Sýrt myndband Starwalker hressir Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. febrúar 2014 00:01 Úr tökunum MYNDIR/Jeaneen Lund „Myndbandið hefur fengið frábærar viðtökur,“ segir Barði Jóhannsson, sem skipar hljómsveitina Starwalker, ásamt JB Dunckel, sem er best þekktur úr hljómsveitinni Air. Þeir félagar frumsýndu sitt annað myndband á vefsíðu Rolling Stone Magazine á dögunum, við lagið Losers Can Win. „Okkur langaði að gera eitthvað sem væri ólíkt því sem við höfum gert áður og eitthvað sem fólk myndi ekki búast við frá okkur. Myndband sem myndi hressa, en væri samt smá sýrt með vísun í áttunda og níunda áratuginn. Planið var að vera á mörkum þess að vera „loser“ og „winner“. Eins og segir í textanum þá þarf ekkert endilega að vera flókið það sem er gott, þú getur gert einfalt lag, en þá er bara málið að velja réttu nóturnar. Svo sér karma lögreglan um að láta taparana vinna!“ heldur Barði áfram.Sævar og JB Dunckel„Við höfum verið með kúlur í báðum vídeóunum okkar, og ég held við höldum því bara. Svo vildum við að stelpurnar væru rokkstjörnurnar og við meira eins hljóðfæraleikarar.“Leikstjóri myndbandsins er Sævar Guðmundsson, sem hefur leikstýrði einnig fyrsta myndbandi sveitarinnar við lagið Bad Weather. „Myndbandið við Losers Can Win var tekið í París og við ætluðum að skjóta utandyra, við kastala og hallir og hafa þetta dálítið flott. En þegar til Parísar var komið var svo kalt, að það var ekki hægt að bjóða Parísarbúum upp á útiveruna, þannig að við enduðum á að taka myndbandið inni í Air-hljóðverinu,“ segir Sævar, og bætir við að þeir hafi skemmt sér konunglega við tökurnar, þó að eitt og annað hafi farið úrskeiðis í tökunum. „Eitt skotið var þannig að við létum Barða liggja á hliðinni og svo átti glimmer að koma í gusum og detta ofan á hann í frekar miklu magni. Það gekk ekki betur en svo að þegar fyrsta gusan kom fór allt glimmerið beint inn í augað á Barða. Við eyddum hálfum tökudegi í að reyna að plokka þetta úr augunum á honum,“ segir Sævar, léttur í bragði. Sævar og Barði hafa unnið mikið saman, meðal annars við gerð íslensku þáttaraðarinnar Réttur, en Sævar leikstýrði fyrstu tveimur seríunum, þar sem Barði sá um tónlistina. Starwalker gefa út sína fyrstu smáskífu, sem heitir einnig Losers Can Win, þann átjánda mars næstkomandi. Hér að neðan má sjá myndbandið við Losers Can Win. Tónlist Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið „Hann kann að dansa, maður minn!“ Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Myndbandið hefur fengið frábærar viðtökur,“ segir Barði Jóhannsson, sem skipar hljómsveitina Starwalker, ásamt JB Dunckel, sem er best þekktur úr hljómsveitinni Air. Þeir félagar frumsýndu sitt annað myndband á vefsíðu Rolling Stone Magazine á dögunum, við lagið Losers Can Win. „Okkur langaði að gera eitthvað sem væri ólíkt því sem við höfum gert áður og eitthvað sem fólk myndi ekki búast við frá okkur. Myndband sem myndi hressa, en væri samt smá sýrt með vísun í áttunda og níunda áratuginn. Planið var að vera á mörkum þess að vera „loser“ og „winner“. Eins og segir í textanum þá þarf ekkert endilega að vera flókið það sem er gott, þú getur gert einfalt lag, en þá er bara málið að velja réttu nóturnar. Svo sér karma lögreglan um að láta taparana vinna!“ heldur Barði áfram.Sævar og JB Dunckel„Við höfum verið með kúlur í báðum vídeóunum okkar, og ég held við höldum því bara. Svo vildum við að stelpurnar væru rokkstjörnurnar og við meira eins hljóðfæraleikarar.“Leikstjóri myndbandsins er Sævar Guðmundsson, sem hefur leikstýrði einnig fyrsta myndbandi sveitarinnar við lagið Bad Weather. „Myndbandið við Losers Can Win var tekið í París og við ætluðum að skjóta utandyra, við kastala og hallir og hafa þetta dálítið flott. En þegar til Parísar var komið var svo kalt, að það var ekki hægt að bjóða Parísarbúum upp á útiveruna, þannig að við enduðum á að taka myndbandið inni í Air-hljóðverinu,“ segir Sævar, og bætir við að þeir hafi skemmt sér konunglega við tökurnar, þó að eitt og annað hafi farið úrskeiðis í tökunum. „Eitt skotið var þannig að við létum Barða liggja á hliðinni og svo átti glimmer að koma í gusum og detta ofan á hann í frekar miklu magni. Það gekk ekki betur en svo að þegar fyrsta gusan kom fór allt glimmerið beint inn í augað á Barða. Við eyddum hálfum tökudegi í að reyna að plokka þetta úr augunum á honum,“ segir Sævar, léttur í bragði. Sævar og Barði hafa unnið mikið saman, meðal annars við gerð íslensku þáttaraðarinnar Réttur, en Sævar leikstýrði fyrstu tveimur seríunum, þar sem Barði sá um tónlistina. Starwalker gefa út sína fyrstu smáskífu, sem heitir einnig Losers Can Win, þann átjánda mars næstkomandi. Hér að neðan má sjá myndbandið við Losers Can Win.
Tónlist Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Steinhissa en verður Dumbledore Lífið „Hann kann að dansa, maður minn!“ Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira