Gabbaðir lesendur reiðast Ugla Egilsdóttir skrifar 26. febrúar 2014 13:00 Hvað má segja? "Stundum stígur einhver fjölskyldumeðlimur fram og segir að eitthvað hafi ekki gerst eins og sagt er frá.“ „Þegar lesendum sjálfsævisagna finnst þeir hafa verið gabbaðir á einhvern máta blossar oft upp reiði,“ segir Gunnþórunn Guðmundsdóttir, dósent í bókmenntum við Háskóla Íslands, sem verður með bókaspjall sem nefnist Sjálfsævisagan og sannleikurinn á Bókakaffi í Gerðubergi í kvöld. „Á Bókakaffinu ætla ég að nefna ýmis dæmi úr bókmenntasögunni þar sem einhver verk eru gefin út sem sjálfsævisögur, en eru mestmegnis skáldskapur, og fjalla um viðbrögð lesenda þegar þeir komast að því. Þá fer oft af stað umræða um svik. Það er eins og við gerum allt aðrar væntingar til þessarar tegundar bókmennta heldur en til skáldskapar. Til dæmis þóttist svissneskur höfundur hafa verið í útrýmingarbúðum nasista, en reyndist aldrei hafa komið þangað. Það má líka nefna bók sem kom út á íslensku fyrir nokkrum árum. Hún heitir Mölbrotinn og er eftir James Frey. Það varð mikið hneyksli í Bandaríkjunum þegar kom í ljós nokkrum árum seinna að bókin, sem var auglýst sem sjálfsævisaga, var meira og minna skáldskapur. Höfundurinn sagðist hafa lent í alls konar hremmingum vegna dópneyslu, sem kom á daginn að var stórlega ýkt. Í ljós kom að höfundurinn hafði sent handritið á milli útgefenda og alltaf fengið neitun, þar til hann sagði að bókin væri sjálfsævisaga. Höfundurinn fór í viðtal til Opruh Winfrey og bað lesendur afsökunar.“ Sjálfsævisagan þarf ekki að vera hreinn uppspuni til þess að svona gagnrýni komi fram. „Stundum stígur einhver fjölskyldumeðlimur fram og segir að eitthvað hafi ekki gerst eins og sagt er frá,“ segir Gunnþórunn. „Við höfum ákveðnar hugmyndir um hvað við teljum að eigi heima í slíkum bókmenntum og gerum kröfu um sannsögli. En við erum kannski ekkert endilega að hugsa út í að minnið er brigðult og það sem við getum sagt um fortíðina er mjög litað af samtímanum þannig að það er kannski ekki hægt að biðja um sannleika,“ segir Gunnþórunn. Bókakaffið nefnist Lygar, ýkjur og fals, og fer fram í Gerðubergi klukkan 20 í kvöld. Aðgangur ókeypis. Menning Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Þegar lesendum sjálfsævisagna finnst þeir hafa verið gabbaðir á einhvern máta blossar oft upp reiði,“ segir Gunnþórunn Guðmundsdóttir, dósent í bókmenntum við Háskóla Íslands, sem verður með bókaspjall sem nefnist Sjálfsævisagan og sannleikurinn á Bókakaffi í Gerðubergi í kvöld. „Á Bókakaffinu ætla ég að nefna ýmis dæmi úr bókmenntasögunni þar sem einhver verk eru gefin út sem sjálfsævisögur, en eru mestmegnis skáldskapur, og fjalla um viðbrögð lesenda þegar þeir komast að því. Þá fer oft af stað umræða um svik. Það er eins og við gerum allt aðrar væntingar til þessarar tegundar bókmennta heldur en til skáldskapar. Til dæmis þóttist svissneskur höfundur hafa verið í útrýmingarbúðum nasista, en reyndist aldrei hafa komið þangað. Það má líka nefna bók sem kom út á íslensku fyrir nokkrum árum. Hún heitir Mölbrotinn og er eftir James Frey. Það varð mikið hneyksli í Bandaríkjunum þegar kom í ljós nokkrum árum seinna að bókin, sem var auglýst sem sjálfsævisaga, var meira og minna skáldskapur. Höfundurinn sagðist hafa lent í alls konar hremmingum vegna dópneyslu, sem kom á daginn að var stórlega ýkt. Í ljós kom að höfundurinn hafði sent handritið á milli útgefenda og alltaf fengið neitun, þar til hann sagði að bókin væri sjálfsævisaga. Höfundurinn fór í viðtal til Opruh Winfrey og bað lesendur afsökunar.“ Sjálfsævisagan þarf ekki að vera hreinn uppspuni til þess að svona gagnrýni komi fram. „Stundum stígur einhver fjölskyldumeðlimur fram og segir að eitthvað hafi ekki gerst eins og sagt er frá,“ segir Gunnþórunn. „Við höfum ákveðnar hugmyndir um hvað við teljum að eigi heima í slíkum bókmenntum og gerum kröfu um sannsögli. En við erum kannski ekkert endilega að hugsa út í að minnið er brigðult og það sem við getum sagt um fortíðina er mjög litað af samtímanum þannig að það er kannski ekki hægt að biðja um sannleika,“ segir Gunnþórunn. Bókakaffið nefnist Lygar, ýkjur og fals, og fer fram í Gerðubergi klukkan 20 í kvöld. Aðgangur ókeypis.
Menning Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“