Ígló og Indí með nýja verslun í miðbænum Marín Manda skrifar 21. febrúar 2014 16:00 Helga Ólafsdóttir yfirhönnuður og Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Ígló og Indí. Hönnunar- og framleiðslufyrirtækið Ígló og Indí opnar nýja verslun um helgina í hjarta miðborgarinnar. „Við erum fullar tilhlökkunar að opna verslun í miðbænum á ný, í húsi sem er í anda merkisins. Við söknum miðbæjarins gríðarlega mikið og það er búið að vera markmið okkar að opna verslun þar aftur, alveg síðan við misstum húsnæðið á Laugaveginum fyrir tæplega tveimur árum,“ segir Guðrún Tinna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Ígló og Indí. Nýja verslunin verður opnuð á Skólavörðustíg 4 um helgina og er undirbúningur í fullum gangi. Verslunin í Kringlunni heldur áfram að dafna en einnig eru vörur frá Ígló og Indí seldar í tólf verslunum víðs vegar um landið. „Við ætluðum okkur aldrei að yfirgefa miðbæinn en okkur bauðst ekki húsnæði sem hentaði fyrr en núna. Staðsetningin skiptir svo miklu máli. Skólavörðustígurinn er í mikilli uppbyggingu og nú er kominn þéttur og góður kjarni verslunarfólks á þessu svæði sem er að sinna sínum verslunum einstaklega vel.“ Áfram verður lögð rík áhersla á barnahornið og hlýleikann í nýju versluninni og allt annað sem viðkemur Ígló og Indí heiminum. Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Hönnunar- og framleiðslufyrirtækið Ígló og Indí opnar nýja verslun um helgina í hjarta miðborgarinnar. „Við erum fullar tilhlökkunar að opna verslun í miðbænum á ný, í húsi sem er í anda merkisins. Við söknum miðbæjarins gríðarlega mikið og það er búið að vera markmið okkar að opna verslun þar aftur, alveg síðan við misstum húsnæðið á Laugaveginum fyrir tæplega tveimur árum,“ segir Guðrún Tinna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Ígló og Indí. Nýja verslunin verður opnuð á Skólavörðustíg 4 um helgina og er undirbúningur í fullum gangi. Verslunin í Kringlunni heldur áfram að dafna en einnig eru vörur frá Ígló og Indí seldar í tólf verslunum víðs vegar um landið. „Við ætluðum okkur aldrei að yfirgefa miðbæinn en okkur bauðst ekki húsnæði sem hentaði fyrr en núna. Staðsetningin skiptir svo miklu máli. Skólavörðustígurinn er í mikilli uppbyggingu og nú er kominn þéttur og góður kjarni verslunarfólks á þessu svæði sem er að sinna sínum verslunum einstaklega vel.“ Áfram verður lögð rík áhersla á barnahornið og hlýleikann í nýju versluninni og allt annað sem viðkemur Ígló og Indí heiminum.
Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Menning Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira