Sex tíma óvissuferð á Suðurnes Ugla Egilsdóttir skrifar 15. febrúar 2014 13:30 Sýningin verður sex tímar. Fréttablaðið/Stefán „Djöfulgangur er sex klukkutíma óvissuferð út í auðn og myrkur á Suðurnesjum,“ segir Eva Rún Snorradóttir hjá Kviss Búmm Bang, sem frumsýnir nýtt leikverk í mars sem nefnist Djöfulgangur. „Eins og svo oft hjá okkur í Kviss Búmm Bang spillir það fyrir að segja frá því sem gerist á leiðinni. Ég get þó sagt að við sækjum innblástur í gamla helgisiði frá tímum mæðraveldis og í fræði Carls Jung um skuggann,“ segir Eva Rún. Ferðalagið hefst á BSÍ og því lýkur einnig á BSÍ, þaðan sem ekið verður með rútu á Suðurnes. „Gestir fá handrit hjá okkur til að fylgja, og viðeigandi klæði og vasaljós. Og svo verður fararstjóri. Matur er innifalinn í ferðalaginu,“ segir Eva Rún. „Ætli áhorfendur þurfi ekki að vera með ansi opið hjarta til að mæta á sex klukkutíma leiksýningu?“ segir Eva Rún. „Ég vil samt taka fram að þetta fer ekki allt fram utandyra, og áhorfendur þurfa ekkert að leika. Þeir þurfa aftur á móti að vera opnir fyrir því að skoða eigið myrkur,“ segir Eva Rún. „Við hjá Kviss Búmm Bang höfum verið að rannsaka myrkrið, og hið bælda og þaggaða í okkur sjálfum. Djöfulgangur fjallar um myrkrið og mikilvægi þess að ganga í gegnum myrk tímabil og taka utan um myrkrið. Það er nauðsynlegt að fara inn í myrkrið til að verða heill aftur.“ Sýningar verða aðeins fjórar. Frumsýning er fjórtánda mars. Einungis sjö komast á hverja sýningu. Miðaverð er 8.000 krónur. Miðapantanir berist á tölvupóstfangið: djofulgangur@gmail.com. Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Djöfulgangur er sex klukkutíma óvissuferð út í auðn og myrkur á Suðurnesjum,“ segir Eva Rún Snorradóttir hjá Kviss Búmm Bang, sem frumsýnir nýtt leikverk í mars sem nefnist Djöfulgangur. „Eins og svo oft hjá okkur í Kviss Búmm Bang spillir það fyrir að segja frá því sem gerist á leiðinni. Ég get þó sagt að við sækjum innblástur í gamla helgisiði frá tímum mæðraveldis og í fræði Carls Jung um skuggann,“ segir Eva Rún. Ferðalagið hefst á BSÍ og því lýkur einnig á BSÍ, þaðan sem ekið verður með rútu á Suðurnes. „Gestir fá handrit hjá okkur til að fylgja, og viðeigandi klæði og vasaljós. Og svo verður fararstjóri. Matur er innifalinn í ferðalaginu,“ segir Eva Rún. „Ætli áhorfendur þurfi ekki að vera með ansi opið hjarta til að mæta á sex klukkutíma leiksýningu?“ segir Eva Rún. „Ég vil samt taka fram að þetta fer ekki allt fram utandyra, og áhorfendur þurfa ekkert að leika. Þeir þurfa aftur á móti að vera opnir fyrir því að skoða eigið myrkur,“ segir Eva Rún. „Við hjá Kviss Búmm Bang höfum verið að rannsaka myrkrið, og hið bælda og þaggaða í okkur sjálfum. Djöfulgangur fjallar um myrkrið og mikilvægi þess að ganga í gegnum myrk tímabil og taka utan um myrkrið. Það er nauðsynlegt að fara inn í myrkrið til að verða heill aftur.“ Sýningar verða aðeins fjórar. Frumsýning er fjórtánda mars. Einungis sjö komast á hverja sýningu. Miðaverð er 8.000 krónur. Miðapantanir berist á tölvupóstfangið: djofulgangur@gmail.com.
Menning Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira