Lífið samstarf

Lebowski bar með sigurdrykkinn

Það er alltaf gaman á Lebowski bar og á því verður engin undantekning um helgina þegar Reykjavík Cocktail Weekend-hátíðin verður haldin.
Það er alltaf gaman á Lebowski bar og á því verður engin undantekning um helgina þegar Reykjavík Cocktail Weekend-hátíðin verður haldin. vísir/Stefán
Lebowski bar verður með í Reykjavík Cocktail Weekend og verða þar nokkrir kokteilar á tilboði.

„Við verðum með fjóra kokteila á hlægilegu verði eða á þúsund krónur glasið,“ segir Helgi Tómas Sigurðarson, vaktstjóri á Lebowski bar. „Við verðum á léttu nótunum hér á Lebowski og bjóðum upp á þetta svakalega tilboð bæði á föstudag og laugardag frá klukkan átta.“

Girnilegir kokteilar á tilboði

Kokteilarnir verða hverjir öðrum betri að sögn Helga en þeir bera allir skemmtileg nöfn. „Fyrstan skal nefna kokteilinn Hoffman en hann er til minningar um leikarann Philip Seymour Hoffman sem lést á dögunum. Hoffman lék í myndinni Big Lebowski sem barinn er nefndur eftir þannig að hann átti stað í hjörtum okkar hér á Lebowski.

Síðan er það Holy Moly sem er risastór, ferskur, bleikur drykkur. Það fyrsta sem fólk hugsar þegar það sér drykkinn er einmitt „hólímólí“, þaðan kemur nafnið. Svo er það drykkurinn Jesus en það var persóna í myndinni sem var kölluð Jesus. Fjórði kokteillinn er svo Darth Vader sem er ein aðalpersónan í Stjörnustríðsmyndunum en strákurinn sem bjó drykkinn til er mikill aðdáandi þeirra mynda. Sá drykkur er svartur enda með dassi af pepsí í.

Við verðum einnig með einn óáfengan drykk en hann er mjög einfaldur hjá okkur, hann heitir Preggó og er stórt sódavatnsglas með sítrónu,“ segir Helgi.

Hoffman sigurvegari

Helgi segir Hoffman vera það góðan kokteil að ef Lebowski bar tæki þátt í barþjónakeppninni sem haldin verður í lok Reykjavík Cocktail Weekend yrði hann sigurvegari. „Við erum ekki faglærð hérna á Lebowski en ef við værum með myndum við taka titilinn. Hoffman er sigurvegari.“

Þeir Haraldur og Helgi á Lebowski verða á léttu nótunum um helgina og ætla að bjóða upp á kokteilinn Hoffman.Myndir/stefán
Flott tónlist og góður matur

Á Lebowski bar er hægt að fá sér að snæða til klukkan tíu á kvöldin alla daga. „Við erum með flottan matseðil og meðal annars tvo hamborgara sem allir verða að smakka, HoneybooBBQ og Steikarborgara.

Hjá okkur er alltaf mikið stuð og á fimmtudögum er hér Movie-Quiz og þá er allt troðfullt. Við erum með tvær hæðir og efri hæðin er opnuð á miðnætti. Hún er hentug fyrir hópa og er gott að panta hana snemma þar sem hún er uppbókuð hverja helgi. Það er mikið að gera öll kvöld og viðskiptavinirnir eru á breiðu aldursbili. Við spilum líka fjölbreytta og skemmtilega tónlist sem allir geta dansað við,“ segir Helgi.

Darth Vader
Darth Vader

3 cl Southern

Comfort Lime

3 cl Smirnoff Green Apple

1½ cl Amaretto

Dass lime-safi

*Hrist*

Fyllt upp með pepsi

Holy Moly
Holy Moly

3 cl Baccardi Razz

1½ cl Cointreau

1½ cl Smirnoff Green Apple

1½ cl Peach-líkjör

1½ cl jarðarberja­síróp

15 cl trönuberjasafi

6 cl ananassafi

2 lime-sneiðar

Dass eggjahvíta

*Hrist*

Hátt kokteilglas

með kirsuberi á toppnum Lime á brúnina

Jesus
Jesus

3 cl Smirnoff Green Apple

3 cl Sourz grænn

3 cl CuraÇao Blue½

6 cl appelsínusafi

Fyllt upp með Red Bull Lime á brúnina

Hoffman
Hoffman

3 cl rjómi

3 cl Kahlúa

3 cl Kaniltá

*Hrist*

Hellt í viskíglas

Þeyttur rjómi og kanill á toppnum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×