Ákvörðun um framhald eða slit Þorsteinn Pálsson skrifar 15. febrúar 2014 06:00 Forseti Íslands notaði vetrarólympíuleikana vel til að efla pólitísk tengsl við Rússland og Kína með viðræðum við æðstu valdamenn þessara ríkja. Þau samtöl eru liður í hugsjón hans að færa Ísland nær þeim ríkjum og fjær Evrópu og Bandaríkjunum. Stjórnarsáttmálinn endurspeglar sams konar utanríkispólitísk viðhorf. Á sama tíma hafa helstu andstæðingar Evrópusambandsaðildar þyngt kröfuna um slit á aðildarviðræðunum. Fastlega má því reikna með að komið sé að ákvörðun um framgang málsins. Satt best að segja er óskiljanlegt að jafn stórt mál hafi verið látið hanga í lausu lofti í svo langan tíma. Það ber vott um nokkurt ráðleysi. Form ákvörðunarinnar getur skipt máli rétt eins og efni hennar. Með því að Alþingi samþykkti ályktun um að hefja viðræðurnar er rökrétt að það eða þjóðin taki ákvörðun um slit þeirra. Áform utanríkisráðherra voru í fyrstu að láta ríkisstjórnina um það, en hann virðist hafa séð að sér. Tveir kostir eru því fyrir hendi. Annar er að Alþingi taki ákvörðunina. Hinn er að þjóðinni verði fært það vald. Efnislega er síðan unnt að taka þrenns konar ákvarðanir: Í fyrsta lagi að halda viðræðunum áfram og fá niðurstöðu sem fyrst. Í öðru lagi að halda stöðu Íslands sem umsóknarríkis en framlengja hlé á viðræðum um ákveðinn eða ótiltekinn tíma og halda þannig dyrunum opnum. Í þriðja lagi er unnt að slíta viðræðunum fyrir fullt og allt og útiloka um leið þá kosti sem í aðild geta búið.Afstaða þjóðarinnar Skoðanakannanir gefa vísbendingu um afstöðu þjóðarinnar. Úr þeim má lesa þrennt: Í fyrsta lagi er meirihluti á móti aðild eins og málið er vaxið í dag. Í öðru lagi telur ríflegur meirihluti að ljúka eigi viðræðunum. Í þriðja lagi telur mikill meirihluti að þjóðaratkvæði eigi að fara fram um framhald málsins. Skilaboðin sem þessar kannanir senda eru vissulega misvísandi. En framhjá því verður ekki litið að um langan tíma hefur mikill meirihluti bæði stutt framhald viðræðna og þjóðaratkvæði. Ákvörðun Alþingis um tafarlaus viðræðuslit myndi því ganga þvert gegn þessum skýru óskum. Ríkisstjórn sem gefur svo sterku almenningsáliti langt nef má vera býsna örugg með sjálfa sig. Á viðskiptaþingi í vikunni ítrekaði forsætisráðherra þá skoðun að ekki kæmi til greina að hafa þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðnanna. Jafnframt batt hann ríkisstjórnina í heild við það álit. Í ljósi þeirrar flóknu stöðu, sem skoðanakannanir sýna, er þetta býsna einstrengingsleg afstaða. Tæpast er unnt að fara fjær því að leita samstöðu. Vandinn er að Framsóknarflokkurinn sýnist hafa gefið samstarfsflokknum til kynna að hann muni með engu móti geta fallist á það loforð forystumanna Sjálfstæðisflokksins að hafa þjóðaratkvæði um framhald viðræðna á fyrri hluta kjörtímabilsins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins virðast meta aðstæður svo að Framsóknarflokkurinn hafi afl til að halda þeim í bóndabeygju með loforðið.Lausn Það má hins vegar losa um þá bóndabeygju með málsmeðferð á Alþingi sem er nokkuð óvenjuleg en eigi að síður vel fær. Í stað þess að taka ákvörðun með þingsályktun yrði hún einfaldlega tekin með lögum. Framsóknarflokkurinn fær því framgengt að þjóðaratkvæði fer ekki fram fyrir hans atbeina. En um leið og lög hafa verið samþykkt fær fólkið í landinu aftur á móti tækifæri til að beina þeirri ósk til forseta Íslands að hann hafni lögunum þannig að þau fari sjálfkrafa til samþykktar eða synjunar þjóðarinnar. Með þessu móti væri ekki hallað á einn flokk fremur en annan. Stjórnarmeirihlutinn þyrfti ekki að vega og meta vilja þjóðarinnar í skoðanakönnunum þegar hann velur einn af þeim þremur efnislegu kostum sem færir eru: Slit, frestun eða framhald. Kjósendur tala þá fyrir sig með beinum hætti. En þá má spyrja hvort forsetinn kunni ekki að hafna slíkri beiðni. Frá fræðilegu sjónarhorni gæti hann það vissulega. Í ljósi allra aðstæðna er það þó býsna örðugt. Í kosningabaráttunni gaf forsetinn skýr, afdráttarlaus og fyrirvaralaus loforð um að þjóðin fengi úrslitavald í þessu máli fyrir hans atbeina þegar þar að kæmi. Samþykki Alþingi lög um viðræðuslit nú eru það endanleg úrslit málsins. Við svo búið gæti forsetinn því ekki gert neitt annað en að skjóta málinu í þjóðaratkvæði. Hann hefur alltaf tekið fram við slík tækifæri að lýðræðið réði meir en hans persónulegu skoðanir. Það ætti því ekki einu sinni að þurfa undirskriftarsöfnun; svo ákveðið var þetta loforð. Vandinn er að forsetinn hefur sjaldan verið samkvæmur sjálfum sér. Ekki er víst að loforð hans um þjóðaratkvæði sé meira virði en önnur. En fróðlegt væri að láta á það reyna þegar aðrar sáttaleiðir eru fullreyndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Forseti Íslands notaði vetrarólympíuleikana vel til að efla pólitísk tengsl við Rússland og Kína með viðræðum við æðstu valdamenn þessara ríkja. Þau samtöl eru liður í hugsjón hans að færa Ísland nær þeim ríkjum og fjær Evrópu og Bandaríkjunum. Stjórnarsáttmálinn endurspeglar sams konar utanríkispólitísk viðhorf. Á sama tíma hafa helstu andstæðingar Evrópusambandsaðildar þyngt kröfuna um slit á aðildarviðræðunum. Fastlega má því reikna með að komið sé að ákvörðun um framgang málsins. Satt best að segja er óskiljanlegt að jafn stórt mál hafi verið látið hanga í lausu lofti í svo langan tíma. Það ber vott um nokkurt ráðleysi. Form ákvörðunarinnar getur skipt máli rétt eins og efni hennar. Með því að Alþingi samþykkti ályktun um að hefja viðræðurnar er rökrétt að það eða þjóðin taki ákvörðun um slit þeirra. Áform utanríkisráðherra voru í fyrstu að láta ríkisstjórnina um það, en hann virðist hafa séð að sér. Tveir kostir eru því fyrir hendi. Annar er að Alþingi taki ákvörðunina. Hinn er að þjóðinni verði fært það vald. Efnislega er síðan unnt að taka þrenns konar ákvarðanir: Í fyrsta lagi að halda viðræðunum áfram og fá niðurstöðu sem fyrst. Í öðru lagi að halda stöðu Íslands sem umsóknarríkis en framlengja hlé á viðræðum um ákveðinn eða ótiltekinn tíma og halda þannig dyrunum opnum. Í þriðja lagi er unnt að slíta viðræðunum fyrir fullt og allt og útiloka um leið þá kosti sem í aðild geta búið.Afstaða þjóðarinnar Skoðanakannanir gefa vísbendingu um afstöðu þjóðarinnar. Úr þeim má lesa þrennt: Í fyrsta lagi er meirihluti á móti aðild eins og málið er vaxið í dag. Í öðru lagi telur ríflegur meirihluti að ljúka eigi viðræðunum. Í þriðja lagi telur mikill meirihluti að þjóðaratkvæði eigi að fara fram um framhald málsins. Skilaboðin sem þessar kannanir senda eru vissulega misvísandi. En framhjá því verður ekki litið að um langan tíma hefur mikill meirihluti bæði stutt framhald viðræðna og þjóðaratkvæði. Ákvörðun Alþingis um tafarlaus viðræðuslit myndi því ganga þvert gegn þessum skýru óskum. Ríkisstjórn sem gefur svo sterku almenningsáliti langt nef má vera býsna örugg með sjálfa sig. Á viðskiptaþingi í vikunni ítrekaði forsætisráðherra þá skoðun að ekki kæmi til greina að hafa þjóðaratkvæði um framhald aðildarviðræðnanna. Jafnframt batt hann ríkisstjórnina í heild við það álit. Í ljósi þeirrar flóknu stöðu, sem skoðanakannanir sýna, er þetta býsna einstrengingsleg afstaða. Tæpast er unnt að fara fjær því að leita samstöðu. Vandinn er að Framsóknarflokkurinn sýnist hafa gefið samstarfsflokknum til kynna að hann muni með engu móti geta fallist á það loforð forystumanna Sjálfstæðisflokksins að hafa þjóðaratkvæði um framhald viðræðna á fyrri hluta kjörtímabilsins. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins virðast meta aðstæður svo að Framsóknarflokkurinn hafi afl til að halda þeim í bóndabeygju með loforðið.Lausn Það má hins vegar losa um þá bóndabeygju með málsmeðferð á Alþingi sem er nokkuð óvenjuleg en eigi að síður vel fær. Í stað þess að taka ákvörðun með þingsályktun yrði hún einfaldlega tekin með lögum. Framsóknarflokkurinn fær því framgengt að þjóðaratkvæði fer ekki fram fyrir hans atbeina. En um leið og lög hafa verið samþykkt fær fólkið í landinu aftur á móti tækifæri til að beina þeirri ósk til forseta Íslands að hann hafni lögunum þannig að þau fari sjálfkrafa til samþykktar eða synjunar þjóðarinnar. Með þessu móti væri ekki hallað á einn flokk fremur en annan. Stjórnarmeirihlutinn þyrfti ekki að vega og meta vilja þjóðarinnar í skoðanakönnunum þegar hann velur einn af þeim þremur efnislegu kostum sem færir eru: Slit, frestun eða framhald. Kjósendur tala þá fyrir sig með beinum hætti. En þá má spyrja hvort forsetinn kunni ekki að hafna slíkri beiðni. Frá fræðilegu sjónarhorni gæti hann það vissulega. Í ljósi allra aðstæðna er það þó býsna örðugt. Í kosningabaráttunni gaf forsetinn skýr, afdráttarlaus og fyrirvaralaus loforð um að þjóðin fengi úrslitavald í þessu máli fyrir hans atbeina þegar þar að kæmi. Samþykki Alþingi lög um viðræðuslit nú eru það endanleg úrslit málsins. Við svo búið gæti forsetinn því ekki gert neitt annað en að skjóta málinu í þjóðaratkvæði. Hann hefur alltaf tekið fram við slík tækifæri að lýðræðið réði meir en hans persónulegu skoðanir. Það ætti því ekki einu sinni að þurfa undirskriftarsöfnun; svo ákveðið var þetta loforð. Vandinn er að forsetinn hefur sjaldan verið samkvæmur sjálfum sér. Ekki er víst að loforð hans um þjóðaratkvæði sé meira virði en önnur. En fróðlegt væri að láta á það reyna þegar aðrar sáttaleiðir eru fullreyndar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun