Fer fremst á sviðið á skemmtiferðaskipi Gunnar Leó Pálsson skrifar 12. febrúar 2014 09:00 Ragnar Zolberg kemur fram á útgáfutónleikum ásamt hljómsveit sinni, Sign í Austurbæ áður en hann heldur af stað í siglingu um Karíbahaf. F.v. Arnar Grétarsson, Ragnar Zolberg, Leo Margarit og Ragnar Ólafsson fréttablaðið/vilhelm „Þetta er geggjaður heiður en þetta er flókið efni og krefjandi,“ segir tónlistarmaðurinn Ragnar Zolberg sem þarf að bregða sér í hlutverk aðalsöngvara og aðalgítarleikara sænsku rokkhljómsveitarinnar Pain of Salvation. Fyrir stuttu fékk Daniel Gildenlöw, söngvari sveitarinnar, lífshættulega streptókokkasýkingu-a og hefur legið á gjörgæslu síðan. Ragnar hefur þó verið að vinna með hljómsveitinni undanfarin misseri en aldrei sem aðalsöngvari. Sveitin var bókuð á rokktónlistarhátíðina Progressive Nation at Sea, sem fram fer á skemmtiferðaskipi, þegar Gildenlöw veiktist. „Þetta er tónlistarhátíð sem fram fer á stóru skemmtiferðarskipi og það siglir frá Miami til Bahamaeyja í fjögurra daga siglingu,“ útskýrir Ragnar. Það varð ljóst að Daniel mundi ekki geta farið í siglinguna en hann spurði þá Ragnar hvort hann gæti fyllt í skarðið fyrir sig. „Þetta er mjög óvenjuleg beiðni þar sem Daniel er aðallagahöfundurinn og frontmaður hljómsveitarinnar. Hann er líka álitinn vera einn af hæfileikaríkari tónlistarmönnum innan prog-rokkgeirans og er þetta því stórt skarð að fylla.“ Ragnar nær að taka eina æfingu sem aðalsöngvari sveitarinnar áður haldið verður út. Gildenlöw er þekktur fyrir að geta sungið fimm áttundir en það eru ekki margir sem ná því. „Ég næ háu nótunum en næ ekki alveg bassaröddunum. Þetta verður eitthvert mix, ég fæ kannski smá hjálp frá hinum strákunum,“ segir Ragnar léttur í lundu. Ragnar heldur út til Bandaríkjanna í næstu viku og hefur þar með ekki langan tíma til að læra öll lögin að fullu. Í þessari tónlistarsiglingu koma fram meðal annars Jon Anderson, söngvari hljómsveitarinnar YES, Adrian Belew, sem unnið hefur með Frank Zappa, David Bowie og King Crimson, og eitt stærsta átrúnaðargoð Ragnars, Devin Townsend. Hljómsveit Ragnars, Sign, hefur undanfarna daga verið að æfa fyrir útgáfutónleika sveitarinnar sem fram fara í Austurbæ næstkomandi fimmtudag, til að fagna útgáfu fimmtu breiðskífu sinnar, Hermd. Leo Margarit, trommuleikari Pain of Salvation, sér um trommuleik á þessari plötu en hann mun einnig koma fram á útgáfutónleikum hljómsveitarinnar í Austurbæ. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og fer miðasala fram á midi.is. Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta er geggjaður heiður en þetta er flókið efni og krefjandi,“ segir tónlistarmaðurinn Ragnar Zolberg sem þarf að bregða sér í hlutverk aðalsöngvara og aðalgítarleikara sænsku rokkhljómsveitarinnar Pain of Salvation. Fyrir stuttu fékk Daniel Gildenlöw, söngvari sveitarinnar, lífshættulega streptókokkasýkingu-a og hefur legið á gjörgæslu síðan. Ragnar hefur þó verið að vinna með hljómsveitinni undanfarin misseri en aldrei sem aðalsöngvari. Sveitin var bókuð á rokktónlistarhátíðina Progressive Nation at Sea, sem fram fer á skemmtiferðaskipi, þegar Gildenlöw veiktist. „Þetta er tónlistarhátíð sem fram fer á stóru skemmtiferðarskipi og það siglir frá Miami til Bahamaeyja í fjögurra daga siglingu,“ útskýrir Ragnar. Það varð ljóst að Daniel mundi ekki geta farið í siglinguna en hann spurði þá Ragnar hvort hann gæti fyllt í skarðið fyrir sig. „Þetta er mjög óvenjuleg beiðni þar sem Daniel er aðallagahöfundurinn og frontmaður hljómsveitarinnar. Hann er líka álitinn vera einn af hæfileikaríkari tónlistarmönnum innan prog-rokkgeirans og er þetta því stórt skarð að fylla.“ Ragnar nær að taka eina æfingu sem aðalsöngvari sveitarinnar áður haldið verður út. Gildenlöw er þekktur fyrir að geta sungið fimm áttundir en það eru ekki margir sem ná því. „Ég næ háu nótunum en næ ekki alveg bassaröddunum. Þetta verður eitthvert mix, ég fæ kannski smá hjálp frá hinum strákunum,“ segir Ragnar léttur í lundu. Ragnar heldur út til Bandaríkjanna í næstu viku og hefur þar með ekki langan tíma til að læra öll lögin að fullu. Í þessari tónlistarsiglingu koma fram meðal annars Jon Anderson, söngvari hljómsveitarinnar YES, Adrian Belew, sem unnið hefur með Frank Zappa, David Bowie og King Crimson, og eitt stærsta átrúnaðargoð Ragnars, Devin Townsend. Hljómsveit Ragnars, Sign, hefur undanfarna daga verið að æfa fyrir útgáfutónleika sveitarinnar sem fram fara í Austurbæ næstkomandi fimmtudag, til að fagna útgáfu fimmtu breiðskífu sinnar, Hermd. Leo Margarit, trommuleikari Pain of Salvation, sér um trommuleik á þessari plötu en hann mun einnig koma fram á útgáfutónleikum hljómsveitarinnar í Austurbæ. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og fer miðasala fram á midi.is.
Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira