Skipti var barn síns tíma Haraldur Guðmundsson skrifar 13. febrúar 2014 07:30 Orri Hauksson er ósammála því að stofnun Skipta árið 2007 hafi verið mistök. Vísir/Pjetur „Þetta var tiltölulega augljós ákvörðun því við stefnum á skráningu á markað og viljum hafa skilvirka einingu hér innanhúss með stuttum boðleiðum og skýrum ferlum,“ segir Orri Hauksson, nýr forstjóri Símans. Hann tók við stöðunni í gær þegar rekstur fjarskiptafyrirtækisins og móðurfélagsins Skipta var sameinaður undir nafni Símans. Orri var ráðinn forstjóri Skipta í nóvember á síðasta ári og mánuði síðar var hafin vinna við að útfæra mögulegar breytingar á félaginu. Breytingarnar sem Síminn hefur nú kynnt eiga að sögn Orra að leiða til aukinnar hagkvæmni í rekstri og draga úr tvíverknaði. Framkvæmdastjórum félagsins var í gær fækkað úr níu í fimm og skipurit þess einfaldað. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans frá árinu 2007 og starfsmaður félagsins til átján ára, lét af störfum en hann mun áfram veita Símanum ráðgjöf við einstök verkefni. Á næstu dögum verða iðnaðarmenn fengnir til að mæta í höfuðstöðvarnar í Ármúla til að taka Skipta-skiltið af húsinu þar sem það hefur hangið frá því félagið var stofnað árið 2007. „Á þeim tíma voru menn stórhuga og ætluðu sér að vinna lönd annars staðar. Sumt gekk mjög vel og sumt alls ekki. Eftir bankaáfallið og ýmislegt sem á gekk var farið í að reyna að losa félagið við ytri eignir og sópa þessu til baka. Þess vegna var þetta fyrirkomulag, að vera með móðurfélag yfir stærstu einingunni, Símanum, barn síns tíma,“ segir Orri. Hann er ósammála því að stofnun móðurfélagsins hafi verið mistök. „Menn sáu ekki fyrir þessa meiriháttar fjármálakrísu sem breytti öllum forsendum. Ef einhver hefði vitað það þá hefði ákvörðunin klárlega verið mistök.“Segir skilið við skrifstofuna Félögin Míla og Skjárinn eru nú að fullu í eigu Símans. Míla hefur frá árinu 2007 séð um grunnfjarskiptakerfi Skipta og Orri segir rekstrarlegt sjálfstæði Mílu verða aukið á næstunni. „Þessi aðgerð í gær er kannski upp á annað hundrað milljónir í kostnaðarhagræðingu árlega. Hins vegar stólum við á að hún skili auknu stjórnunarhagræði fram á við og við teljum að það sé miklu mikilvægara en þessi eini kostnaðarþáttur sem var lækkaður í gær. Bara það að eitt fyrirtæki hafi þurft að stóla á annað varðandi mannauð eða húsnæði hefur skapað mjög mælanlegan kostnað hér á undanförnum árum,“ segir Orri. Hann ætlar að segja skilið við áttatíu fermetra skrifstofu sína og færa sig niður um hæð þar sem framkvæmdastjórn Símans starfar í opnu rými. Aukin hagkvæmni í rekstri og einfaldara skipulag eiga að sögn Orra, ásamt öðru, að leiða fyrirtækið inn í breytta tíma. „Fjarskiptabransinn er nú þannig að vörur sem fyrirtæki eins og Síminn hafa selt á síðustu árum, eins og mínútur, megabæt og SMS, verða ekkert alltaf til. Þó að fjarskipti séu að verða stærri partur af daglegu lífi þá eru hefðbundnar fjarskiptavörur á undanhaldi. Fjarskiptafyrirtækin munu því jafnframt færa sig meira í áttina að því að selja vörur annarra fyrirtækja í stað þess að selja eingöngu sínar eigin,“ segir Orri.Félagið á markað innan árs Stefnt er að skráningu Símans í Kauphöll Íslands. Engin ákveðin dagsetning hefur enn sem komið er orðið fyrir valinu en Orri segir að stefnt sé að skráningu á markað innan árs. „Við erum búin að fara í gegnum mikla undirbúningsvinnu sem fylgir skráningu á markað. Hins vegar erum við í þessum miklu breytingum núna og í sjálfu sér væri ágætt að vera búinn að festa þær í sessi og geta sýnt fram á raunverulegan árangur í nýju fyrirkomulagi. En ég held að fjárfestar muni nú eftir breytingarnar koma til með að skilja mun betur í hverju þeir eru að fara að fjárfesta.“ Orri segir engar líkur á því að nafni fyrirtækisins verði breytt. Síminn sé með sterkari vörumerkjum landsins og það hafi verið meðvituð ákvörðun að hafa nafnið í forgrunni þegar tilkynnt var um sameininguna. „Þessir erfiðu tímar sem fylgdu fjármálakreppunni og þessari rosalegu skuldasöfnun samstæðunnar eru að baki. Nú eru aðrar áskoranir fram undan og þar má nefna þetta breytta viðskiptamódel sem við sjáum fram á með þeim breytingum sem því fylgja. Þannig að eitt erfiðleikatímabil er að baki en það er annað umrótaskeið fram undan.“ Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
„Þetta var tiltölulega augljós ákvörðun því við stefnum á skráningu á markað og viljum hafa skilvirka einingu hér innanhúss með stuttum boðleiðum og skýrum ferlum,“ segir Orri Hauksson, nýr forstjóri Símans. Hann tók við stöðunni í gær þegar rekstur fjarskiptafyrirtækisins og móðurfélagsins Skipta var sameinaður undir nafni Símans. Orri var ráðinn forstjóri Skipta í nóvember á síðasta ári og mánuði síðar var hafin vinna við að útfæra mögulegar breytingar á félaginu. Breytingarnar sem Síminn hefur nú kynnt eiga að sögn Orra að leiða til aukinnar hagkvæmni í rekstri og draga úr tvíverknaði. Framkvæmdastjórum félagsins var í gær fækkað úr níu í fimm og skipurit þess einfaldað. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans frá árinu 2007 og starfsmaður félagsins til átján ára, lét af störfum en hann mun áfram veita Símanum ráðgjöf við einstök verkefni. Á næstu dögum verða iðnaðarmenn fengnir til að mæta í höfuðstöðvarnar í Ármúla til að taka Skipta-skiltið af húsinu þar sem það hefur hangið frá því félagið var stofnað árið 2007. „Á þeim tíma voru menn stórhuga og ætluðu sér að vinna lönd annars staðar. Sumt gekk mjög vel og sumt alls ekki. Eftir bankaáfallið og ýmislegt sem á gekk var farið í að reyna að losa félagið við ytri eignir og sópa þessu til baka. Þess vegna var þetta fyrirkomulag, að vera með móðurfélag yfir stærstu einingunni, Símanum, barn síns tíma,“ segir Orri. Hann er ósammála því að stofnun móðurfélagsins hafi verið mistök. „Menn sáu ekki fyrir þessa meiriháttar fjármálakrísu sem breytti öllum forsendum. Ef einhver hefði vitað það þá hefði ákvörðunin klárlega verið mistök.“Segir skilið við skrifstofuna Félögin Míla og Skjárinn eru nú að fullu í eigu Símans. Míla hefur frá árinu 2007 séð um grunnfjarskiptakerfi Skipta og Orri segir rekstrarlegt sjálfstæði Mílu verða aukið á næstunni. „Þessi aðgerð í gær er kannski upp á annað hundrað milljónir í kostnaðarhagræðingu árlega. Hins vegar stólum við á að hún skili auknu stjórnunarhagræði fram á við og við teljum að það sé miklu mikilvægara en þessi eini kostnaðarþáttur sem var lækkaður í gær. Bara það að eitt fyrirtæki hafi þurft að stóla á annað varðandi mannauð eða húsnæði hefur skapað mjög mælanlegan kostnað hér á undanförnum árum,“ segir Orri. Hann ætlar að segja skilið við áttatíu fermetra skrifstofu sína og færa sig niður um hæð þar sem framkvæmdastjórn Símans starfar í opnu rými. Aukin hagkvæmni í rekstri og einfaldara skipulag eiga að sögn Orra, ásamt öðru, að leiða fyrirtækið inn í breytta tíma. „Fjarskiptabransinn er nú þannig að vörur sem fyrirtæki eins og Síminn hafa selt á síðustu árum, eins og mínútur, megabæt og SMS, verða ekkert alltaf til. Þó að fjarskipti séu að verða stærri partur af daglegu lífi þá eru hefðbundnar fjarskiptavörur á undanhaldi. Fjarskiptafyrirtækin munu því jafnframt færa sig meira í áttina að því að selja vörur annarra fyrirtækja í stað þess að selja eingöngu sínar eigin,“ segir Orri.Félagið á markað innan árs Stefnt er að skráningu Símans í Kauphöll Íslands. Engin ákveðin dagsetning hefur enn sem komið er orðið fyrir valinu en Orri segir að stefnt sé að skráningu á markað innan árs. „Við erum búin að fara í gegnum mikla undirbúningsvinnu sem fylgir skráningu á markað. Hins vegar erum við í þessum miklu breytingum núna og í sjálfu sér væri ágætt að vera búinn að festa þær í sessi og geta sýnt fram á raunverulegan árangur í nýju fyrirkomulagi. En ég held að fjárfestar muni nú eftir breytingarnar koma til með að skilja mun betur í hverju þeir eru að fara að fjárfesta.“ Orri segir engar líkur á því að nafni fyrirtækisins verði breytt. Síminn sé með sterkari vörumerkjum landsins og það hafi verið meðvituð ákvörðun að hafa nafnið í forgrunni þegar tilkynnt var um sameininguna. „Þessir erfiðu tímar sem fylgdu fjármálakreppunni og þessari rosalegu skuldasöfnun samstæðunnar eru að baki. Nú eru aðrar áskoranir fram undan og þar má nefna þetta breytta viðskiptamódel sem við sjáum fram á með þeim breytingum sem því fylgja. Þannig að eitt erfiðleikatímabil er að baki en það er annað umrótaskeið fram undan.“
Mest lesið Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira