Hardy fyrsta konan til að skora meira en 40 stig í bikarúrslitum 24. febrúar 2014 07:00 Lele Hardy var sátt í leikslok eftir sögulegan úrslitaleik. Vísir/Daníel Lele Hardy, hinn frábæri bandaríski leikmaður Hauka, setti met í bæði stigaskori og framlagi þegar Haukakonur unnu Powerade-bikarinn eftir 78-70 sigur á Snæfelli í Höllinni. Hardy var með 44 stig, 14 fráköst og 7 stolna bolta en framlag hennar var 48. Hardy bætti stigamet Kieraah Marlow frá 2012 (37 stig) og framlagsmet Heather Corby frá 2001 (46). „Með fullri virðingu fyrir þjálfurum og leikmönnum í deildinni þá er Lele Hardy bara of góð fyrir íslenska körfuboltann. Hún væri með betri Könum í karladeildinni,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, við Daníel Rúnarsson, blaðamann Vísis og Fréttablaðsins, eftir leik. Haukaliðið endaði þarna fimmtán leikja sigurgöngu Snæfellsliðsins í deild og bikar og sá til þess að Snæfellskonum tókst ekki að vinna sinn annan titil á innan við viku en þær urðu deildarmeistarar helgina á undan. „Það gekk ekkert hjá mér í fyrsta leikhluta. En ég minnti sjálfa mig bara á það að ég væri góð skytta og lagaði einbeitinguna,“ sagði Hardy við Daníel eftir leik. Hardy var „bara“ með 7 stig, 4 fráköst og 25 prósenta skotnýtingu eftir fyrsta leikhlutann og Haukarnir tíu stigum undir, 11-21. Síðustu þrjá leikhlutana var Hardy hins vegar með 37 stig, 10 fráköst og 71 prósenta skotnýtingu en Haukaliðið vann þá 67-49. „Ég held að enginn geti mótmælt því að hún sé besti leikmaður sem hefur spilað í þessari deild. Hún er líka frábær karakter innan sem utan vallar. Hún spilaði stórkostlega í dag,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka.Óskar Ófeigur Jónsson Íslenski körfuboltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Lele Hardy, hinn frábæri bandaríski leikmaður Hauka, setti met í bæði stigaskori og framlagi þegar Haukakonur unnu Powerade-bikarinn eftir 78-70 sigur á Snæfelli í Höllinni. Hardy var með 44 stig, 14 fráköst og 7 stolna bolta en framlag hennar var 48. Hardy bætti stigamet Kieraah Marlow frá 2012 (37 stig) og framlagsmet Heather Corby frá 2001 (46). „Með fullri virðingu fyrir þjálfurum og leikmönnum í deildinni þá er Lele Hardy bara of góð fyrir íslenska körfuboltann. Hún væri með betri Könum í karladeildinni,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, við Daníel Rúnarsson, blaðamann Vísis og Fréttablaðsins, eftir leik. Haukaliðið endaði þarna fimmtán leikja sigurgöngu Snæfellsliðsins í deild og bikar og sá til þess að Snæfellskonum tókst ekki að vinna sinn annan titil á innan við viku en þær urðu deildarmeistarar helgina á undan. „Það gekk ekkert hjá mér í fyrsta leikhluta. En ég minnti sjálfa mig bara á það að ég væri góð skytta og lagaði einbeitinguna,“ sagði Hardy við Daníel eftir leik. Hardy var „bara“ með 7 stig, 4 fráköst og 25 prósenta skotnýtingu eftir fyrsta leikhlutann og Haukarnir tíu stigum undir, 11-21. Síðustu þrjá leikhlutana var Hardy hins vegar með 37 stig, 10 fráköst og 71 prósenta skotnýtingu en Haukaliðið vann þá 67-49. „Ég held að enginn geti mótmælt því að hún sé besti leikmaður sem hefur spilað í þessari deild. Hún er líka frábær karakter innan sem utan vallar. Hún spilaði stórkostlega í dag,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka.Óskar Ófeigur Jónsson
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira