Íslenskur djass frumfluttur á Björtuloftum Gunnar Leó Pálsson skrifar 26. febrúar 2014 10:00 ASA tríóið ætlar að frumflytja nýjan og íslenskan djass á Björtuloftum í kvöld. mynd/daníel starrason „Við erum að fara að leika mikið af tiltölulega nýju efni sem við ætlum að fara með í hljóðver á næstunni,“ segir Andrés Þór Gunnlaugsson, gítarleikari ASA tríósins sem kemur fram á næstu tónleikum Múlans á Björtuloftum í Hörpu sem fram fara í kvöld. ASA tríóið er skipað miklum fagmönnum í tónlistargeiranum og varð eiginlega til fyrir tilviljun, þegar Andrés Þór hóaði í Agnar Má Magnússon og Scott Mclemore fyrir lítið gigg á djasshátíð Reykjavíkur 2005. Hafa þeir getið sér gott orð síðan fyrir túlkun á afar fjölbreyttu efni, meðal annars frá Jimi Hendrix, Fionu Apple, John Coltrane og Thelonious Monk. „Við tökum þó bara frumsamið efni í kvöld þó að við höfum tekið efni eftir aðra áður. Við höfum meðal annars leikið efni eftir Red Hot Chili Peppers,“ segir Andrés léttur í lundu. Tónleikarnir eru eins og fyrr segir tónleikar á vegum djassklúbbsins Múlans og fara fram í Björtuloftum í Hörpu. „Þetta er nýr tónleikastaður sem hýsir tónleika Múlans. Mér líst vel á hann og ég held að það geti orðið ansi flott og góð djassstemning þarna.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00. Það kostar 1.500 krónur inn og 1.000 krónur fyrir námsmenn og eldri borgara en miðasalan fer fram á Midi.is. Tónlist Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Við erum að fara að leika mikið af tiltölulega nýju efni sem við ætlum að fara með í hljóðver á næstunni,“ segir Andrés Þór Gunnlaugsson, gítarleikari ASA tríósins sem kemur fram á næstu tónleikum Múlans á Björtuloftum í Hörpu sem fram fara í kvöld. ASA tríóið er skipað miklum fagmönnum í tónlistargeiranum og varð eiginlega til fyrir tilviljun, þegar Andrés Þór hóaði í Agnar Má Magnússon og Scott Mclemore fyrir lítið gigg á djasshátíð Reykjavíkur 2005. Hafa þeir getið sér gott orð síðan fyrir túlkun á afar fjölbreyttu efni, meðal annars frá Jimi Hendrix, Fionu Apple, John Coltrane og Thelonious Monk. „Við tökum þó bara frumsamið efni í kvöld þó að við höfum tekið efni eftir aðra áður. Við höfum meðal annars leikið efni eftir Red Hot Chili Peppers,“ segir Andrés léttur í lundu. Tónleikarnir eru eins og fyrr segir tónleikar á vegum djassklúbbsins Múlans og fara fram í Björtuloftum í Hörpu. „Þetta er nýr tónleikastaður sem hýsir tónleika Múlans. Mér líst vel á hann og ég held að það geti orðið ansi flott og góð djassstemning þarna.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00. Það kostar 1.500 krónur inn og 1.000 krónur fyrir námsmenn og eldri borgara en miðasalan fer fram á Midi.is.
Tónlist Mest lesið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Lífið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira