Fjórða myndin á heimavelli Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 20. febrúar 2014 08:30 Bruce Dern þykir afar góður sem gamalmennið Woody. Kvikmyndin Nebraska verður frumsýnd á Íslandi á morgun en Alexander Payne er leikstjóri myndarinnar. Myndin fjallar um Woody Grant, sem leikinn er af gömlu kempunni Bruce Dern. Hann er afar fyrirferðarmikill maður frá Missouri og er sannfærður um að hann hafi unnið milljón dollara á happaþrennu. Svo gott er það ekki, því vinningurinn er hluti af svikamyllu. Sonur Woodys, David, sem leikinn er af Will Forte, samþykkir með semingi að keyra gamla manninn til Nebraska til að innheimta vinninginn. Þá hefst þeirra vegferð, sem reynist svo sannarlega lærdómsrík og ábatasöm, þrátt fyrir að feðgarnir verði ekki ríkari fyrir vikið. Stórleikararnir Gene Hackman, Robert Forster, Jack Nicholson og Robert Duvall komu allir til greina í aðalhlutverkið en á endanum hreppti Bruce Dern hnossið. Leikstjórinn Alexander Payne sér líklega ekki eftir valinu, því Bruce hlaut verðlaun sem besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes, þar sem myndin var tilnefnd til Gullpálmans. Þá er Bruce einnig tilnefndur sem besti leikarinn á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fer fram í byrjun mars. Myndin hefur alls hlotið sex tilnefningar til verðlaunanna, þar á meðal sem besta myndin. Breaking Bad-stjarnan Bryan Cranston fór einnig í prufu fyrir hlutverk sonar Woodys, en Alexander fannst hann ekki passa í hlutverkið. Alexander hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og Golden Globe-verðlaunanna. Þetta er fjórða mynd hans sem gerist í heimaríki hans, Nebraska í Bandaríkjunum, en hinar þrjár eru Citizen Ruth, Election og About Schmidt. Golden Globes Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Kvikmyndin Nebraska verður frumsýnd á Íslandi á morgun en Alexander Payne er leikstjóri myndarinnar. Myndin fjallar um Woody Grant, sem leikinn er af gömlu kempunni Bruce Dern. Hann er afar fyrirferðarmikill maður frá Missouri og er sannfærður um að hann hafi unnið milljón dollara á happaþrennu. Svo gott er það ekki, því vinningurinn er hluti af svikamyllu. Sonur Woodys, David, sem leikinn er af Will Forte, samþykkir með semingi að keyra gamla manninn til Nebraska til að innheimta vinninginn. Þá hefst þeirra vegferð, sem reynist svo sannarlega lærdómsrík og ábatasöm, þrátt fyrir að feðgarnir verði ekki ríkari fyrir vikið. Stórleikararnir Gene Hackman, Robert Forster, Jack Nicholson og Robert Duvall komu allir til greina í aðalhlutverkið en á endanum hreppti Bruce Dern hnossið. Leikstjórinn Alexander Payne sér líklega ekki eftir valinu, því Bruce hlaut verðlaun sem besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes, þar sem myndin var tilnefnd til Gullpálmans. Þá er Bruce einnig tilnefndur sem besti leikarinn á Óskarsverðlaunahátíðinni sem fer fram í byrjun mars. Myndin hefur alls hlotið sex tilnefningar til verðlaunanna, þar á meðal sem besta myndin. Breaking Bad-stjarnan Bryan Cranston fór einnig í prufu fyrir hlutverk sonar Woodys, en Alexander fannst hann ekki passa í hlutverkið. Alexander hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna og Golden Globe-verðlaunanna. Þetta er fjórða mynd hans sem gerist í heimaríki hans, Nebraska í Bandaríkjunum, en hinar þrjár eru Citizen Ruth, Election og About Schmidt.
Golden Globes Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Fleiri fréttir Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira