Ranghalar í umræðu um Evrópusambandið Óli Kristján Ármannsson skrifar 19. febrúar 2014 06:45 Í gær kom fyrir manna sjónir nýjasta innleggið í umræðuna um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu, skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir ríkisstjórnina. Líkt og við var að búast halda menn sig við þekktar skotgrafir og orðhengilshátt í umræðunni. Umræðu sem fyrir löngu er búin að fara í svo marga hringi að nægir til að æra óstöðugan. Spurning er þó hvort málið er svo flókið í grunninn. Er hægt að fá varanlegar undanþágur frá lögum og reglum Evrópusambandsins í aðildarviðræðum? Líkast til ekki. Er hægt að semja um sérlausnir? Já, það er hægt og fordæmi fyrir slíku. Skiptir máli hvort niðurstaða í viðræðum Íslands við ESB um sjávarútvegsmál eða landbúnað er kölluð sérlausn eða undanþága? Nei, engu. Þurfa aðildarríki að beygja sig undir grunngildi og hugsjónir Evrópusambandsins um mannhelgi, frelsi, lýðræði, jafnrétti og virðingu fyrir lögum? Já. Er það slæmt? Nei.Hræðsla og óöryggi eða varðstaða um sértæka hagsmuni? Ekki kemur á óvart að þeir sem hæst hafa látið í andstöðu við aðildarumsókn Íslands þykist finna í skýrslu Hagfræðistofnunar umsókn landsins allt til foráttu. Oftar en ekki kemur í ljós að um orðhengilshátt er að ræða þegar rýnt er í röksemdirnar. Talað er um undanþágur en sérlausnir látnar liggja á milli hluta. Áfram er rifist um hluti sem verður ekki svarað nema með því að ljúka aðildarviðræðunum. Það getur enginn að óreyndu fullyrt að óásættanleg niðurstaða verði af samningum við Evrópusambandið. Velta má fyrir sér af hvaða hvötum slíku rugli er haldið fram. Brjóstvitið segir manni að hluti fólks sé þannig gerður að hann óttist allar breytingar og kjósi ávallt þekkt ástand umfram annað, hvort sem breytingarnar eru til hins betra eður ei. Þetta er svo sem skiljanlegt, tilfinningarnar ráða för. Alvarlegra spurningarmerki er hægt að setja við framferði þeirra sem stilla sér upp sem varðhundar sértækra hagsmuna. Vitanlega fylgir breytingum rask og valdajafnvægi raskast. Einhver sem deilt gat og drottnað yfir styrkjakerfi getur það ekki lengur. Rammi er settur utan um ákvarðanir sem einhver ráðamanna hafði áður í hendi sér. Fyrir hverja eru þeir stjórnmálamenn að vinna sem stilla sér upp í þessu liði? Ekki almenning í landinu.Niðurstaða verður að fást í málið Ábatinn af mögulegri aðild Íslands að Evrópusambandinu virðist augljós. Hér plaga miklar sveiflur efnahagslífið og hefur krónan rýrnað ár frá ári (þótt núna malli hún í höftum). Reynslan sýnir að lönd sem glímt hafa við verðbólgu hafa náð á henni tökum við það að ganga í Evrópusambandið. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunar og til einhvers er að vinna ef rétt reynist. Reynt hefur verið að viðhalda þeim misskilningi í umræðunni að hér sé verðtrygging lána sérstakt vandamál. Þetta er náttúrlega rugl. Verðbólgan er vandamálið og verðtryggingin birtingarmynd þess. Þá er vitað mál að með aðild fengist stuðningur og trúverðugleiki sem styddi við þau markmið sem þurfa að nást áður en hér yrði tekin upp önnur mynt. Eigi landið að hafa möguleika á þessum ávinningi og öðrum þá þarf náttúrlega að ljúka samningum við Evrópusambandið. Öðruvísi fást ekki svör við þeim álitaefnum sem haldið er á lofti.Markaðshornið er skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 19. febrúar 2014. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Í gær kom fyrir manna sjónir nýjasta innleggið í umræðuna um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu, skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir ríkisstjórnina. Líkt og við var að búast halda menn sig við þekktar skotgrafir og orðhengilshátt í umræðunni. Umræðu sem fyrir löngu er búin að fara í svo marga hringi að nægir til að æra óstöðugan. Spurning er þó hvort málið er svo flókið í grunninn. Er hægt að fá varanlegar undanþágur frá lögum og reglum Evrópusambandsins í aðildarviðræðum? Líkast til ekki. Er hægt að semja um sérlausnir? Já, það er hægt og fordæmi fyrir slíku. Skiptir máli hvort niðurstaða í viðræðum Íslands við ESB um sjávarútvegsmál eða landbúnað er kölluð sérlausn eða undanþága? Nei, engu. Þurfa aðildarríki að beygja sig undir grunngildi og hugsjónir Evrópusambandsins um mannhelgi, frelsi, lýðræði, jafnrétti og virðingu fyrir lögum? Já. Er það slæmt? Nei.Hræðsla og óöryggi eða varðstaða um sértæka hagsmuni? Ekki kemur á óvart að þeir sem hæst hafa látið í andstöðu við aðildarumsókn Íslands þykist finna í skýrslu Hagfræðistofnunar umsókn landsins allt til foráttu. Oftar en ekki kemur í ljós að um orðhengilshátt er að ræða þegar rýnt er í röksemdirnar. Talað er um undanþágur en sérlausnir látnar liggja á milli hluta. Áfram er rifist um hluti sem verður ekki svarað nema með því að ljúka aðildarviðræðunum. Það getur enginn að óreyndu fullyrt að óásættanleg niðurstaða verði af samningum við Evrópusambandið. Velta má fyrir sér af hvaða hvötum slíku rugli er haldið fram. Brjóstvitið segir manni að hluti fólks sé þannig gerður að hann óttist allar breytingar og kjósi ávallt þekkt ástand umfram annað, hvort sem breytingarnar eru til hins betra eður ei. Þetta er svo sem skiljanlegt, tilfinningarnar ráða för. Alvarlegra spurningarmerki er hægt að setja við framferði þeirra sem stilla sér upp sem varðhundar sértækra hagsmuna. Vitanlega fylgir breytingum rask og valdajafnvægi raskast. Einhver sem deilt gat og drottnað yfir styrkjakerfi getur það ekki lengur. Rammi er settur utan um ákvarðanir sem einhver ráðamanna hafði áður í hendi sér. Fyrir hverja eru þeir stjórnmálamenn að vinna sem stilla sér upp í þessu liði? Ekki almenning í landinu.Niðurstaða verður að fást í málið Ábatinn af mögulegri aðild Íslands að Evrópusambandinu virðist augljós. Hér plaga miklar sveiflur efnahagslífið og hefur krónan rýrnað ár frá ári (þótt núna malli hún í höftum). Reynslan sýnir að lönd sem glímt hafa við verðbólgu hafa náð á henni tökum við það að ganga í Evrópusambandið. Þetta kemur fram í skýrslu Hagfræðistofnunar og til einhvers er að vinna ef rétt reynist. Reynt hefur verið að viðhalda þeim misskilningi í umræðunni að hér sé verðtrygging lána sérstakt vandamál. Þetta er náttúrlega rugl. Verðbólgan er vandamálið og verðtryggingin birtingarmynd þess. Þá er vitað mál að með aðild fengist stuðningur og trúverðugleiki sem styddi við þau markmið sem þurfa að nást áður en hér yrði tekin upp önnur mynt. Eigi landið að hafa möguleika á þessum ávinningi og öðrum þá þarf náttúrlega að ljúka samningum við Evrópusambandið. Öðruvísi fást ekki svör við þeim álitaefnum sem haldið er á lofti.Markaðshornið er skoðanapistill í Markaðnum, vikulegu fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf. Pistillinn birtist í Markaðnum 19. febrúar 2014.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun