðisleg krafa að draga peningahlið flugvallarmálsins inn í kosningabaráttuna þannig að það megi ræða málefnalega í heild sinni.Flugvöll eða Landspítala Samkomulagið felur í sér að annar aðilinn hefur ákveðið loka flugstarfsemi á svæðinu á tilteknum tíma en hinn hefur fallist á að skoða hvort unnt er að leysa úr þeim vanda á þeim árum sem eru til stefnu. Það vantar jafnvægi í slíka sátt. Fjárhagsstaða ríkissjóðs hefur ekki leyft að hafist verði handa við byggingu nýs Landspítala. Öllum er ljóst að á næstu átta árum verður ekki ráðist í hvort tveggja spítalabyggingu og flugvallargerð. Forgangsröðun er því óhjákvæmileg. Ákvörðun Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar, sem er komin í stað Besta flokksins, um lokun flugvallarins innan átta ára þýðir að þeir flokkar hafa tekið ákvörðun um að setja byggingu Landspítalans fyrir aftan flugvallargerð. Á sama hátt hefur ríkisstjórnin fallist á að skoða hvort svo eigi að gera. Það er þessi forgangsröðun sem borgarbúar þurfa að ræða fyrir kosningarnar í vor. Spurningin er einfaldlega þessi: Hvaða flokkar styðja þá forgangsröð? Raunveruleg sáttagjörð gæti falist í því að skjóta ákvörðun um lokun flugvallarins nægjanlega langt inn í framtíðina til að menn geti verið vissir um að gerð nýs flugvallar trufli ekki spítalabygginguna. Jafnframt ætti ríkisvaldið að skoða hvort aukið tímasvigrúm gæfi ekki tilefni til að sameina innanlandsflug og millilandaflug á nýjum flugvelli nær borginni en Keflavík er, þegar fjárhagsaðstæður leyfa. Af því hlytist rekstrarhagkvæmni. Aðalatriðið er að eigi að taka flugvallarmálið út úr umræðunni þarf samkomulag þar um að vera raunhæft en ekki út í bláinn eins og nú er. Þetta getur kallað fram ágreining en hann má ræða á málefnalegum forsendum og með hliðsjón af raunverulegri fjárhagsstöðu ríkisins.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun