Menning

Bjóða börnum á danssýningu

Friðrika Benónýsdóttir skrifar
Dansverkið F A R A N G U R er eftir Grímuverðlaunahafann Valgerði Rúnarsdóttur.
Dansverkið F A R A N G U R er eftir Grímuverðlaunahafann Valgerði Rúnarsdóttur. MYND/Íslenski Dansflokkurinn
Í tilefni af vetrarfríi í Reykjavík hefur Íslenski dansflokkurinn ákveðið að bjóða börnum yngri en 13 ára frítt í fylgd fullorðinna á sýninguna Þríleik á Stóra sviði Borgarleikhússins á sunnudaginn, 23. febrúar, klukkan 20. Þríleikur samanstendur af dansverkunum Tilbrigði, F A R A N G U R og Berserkir.

„Okkur langaði til að fá börn á danssýningu og því var tekin þessi ákvörðum um að nýta vetrarfríið til að bjóða börnum yngri en 13 ára á þessa sýningu,“ segir Alexía Björg Jóhannsdóttir hjá markaðsdeild Íslenska dansflokksins.

„Boðið gildir fyrir eitt barn í fylgd með einum fullorðnum og gildir bara á þessa sýningu.“

Alexía segir þessa sýningu líklega til að höfða til barna, sérstaklega verkið Berserkir eftir Lene Boel, þar sem blandað er saman breikdansi, nútímadansi og ballett með akróbatísku tvisti.

„Krakkar sem fylgjast með So You Think You Can Dance ættu að hrífast af þessu verki og ég hef trú á að þau hrífist líka af hinum verkunum tveimur,“ segir hún.

Tilbrigði er eftir Láru Stefánsdóttur og F A R A N G U R er eftir Grímuverðlaunahafann Valgerði Rúnarsdóttur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×