Byrjar vel hjá Nordic eMarketing Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 19. febrúar 2014 09:00 Nordic eMarketing sérhæfir sig meðal annars í markaðssetningu á samfélagsmiðlum. Vísir/Daníel „Þetta er náttúrulega gríðarlegur heiður fyrir okkur að hljóta þessar tilnefningar og mikil viðurkenning á því að við náum árangri fyrir viðskiptavini okkar,“ segir Hreggviður Magnússon, framkvæmdastjóri Nordic eMarketing, í samtali við Markaðinn. Fyrirtækið var í vikunni tilnefnt til fimm verðlauna á Evrópuleitarvélaverðlaunum 2014. Hreggviður segir fyrirtækið vera nútímaauglýsingahús, sem markaðssetur fyrirtæki, vörur og þjónustu í gegnum netið. „Það þýðir aðallega í gegnum nútímaleitarvélar, það snýst allt um leitarvélarnar, að vera með sýnilega vöru eða þjónustu þar,“ segir Hreggviður. á ellefu tungumálumFyrirtækið var stofnað árið 2005 og sinnir internetmarkaðssetningu á mörgum tungumálum. Hreggviður segir að vöru sem á að markaðssetja þurfi að beina beint inn á þann markað þar sem hún á að seljast. „Tökum Þýskaland sem dæmi, ef þú vilt selja einhverja vöru þar þá þarf hún að vera til á þýsku, hún þarf að finnast undir viðeigandi leitarorðum og það fljótt. Þannig hjálpum við viðskiptavinum okkar að komast fyrir augu einstaklingsins sem er að leita sér að vörunni. Það gerum við með markaðsgreiningu, finnum hvernig hann leitar og heilmikil vinna fer í það með ákveðinni aðferðafræði sem við vinnum eftir. Þess vegna erum við líka með starfsfólk sem sérhæfir sig í hinum ýmsu mörkuðum, Þjóðverja, Breta og Frakka.“ Helmingur tekna að utanHreggviður segir um helming tekna fyrirtækisins koma að utan. „Við höfum séð um 10-20% vöxt hér heima síðustu árin, en augljóslega sjáum við fyrir okkur að stóru verkefnin komi að utan og þetta ár byrjar glimrandi vel,“ segir Hreggviður sem upplýsir að í janúar hafi fyrirtækið skrifað undir samning við fyrirtækið Symantec, eitt Fortune 500-fyrirtækjanna, sem meðal annars selur vírusvarnarforritið Norton Antivirus. Einnig eru þau á leið í spennandi samstarf í Noregi, þar sem þau munu meðal annars vinna fyrir Maarud-snakkframleiðandann þekkta og Geox-skóframleiðandann. Færist í aukanaHreggviður segir internetmarkaðssetningu sífellt vera að færast í aukana, sérstaklega úti í heimi. Hann segir kostinn við internetmarkaðssetningu vera auðmælanlegan árangur. „Það er mun erfiðara að mæla árangur af sjónvarpsauglýsingum, þótt hann sé auðvitað einhver. Þú getur ákveðið að fara í herferð á Google, sett ákveðið mikla fjármuni í það og mælt nákvæmlega hver árangurinn af því er og hvernig fjármununum var þá eytt.“ Hreggviður segir Ísland ávallt verða svolítið sér á báti í þessum efnum sem mörgum öðrum, vegna smæðar markaðarins. „Það þarf náttúrulega svo lítið til hér heima til að eitthvað fari á flug. En það er klárlega „trend“ í gangi erlendis þar sem fyrirtæki eru í sívaxandi mæli að nýta netið sem markaðsmiðil og eyða stærri hluta af kökunni, þeim fjármunum sem nýttir eru í markaðssetningu, á internetinu.“ IP-tölumarkaðssetningNordic eMarketing sérhæfir sig einnig í markaðssetningu á samfélagsmiðlum. „Samfélagsmiðlar, í alþjóðlegu samhengi, eru svo miklu meira en bara Facebook, sem svo margir halda að sé eini samfélagsmiðillinn,“ segir Hreggviður og nefnir sem dæmi LinkedIn, Pinterest og Twitter. „Svo eru leitarvélarnar ekkert bara Google, sem dæmi þá er aðalleitarvélin í Rússlandi Yandex. Í Kína er það Baidu. Það skiptir bara máli að horfa heilt yfir á hvaða vöru er verið að selja og hvernig á að setja hana fram gagnvart hópnum sem þú miðar á og taka ákvarðanir út frá því,“ segir Hreggviður. Hann nefnir það sem dæmi um kost internetsins að hægt er að beina sjónum að markhópnum eingöngu. „Við getum til dæmis tekið konur á aldrinum 45-54 ára, sem hafa áhuga á prjónaskap og eru alltaf til dæmis í Central Park, milli klukkan tvö og fjögur á daginn, og beint sjónum okkar bara að þeim. Þá getum við líka farið í IP-tölu markaðssetningu. Við til dæmis vorum að vinna fyrir Vodafone, á alþjóðavísu. Þar vorum við að vinna með vöru sem einungis 1.500 fyrirtæki í heiminum voru mögulegir kaupendur að. Þá fórum við í sérstaka IP-tölu markaðssetningu nákvæmlega á þessi fyrirtæki og vörpuðum auglýsingum og borðum beint fyrir augu þessa fólks. Sú herferð skilaði framúrskarandi árangri. Við getum alltaf náð athygli viðskiptavinarins,“ segir Hreggviður. Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira
„Þetta er náttúrulega gríðarlegur heiður fyrir okkur að hljóta þessar tilnefningar og mikil viðurkenning á því að við náum árangri fyrir viðskiptavini okkar,“ segir Hreggviður Magnússon, framkvæmdastjóri Nordic eMarketing, í samtali við Markaðinn. Fyrirtækið var í vikunni tilnefnt til fimm verðlauna á Evrópuleitarvélaverðlaunum 2014. Hreggviður segir fyrirtækið vera nútímaauglýsingahús, sem markaðssetur fyrirtæki, vörur og þjónustu í gegnum netið. „Það þýðir aðallega í gegnum nútímaleitarvélar, það snýst allt um leitarvélarnar, að vera með sýnilega vöru eða þjónustu þar,“ segir Hreggviður. á ellefu tungumálumFyrirtækið var stofnað árið 2005 og sinnir internetmarkaðssetningu á mörgum tungumálum. Hreggviður segir að vöru sem á að markaðssetja þurfi að beina beint inn á þann markað þar sem hún á að seljast. „Tökum Þýskaland sem dæmi, ef þú vilt selja einhverja vöru þar þá þarf hún að vera til á þýsku, hún þarf að finnast undir viðeigandi leitarorðum og það fljótt. Þannig hjálpum við viðskiptavinum okkar að komast fyrir augu einstaklingsins sem er að leita sér að vörunni. Það gerum við með markaðsgreiningu, finnum hvernig hann leitar og heilmikil vinna fer í það með ákveðinni aðferðafræði sem við vinnum eftir. Þess vegna erum við líka með starfsfólk sem sérhæfir sig í hinum ýmsu mörkuðum, Þjóðverja, Breta og Frakka.“ Helmingur tekna að utanHreggviður segir um helming tekna fyrirtækisins koma að utan. „Við höfum séð um 10-20% vöxt hér heima síðustu árin, en augljóslega sjáum við fyrir okkur að stóru verkefnin komi að utan og þetta ár byrjar glimrandi vel,“ segir Hreggviður sem upplýsir að í janúar hafi fyrirtækið skrifað undir samning við fyrirtækið Symantec, eitt Fortune 500-fyrirtækjanna, sem meðal annars selur vírusvarnarforritið Norton Antivirus. Einnig eru þau á leið í spennandi samstarf í Noregi, þar sem þau munu meðal annars vinna fyrir Maarud-snakkframleiðandann þekkta og Geox-skóframleiðandann. Færist í aukanaHreggviður segir internetmarkaðssetningu sífellt vera að færast í aukana, sérstaklega úti í heimi. Hann segir kostinn við internetmarkaðssetningu vera auðmælanlegan árangur. „Það er mun erfiðara að mæla árangur af sjónvarpsauglýsingum, þótt hann sé auðvitað einhver. Þú getur ákveðið að fara í herferð á Google, sett ákveðið mikla fjármuni í það og mælt nákvæmlega hver árangurinn af því er og hvernig fjármununum var þá eytt.“ Hreggviður segir Ísland ávallt verða svolítið sér á báti í þessum efnum sem mörgum öðrum, vegna smæðar markaðarins. „Það þarf náttúrulega svo lítið til hér heima til að eitthvað fari á flug. En það er klárlega „trend“ í gangi erlendis þar sem fyrirtæki eru í sívaxandi mæli að nýta netið sem markaðsmiðil og eyða stærri hluta af kökunni, þeim fjármunum sem nýttir eru í markaðssetningu, á internetinu.“ IP-tölumarkaðssetningNordic eMarketing sérhæfir sig einnig í markaðssetningu á samfélagsmiðlum. „Samfélagsmiðlar, í alþjóðlegu samhengi, eru svo miklu meira en bara Facebook, sem svo margir halda að sé eini samfélagsmiðillinn,“ segir Hreggviður og nefnir sem dæmi LinkedIn, Pinterest og Twitter. „Svo eru leitarvélarnar ekkert bara Google, sem dæmi þá er aðalleitarvélin í Rússlandi Yandex. Í Kína er það Baidu. Það skiptir bara máli að horfa heilt yfir á hvaða vöru er verið að selja og hvernig á að setja hana fram gagnvart hópnum sem þú miðar á og taka ákvarðanir út frá því,“ segir Hreggviður. Hann nefnir það sem dæmi um kost internetsins að hægt er að beina sjónum að markhópnum eingöngu. „Við getum til dæmis tekið konur á aldrinum 45-54 ára, sem hafa áhuga á prjónaskap og eru alltaf til dæmis í Central Park, milli klukkan tvö og fjögur á daginn, og beint sjónum okkar bara að þeim. Þá getum við líka farið í IP-tölu markaðssetningu. Við til dæmis vorum að vinna fyrir Vodafone, á alþjóðavísu. Þar vorum við að vinna með vöru sem einungis 1.500 fyrirtæki í heiminum voru mögulegir kaupendur að. Þá fórum við í sérstaka IP-tölu markaðssetningu nákvæmlega á þessi fyrirtæki og vörpuðum auglýsingum og borðum beint fyrir augu þessa fólks. Sú herferð skilaði framúrskarandi árangri. Við getum alltaf náð athygli viðskiptavinarins,“ segir Hreggviður.
Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Segja skilið við Kringluna Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Fleiri fréttir Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Sjá meira