Kron Kron-verslun og hestaleikhús Marín Manda skrifar 21. febrúar 2014 17:30 Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson, Kron Kron Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson með nýja verslun á Suðarlandi í Fákaseli en þar er einnig hestaleikhús. Þar sem Ingólfshvoll stóð áður, milli Hveragerðis og Selfossar , hefur Fákasel opnað dyrnar í allri sinni dýrð. Staðurinn býður upp hestaleikhús með 800 manna sal, veitingastað sem er samtengdur reiðhöllinni í Ölfusi og nýja Kron Korn verslun þrátt fyrir að eigendurnir séu hvorugt í hestabransanum. „Við komum sjálfum okkur algjörlega á óvart að fara út í þennan bransa. Fákaselsævintýrið fór í gang fyrir ári og okkur var boðið að fara í samstarf og fannst þetta strax sjúklega spennandi,“ segir Hugrún Árnadóttir, eigandi Kron Kron. „Við opnuðum Kron Kron með áherslu á sveitahliðina á okkar eigin vörum og höldum áfram að vera sögumenn og kynna íslenska hönnuði. Við erum með þessu móti að huga betur að landsbyggðinni, fólki sem á leið hjá og að sjálfsögðu ferðamönnum,“ bætir hún við. Hugrún segir fleiri spennandi verkefni vera framundan en þá ber einna helst að nefna verkefnið sem ber nafnið, Amma mín. „Við höfum verið að grafa upp ýmsar handverkskonur um land allt sem eru ömmur eða langar að vera ömmur einn daginn og segja sögu þeirra. Þannig geta þær einbeitt sér að vinnunni og við sjáum um kynningu á þeirra handbragði undir þeirra formerkjum. Þetta er góður vettvangur fyrir íslenska hönnun og við fáum stöðugt inn nýja hluti í verslunina.“Kron Kron í Fákaseli Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson með nýja verslun á Suðarlandi í Fákaseli en þar er einnig hestaleikhús. Þar sem Ingólfshvoll stóð áður, milli Hveragerðis og Selfossar , hefur Fákasel opnað dyrnar í allri sinni dýrð. Staðurinn býður upp hestaleikhús með 800 manna sal, veitingastað sem er samtengdur reiðhöllinni í Ölfusi og nýja Kron Korn verslun þrátt fyrir að eigendurnir séu hvorugt í hestabransanum. „Við komum sjálfum okkur algjörlega á óvart að fara út í þennan bransa. Fákaselsævintýrið fór í gang fyrir ári og okkur var boðið að fara í samstarf og fannst þetta strax sjúklega spennandi,“ segir Hugrún Árnadóttir, eigandi Kron Kron. „Við opnuðum Kron Kron með áherslu á sveitahliðina á okkar eigin vörum og höldum áfram að vera sögumenn og kynna íslenska hönnuði. Við erum með þessu móti að huga betur að landsbyggðinni, fólki sem á leið hjá og að sjálfsögðu ferðamönnum,“ bætir hún við. Hugrún segir fleiri spennandi verkefni vera framundan en þá ber einna helst að nefna verkefnið sem ber nafnið, Amma mín. „Við höfum verið að grafa upp ýmsar handverkskonur um land allt sem eru ömmur eða langar að vera ömmur einn daginn og segja sögu þeirra. Þannig geta þær einbeitt sér að vinnunni og við sjáum um kynningu á þeirra handbragði undir þeirra formerkjum. Þetta er góður vettvangur fyrir íslenska hönnun og við fáum stöðugt inn nýja hluti í verslunina.“Kron Kron í Fákaseli
Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira